Orkuvandi undir óseðjandi orkukröfum Hafsteinn Hafsteinsson skrifar 19. nóvember 2011 06:00 Í Fréttablaðinu hinn 27.10.2011 mátti lesa að forstjóri Landsvirkjunar lýsti því yfir að nýtanleg orka yrði virkjuð næstu 15-20 árin. Landsvirkjun hefði hafið sitt síðasta virkjunartímabil. Það má ímynda sér að einhverjum lesendum hafi verið brugðið enda meira verið að láta í það skína um þessar mundir að hér sé næg græn orka og engu að kvíða í þeim efnum a.m.k. í bili, afstaða sem hefur dugað frónbúanum hingað til, þ.e. að pissa í skóinn. Stuttu seinna, 3.11.2011, var svo fyrsta „heildstæða" orkustefna íslenskra yfirvalda lögð fram og kynnt, hvar aðaláhersla var lögð á þá virkjunarkosti sem eru fyrirsjáanlega að tæmast. Loks er að nefna grein iðnaðarráðherra í Fréttablaðinu hinn 7.11.2011 þar sem „heildstæðri" stefnu er fagnað. Af þessu má ætla að við séum þess ekki umkomin að skipuleggja lengra fram í tímann en sem nemur um fjórðungi af mannsaldri. Það hlýtur að vekja einhverja til umhugsunar um örlög komandi kynslóða og áhrif okkar þar á. Mikilvægum málaflokkum verður að beina inn á brautir sem unnt er að fylgja eftir svo langt sem eygja má á hverjum tíma eða eins og Jens Otto Krag, þá forsætisráðherra Dana, sagði í viðtali 1977: „Man har et standpunkt, til man tager et nyt." Það hlýtur að vera óásættanlegt að lýsa samtímis yfir því að stefna á eitthvað sem ekki verður til eftir 15-20 ár og kalla það langtímaáætlun með stolti. Þessi árafjöldi er svo tæpur til róttækra stefnubreytinga að yfirlýsingin jafngildir uppgjöf. Þó svo að „Orkustefna fyrir Ísland" minnist á aðra orkugjafa en vatnsafl og jarðvarma fer fjarri að hugarfar fylgi. Það má greina á því að framtíðarsýnin á þróunina fær heilar tvær línur í niðurlagi greinar 6.7 sem verður að teljast loðið. Því er mjög haldið á lofti í umræðu eingöngu, síður í verki, að framtíðarlausnir hvers konar á formi nýjunga komi aðeins með því að „hugsa út fyrir boxið" en þó með því skilyrði að halda sig innan viðtekinna viðhorfa, þannig að enn og aftur er fólki þröngvað inn í umtalað box. Þetta ástand skapar fælni frá óhefðbundinni hugsun og vekur upp sannleiksóttann sem þýski heimspekingurinn Arthur Schopenhauer (1788-1860) hélt á lofti og gengur út á að allur sannleikur fer í gegnum þrjú stig : 1. Hæðni (e. ridicule) 2. Ofsafengið mótlæti (e. violently opposed) 3. Sjálfgefna staðreynd (e. accepted as self-evident) Það er einkum annað stigið sem er erfiðast að yfirstíga því oftar en ekki kemur mótlætið úr þeirri átt sem er hvað öflugust, þ.e. frá menntafólki. Máltækið segir „mennt er máttur" en sagan sýnir að það er stutt yfir í andhverfuna „mennt er myrkvun". Nægir að benda á Galíleó og Wright-bræðurna, þau dæmi ættu allir að kannast við og viðurkenna sem mistök. Færri kannast við eða vilja viðurkenna að Tesla varaði við afleiðingum notkunar afstæðiskenningar Einsteins og gerð kjarnorkutólanna. Hann vildi fara aðrar hættulausar leiðir en á hann var ekki hlustað. Nú situr mannkynið uppi með afleiðingarnar. Fyrir dauða sinn 1943 tjáði hann sig hvað þetta varðar eitthvað á þá leið að mannkyninu og samtímamönnum hans hefðu orðið á mistök að fara þá leið sem valin var og mælti eitthvað á þessa leið: „The present is theirs but the future is mine." Þrátt fyrir gríðarlegt framlag hans til vísindanna og tækniheimsins í dag hefur akademían aldrei viðurkennt Tesla að verðleikum. Þvert á móti. Allir sem hafa reynt að feta í fótspor hans hafa endað í skrefi tvö, mótlætinu, og koðnað niður og fallið í gleymskunnar dá. Hringavilla (Catch-22) ríkir í tæknistoðkerfinu. Hugsaðu út fyrir boxið fyrir alla muni en ekkert mark mun vera tekið á þér ef þú gerir það. Hvað orkuna varðar þá eru Íslendingar ofdekraðir og lifa og hegða sér eftir því. Vakningar er þörf sem tekur á þeim vanda. Nýtanlegt vatnsafl og jarðvarmi landsins eru það takmarkað afl að fullnýtt gæti það annað helmingi orkunotkunar Dana í dag. Það er góður mælikvarði á raunsæja framtíðarsýn. Það er aðeins ein leið út úr vandanum. Opnum dyrnar fyrir framsækinni hugsun og hættum að hnýta í það fólk sem þó þorir það að gera. Umfram allt að leggja niður þann ósið að leggja steina í götu þess. Þeirra er framtíðin eins og Tesla sagði. En eins og alkunnugt er þá er mannkynið óseðjandi hvað orku varðar og því glapræði að hindra lausnir sem þykja kannski ógerlegar í dag en verða sjálfsagðar á morgun. Vandann ber að leysa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu hinn 27.10.2011 mátti lesa að forstjóri Landsvirkjunar lýsti því yfir að nýtanleg orka yrði virkjuð næstu 15-20 árin. Landsvirkjun hefði hafið sitt síðasta virkjunartímabil. Það má ímynda sér að einhverjum lesendum hafi verið brugðið enda meira verið að láta í það skína um þessar mundir að hér sé næg græn orka og engu að kvíða í þeim efnum a.m.k. í bili, afstaða sem hefur dugað frónbúanum hingað til, þ.e. að pissa í skóinn. Stuttu seinna, 3.11.2011, var svo fyrsta „heildstæða" orkustefna íslenskra yfirvalda lögð fram og kynnt, hvar aðaláhersla var lögð á þá virkjunarkosti sem eru fyrirsjáanlega að tæmast. Loks er að nefna grein iðnaðarráðherra í Fréttablaðinu hinn 7.11.2011 þar sem „heildstæðri" stefnu er fagnað. Af þessu má ætla að við séum þess ekki umkomin að skipuleggja lengra fram í tímann en sem nemur um fjórðungi af mannsaldri. Það hlýtur að vekja einhverja til umhugsunar um örlög komandi kynslóða og áhrif okkar þar á. Mikilvægum málaflokkum verður að beina inn á brautir sem unnt er að fylgja eftir svo langt sem eygja má á hverjum tíma eða eins og Jens Otto Krag, þá forsætisráðherra Dana, sagði í viðtali 1977: „Man har et standpunkt, til man tager et nyt." Það hlýtur að vera óásættanlegt að lýsa samtímis yfir því að stefna á eitthvað sem ekki verður til eftir 15-20 ár og kalla það langtímaáætlun með stolti. Þessi árafjöldi er svo tæpur til róttækra stefnubreytinga að yfirlýsingin jafngildir uppgjöf. Þó svo að „Orkustefna fyrir Ísland" minnist á aðra orkugjafa en vatnsafl og jarðvarma fer fjarri að hugarfar fylgi. Það má greina á því að framtíðarsýnin á þróunina fær heilar tvær línur í niðurlagi greinar 6.7 sem verður að teljast loðið. Því er mjög haldið á lofti í umræðu eingöngu, síður í verki, að framtíðarlausnir hvers konar á formi nýjunga komi aðeins með því að „hugsa út fyrir boxið" en þó með því skilyrði að halda sig innan viðtekinna viðhorfa, þannig að enn og aftur er fólki þröngvað inn í umtalað box. Þetta ástand skapar fælni frá óhefðbundinni hugsun og vekur upp sannleiksóttann sem þýski heimspekingurinn Arthur Schopenhauer (1788-1860) hélt á lofti og gengur út á að allur sannleikur fer í gegnum þrjú stig : 1. Hæðni (e. ridicule) 2. Ofsafengið mótlæti (e. violently opposed) 3. Sjálfgefna staðreynd (e. accepted as self-evident) Það er einkum annað stigið sem er erfiðast að yfirstíga því oftar en ekki kemur mótlætið úr þeirri átt sem er hvað öflugust, þ.e. frá menntafólki. Máltækið segir „mennt er máttur" en sagan sýnir að það er stutt yfir í andhverfuna „mennt er myrkvun". Nægir að benda á Galíleó og Wright-bræðurna, þau dæmi ættu allir að kannast við og viðurkenna sem mistök. Færri kannast við eða vilja viðurkenna að Tesla varaði við afleiðingum notkunar afstæðiskenningar Einsteins og gerð kjarnorkutólanna. Hann vildi fara aðrar hættulausar leiðir en á hann var ekki hlustað. Nú situr mannkynið uppi með afleiðingarnar. Fyrir dauða sinn 1943 tjáði hann sig hvað þetta varðar eitthvað á þá leið að mannkyninu og samtímamönnum hans hefðu orðið á mistök að fara þá leið sem valin var og mælti eitthvað á þessa leið: „The present is theirs but the future is mine." Þrátt fyrir gríðarlegt framlag hans til vísindanna og tækniheimsins í dag hefur akademían aldrei viðurkennt Tesla að verðleikum. Þvert á móti. Allir sem hafa reynt að feta í fótspor hans hafa endað í skrefi tvö, mótlætinu, og koðnað niður og fallið í gleymskunnar dá. Hringavilla (Catch-22) ríkir í tæknistoðkerfinu. Hugsaðu út fyrir boxið fyrir alla muni en ekkert mark mun vera tekið á þér ef þú gerir það. Hvað orkuna varðar þá eru Íslendingar ofdekraðir og lifa og hegða sér eftir því. Vakningar er þörf sem tekur á þeim vanda. Nýtanlegt vatnsafl og jarðvarmi landsins eru það takmarkað afl að fullnýtt gæti það annað helmingi orkunotkunar Dana í dag. Það er góður mælikvarði á raunsæja framtíðarsýn. Það er aðeins ein leið út úr vandanum. Opnum dyrnar fyrir framsækinni hugsun og hættum að hnýta í það fólk sem þó þorir það að gera. Umfram allt að leggja niður þann ósið að leggja steina í götu þess. Þeirra er framtíðin eins og Tesla sagði. En eins og alkunnugt er þá er mannkynið óseðjandi hvað orku varðar og því glapræði að hindra lausnir sem þykja kannski ógerlegar í dag en verða sjálfsagðar á morgun. Vandann ber að leysa.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar