Heyrir almannaútvarp sögunni til? 26. febrúar 2010 06:00 Í grein í Fréttablaðinu 24. febrúar fjallar Pétur Gunnarsson, rithöfundur, um hugmyndir sem ég hef sett fram um almannaútvarp. Þótt mér finnist Pétur stríða við annað en skoðanir mínar kann ég honum þakkir fyrir að halda áfram vangaveltum um þessi mál. Í erindi sem ég hélt við Háskólann á Akureyri 17. febrúar komst ég að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri að aðskilja útvarp og sjónvarp í þeim tilgangi að jafna stöðu þeirra sjónvarpsstöðva sem hér eru reknar og tryggja rekstur útvarpsrásanna með viðunandi hætti. Færði ég rök fyrir því að Sjónvarpið hefði enga þá menningarlegu sérstöðu sem réttlætti ríkisrekstur, hvert sem formið væri en hins vegar hefði Rás 1 og reyndar Rás 2 tekist með ágætum, við erfiðar aðstæður, að sinna hinu þríþætta hlutverki sínu að mennta, skemmta og fræða. Þá ályktun dró ég af samanburði á útvarpsrásum RÚV við aðrar útvarpsrásir og –stöðvar á Íslandi, á Norðurlöndum og í Þýskalandi og samanburði á Sjónvarpinu við Stöð 2 og norrænar og þýskar sjónvarpsstöðvar. Niðurstaða mín var í stuttu máli sú að eðlilegt væri að hluti af þeim fjármunum sem nú fara til reksturs Sjónvarpsins yrði settur í sjóð til að fjármagna einstaka framleiðsluþætti. Þær sjónvarpsstöðvar sem gætu sótt í þennan sjóð þyrftu að skuldbinda sig til að halda úti dagskrá sem stæðist ákveðnar gæðakröfur. Það má sjá fyrir sér ýmsar útfærslur á þessu fyrirkomulagi og óþarfi að hrökkva í baklás þótt viðraðar séu hugmyndir sem gætu stuðlað að lausn þess vanda sem óneitanlega fylgir rekstri ríkisfjölmiðils í samkeppnisumhverfi. Ef Rás 1 og Rás 2 eru skoðaðar sést strax að þær eiga ekki við sambærilegan réttlætingarvanda að stríða og Ríkissjónvarpið. Þrátt fyrir að nær aldarfjórðungur sé liðinn frá því að fyrsta einkarekna útvarpsstöðin hóf útsendingar hefur sérstaða Rásar 1 sem menningarstofnunar haldist og Rás 2 fylgir fast á eftir á sínu sviði. Með því að aðskilja útvarps og sjónvarpshluta RÚV mætti tryggja viðgang rásanna sem fyrir eru og bæta þeirri þriðju við sem löngu er orðið tímabært. Líklega er reksturinn á Rás 1 og Rás 2 einstakur í samanburði við sambærilegar stofnanir hvar sem er í heiminum og geta Íslendingar verið stoltir af. Þess ber að geta að aðskilnaður útvarps og sjónvarps myndi geta tryggt útvarp allra landsmanna, endurreisn landshlutastöðvanna og fréttastofu Útvarpsins. Ég sé að Pétur er sammála mér um hættuna sem íslensku samfélagi stafar af veikburða fjölmiðlum. Ég hvet Pétur og alla þá sem láta sér annt um menningarlega velferð þjóðarinnar að takast efnislega á við hugmyndir um frjálsa fjölmiðlun á Íslandi hvaðan sem þær eru sprottnar. Höfundur er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 24. febrúar fjallar Pétur Gunnarsson, rithöfundur, um hugmyndir sem ég hef sett fram um almannaútvarp. Þótt mér finnist Pétur stríða við annað en skoðanir mínar kann ég honum þakkir fyrir að halda áfram vangaveltum um þessi mál. Í erindi sem ég hélt við Háskólann á Akureyri 17. febrúar komst ég að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri að aðskilja útvarp og sjónvarp í þeim tilgangi að jafna stöðu þeirra sjónvarpsstöðva sem hér eru reknar og tryggja rekstur útvarpsrásanna með viðunandi hætti. Færði ég rök fyrir því að Sjónvarpið hefði enga þá menningarlegu sérstöðu sem réttlætti ríkisrekstur, hvert sem formið væri en hins vegar hefði Rás 1 og reyndar Rás 2 tekist með ágætum, við erfiðar aðstæður, að sinna hinu þríþætta hlutverki sínu að mennta, skemmta og fræða. Þá ályktun dró ég af samanburði á útvarpsrásum RÚV við aðrar útvarpsrásir og –stöðvar á Íslandi, á Norðurlöndum og í Þýskalandi og samanburði á Sjónvarpinu við Stöð 2 og norrænar og þýskar sjónvarpsstöðvar. Niðurstaða mín var í stuttu máli sú að eðlilegt væri að hluti af þeim fjármunum sem nú fara til reksturs Sjónvarpsins yrði settur í sjóð til að fjármagna einstaka framleiðsluþætti. Þær sjónvarpsstöðvar sem gætu sótt í þennan sjóð þyrftu að skuldbinda sig til að halda úti dagskrá sem stæðist ákveðnar gæðakröfur. Það má sjá fyrir sér ýmsar útfærslur á þessu fyrirkomulagi og óþarfi að hrökkva í baklás þótt viðraðar séu hugmyndir sem gætu stuðlað að lausn þess vanda sem óneitanlega fylgir rekstri ríkisfjölmiðils í samkeppnisumhverfi. Ef Rás 1 og Rás 2 eru skoðaðar sést strax að þær eiga ekki við sambærilegan réttlætingarvanda að stríða og Ríkissjónvarpið. Þrátt fyrir að nær aldarfjórðungur sé liðinn frá því að fyrsta einkarekna útvarpsstöðin hóf útsendingar hefur sérstaða Rásar 1 sem menningarstofnunar haldist og Rás 2 fylgir fast á eftir á sínu sviði. Með því að aðskilja útvarps og sjónvarpshluta RÚV mætti tryggja viðgang rásanna sem fyrir eru og bæta þeirri þriðju við sem löngu er orðið tímabært. Líklega er reksturinn á Rás 1 og Rás 2 einstakur í samanburði við sambærilegar stofnanir hvar sem er í heiminum og geta Íslendingar verið stoltir af. Þess ber að geta að aðskilnaður útvarps og sjónvarps myndi geta tryggt útvarp allra landsmanna, endurreisn landshlutastöðvanna og fréttastofu Útvarpsins. Ég sé að Pétur er sammála mér um hættuna sem íslensku samfélagi stafar af veikburða fjölmiðlum. Ég hvet Pétur og alla þá sem láta sér annt um menningarlega velferð þjóðarinnar að takast efnislega á við hugmyndir um frjálsa fjölmiðlun á Íslandi hvaðan sem þær eru sprottnar. Höfundur er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun