ESB, landbúnaðurinn og Fréttablaðið Erna Bjarnadóttir skrifar 18. nóvember 2011 08:00 Málefni landbúnaðarins eru Fréttablaðinu hugleikin eins og sést nú síðast í forystugrein blaðsins fimmtudaginn 17. nóvember. Ritstjóri blaðsins fjallar þar um skýrslu sem leggur mat á líkleg áhrif afnáms tolla á búvörur við aðild Íslands að ESB. Í stuttu máli afgreiðir hann 36 blaðsíðna skýrslu, sem inniheldur víðtækar lýsingar á fyrirvörum á þeirri greiningu sem þar er unnin, með því að segja að tölurnar í skýrslunni sýni skilmerkilega hver sé ávinningur neytenda af ESB-aðild. Þarna dregur ritstjórinn víðtæka ályktun og kýs að lesa eitthvað allt annað út úr skýrslunni en þar stendur. Sannleikurinn er sá, og þetta get ég fullyrt með vissu þar sem ég er annar höfunda skýrslunnar, að þar stendur mjög lítið um verð til neytenda. Erfitt er að draga nokkrar ályktanir um útsöluverð búvara út frá því sem fram kemur í skýrslunni. Til þess þyrfti upplýsingar um verðmyndun á landbúnaðarvörum hér og í Evrópu en þær upplýsingar höfðu skýrsluhöfundar ekki. Á það er bent í skýrslunni hvernig smásalan í Finnlandi jók markaðsstyrk sinn og hlut í útsöluverði búvara við aðild landsins að ESB. Þótt verð til bænda lækkaði um tugi prósenta skilaði það sér ekki með sambærilegri verðlækkun til neytenda. Einnig er vikið að því að brauð og brauðvörur eru mun ódýrari í ESB en hér á landi. Munurinn er síst minni en á öðrum matvörum þótt ekki séu lagðir tollar hér á landi á innflutt hráefni til brauðgerðar eða aðrar innfluttar kornvörur. Annað sem er mikilvægt að benda á er að niðurstöður skýrslunnar byggja á mun sterkara gengi krónunnar heldur en við búum við í dag. Ályktun ritstjórans um ávinning neytenda af ESB-aðild vegna niðurfellingar tolla á búvörum er úr lausu lofti gripin. Það væri óskandi að fjallað væri af meiri nákvæmni um viðfangsefnið í framtíðinni í hinu víðlesna Fréttablaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Málefni landbúnaðarins eru Fréttablaðinu hugleikin eins og sést nú síðast í forystugrein blaðsins fimmtudaginn 17. nóvember. Ritstjóri blaðsins fjallar þar um skýrslu sem leggur mat á líkleg áhrif afnáms tolla á búvörur við aðild Íslands að ESB. Í stuttu máli afgreiðir hann 36 blaðsíðna skýrslu, sem inniheldur víðtækar lýsingar á fyrirvörum á þeirri greiningu sem þar er unnin, með því að segja að tölurnar í skýrslunni sýni skilmerkilega hver sé ávinningur neytenda af ESB-aðild. Þarna dregur ritstjórinn víðtæka ályktun og kýs að lesa eitthvað allt annað út úr skýrslunni en þar stendur. Sannleikurinn er sá, og þetta get ég fullyrt með vissu þar sem ég er annar höfunda skýrslunnar, að þar stendur mjög lítið um verð til neytenda. Erfitt er að draga nokkrar ályktanir um útsöluverð búvara út frá því sem fram kemur í skýrslunni. Til þess þyrfti upplýsingar um verðmyndun á landbúnaðarvörum hér og í Evrópu en þær upplýsingar höfðu skýrsluhöfundar ekki. Á það er bent í skýrslunni hvernig smásalan í Finnlandi jók markaðsstyrk sinn og hlut í útsöluverði búvara við aðild landsins að ESB. Þótt verð til bænda lækkaði um tugi prósenta skilaði það sér ekki með sambærilegri verðlækkun til neytenda. Einnig er vikið að því að brauð og brauðvörur eru mun ódýrari í ESB en hér á landi. Munurinn er síst minni en á öðrum matvörum þótt ekki séu lagðir tollar hér á landi á innflutt hráefni til brauðgerðar eða aðrar innfluttar kornvörur. Annað sem er mikilvægt að benda á er að niðurstöður skýrslunnar byggja á mun sterkara gengi krónunnar heldur en við búum við í dag. Ályktun ritstjórans um ávinning neytenda af ESB-aðild vegna niðurfellingar tolla á búvörum er úr lausu lofti gripin. Það væri óskandi að fjallað væri af meiri nákvæmni um viðfangsefnið í framtíðinni í hinu víðlesna Fréttablaði.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar