Fleiri fréttir

Gagn - rýni

Ásta Jóhannsdóttir skrifar

Hinn 10. nóvember síðastliðinn birtist í Fréttablaðinu og á visir.is pistill eftir Gunnar Hersvein þar sem hann fjallar um gagnrýna greiningu okkar á Öðlingsátakinu 2011. Við og Gunnar Hersveinn erum sennilega sammála í langflestum tilfellum þegar kemur að jafnréttismálum. Öllum þykir okkur fjarvera karla í umræðunni um jafnréttismál grafalvarleg og viljum endilega fá fleiri karla með í baráttuna þar sem jafnréttisbarátta er barátta allra, karla og kvenna. Okkur virðist hann þó rangtúlka orð okkar og rannsóknarniðurstöður í nokkrum atriðum og viljum því árétta þau atriði.

Verndum Bitru

Björk Vilhelmsdóttir skrifar

Virkjun Bitru hefur neikvæð og óafturkræf áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Um er að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins og býr svæðið yfir stórbrotnu landslagi sem m.a. einkennist af fjölbreyttri hveravirkni. Fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis.

Hefur dauður maður hag af flugvelli?

Ómar Ragnarsson skrifar

Í grein Gunnars Guðmundssonar og Arnar Sigurðssonar um Reykjavíkurflugvöll í Fréttablaðinu er í greinarlok beðið um "rökstuðning, sanngirni og fagleg vinnubrögð“, sem skort hafi í grein minni í blaðinu nokkrum dögum fyrr.

Sjálfstæðisflokkurinn aðhyllist ekki forsjárhyggju

Helgi Magnússon skrifar

Innan Sjálfstæðisflokksins eru harðsnúin öfl sem vilja að flokkurinn samþykki að þegar í stað verði hætt við aðildarviðræður Íslands og ESB og umsóknin dregin til baka. Umsókn sem lýðræðislegur meirihluti samþykkti á Alþingi. Ef það yrði niðurstaða Alþingis fæ ég ekki betur séð en að Íslendingar yrðu sér til minnkunar á alþjóðavettvangi og dæmdu sig úr leik sem einangruð utangarðsþjóð.

Tveir kostir

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sá tónn hefur verið sleginn í formannsbaráttu Sjálfstæðisflokksins að eini blæbrigðamunurinn á pólitískum áherslum frambjóðendanna tveggja sé að annar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, vill afskrifa meira af skuldum almennings enn hinn, Bjarni Benediktsson, án þess að útskýra hvaðan peningar til þess eigi að koma. Bæði telja þetta samræmi eðlilegt, enda séu þau pólitískir bandamenn sem starfi í sama flokki. Það er þó gríðarleg einföldun á þeim suðupotti pólitískra stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Innan hans finnast örgustu sósíalistar og róttækir

Hættum þessu dekri við stjórnmálastéttina

Ásgerður Jóna Flosadóttir skrifar

Niðurskurður og enn meiri niðurskurður. Þurfum við ekki að fara í naflaskoðun þegar kemur að niðurskurði hjá hinu opinbera? Huga stjórnmálamenn nægilega að hinu smáa í umhverfi sínu þegar kemur að samdrætti í útgjöldum ríkisins? Það er erfitt fyrir landsmenn að horfa upp á stjórnmálastéttina lifa sínu ljúfa lífi á kostnað okkar hinna þrátt fyrir kreppuna þegar við almenningurinn þrengjum sultarólina í innsta gat.

Eru Íslendingar feitastir?

Stefán Hrafn Jónsson skrifar

Nýlega var fjallað um í fréttum sjónvarpsstöðvar að Íslendingar væru orðnir næstfeitasta þjóð, ýmist í heimi, á Vesturlöndum eða meðal OECD-ríkja, næst á eftir Bandaríkjamönnum. Nokkuð var fjallað um málið í dægurmálaþáttum á útvarpsstöðvum og ljóst var á máli fjölmiðlafólks að það hafði töluverða áhyggjur af heilsu og velferð samlanda sinna.

Fjárhagsumsvif Bændasamtaka Íslands

Þórólfur Matthíasson skrifar

Samkvæmt ríkisreikningi ársins 2010 runnu 16,5 milljarðar króna af skatttekjum til landbúnaðartengdra málefna. Greiðslur til Bændasamtaka Íslands námu um hálfum milljarði króna auk þess sem Bændasamtökin sáu (og sjá) um útgreiðslu fjár úr ríkissjóði eða um að safna nauðsynlegum upplýsingum vegna slíkra útgreiðslna.

Bankaleynd

Sverrir Hermannsson skrifar

Menn hafa loks áttað sig á hversu mikilvæg bankaleynd er. Má með vissu telja að leyndin hafi hin síðari misseri verið lífsankeri þjóðar vorrar. Fyrir því verða engin nöfn né númer notuð í stuttri frásögn af umsvifum fyrirtækis, sem búið hefur við "bezta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi“ síðustu þrjátíu ár.

Í leit að liðnum tíma

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Framsóknarmenn hafa brugðist ókvæða við vangaveltum Eiríks Bergmann um flokkinn og stefnu hans að undanförnu. Eiríkur sagði í grein í Fréttatímanum að flokkurinn væri farinn að daðra við þjóðernisstefnu, að breytingar á merki flokksins vísuðu í klassísk fasísk minni og að fánahylling glímumanna á síðasta landsfundi hefði verið til marks um áherslu á "þjóðleg gildi“.

Níðingar undir eftirliti

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið sagði á laugardaginn frá því að lögreglan hefði árið 2002 gert húsleit heima hjá dæmdum barnaníðingi og fundið kynferðislegar myndir af börnum, en jafnframt myndir af litlum dreng í fangi mannsins.

Skortur á eistum

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Víða um Spán standa auðar byggingar sem minnisvarði um gullæðið í byggingageiranum. Einn stærsti og aumkunarverðasti minnisvarðinn stendur við sjávarsíðuna í Almeríu, en það er hótelbygging mikil með einum 411 herbergjum sem safna nú salti. Það skortir ekki aðeins pening til að koma hótelinu á koppinn heldur ráku fjárfestar sig hastarlega á nokkuð sem kallað er lög. Þau komu sér afar illa fyrir margan siðleysingjann sem byggja vildi á spænskri strönd.

Eigið ágæti

Magnús Halldórsson skrifar

Einu sinn kom til álita að Seyðisfjörður yrði höfuðstaður Íslands. Árið 1895 fékk hann kaupstaðarréttindi, fjórða byggðarlagið á Íslandi á þeim tíma. Hin voru Reykjavík, Ísafjörður og Akureyri. Staðurinn var suðupunktur framfara í kringum aldamótin 1900 og alþjóðlegur í þokkabót. Norðmaðurinn Ottó Wahne var einn þeirra sem hleypti miklum krafti í mannlífið á Austurlandi ásamt framtakssemi heimamanna.

Til varnar mannorði Ólafs frænda míns Skúlasonar

Sigrún Sævarsdóttir Griffiths skrifar

Ég tel sjálfa mig vera einstaklega lánsama manneskju. Ég fæddist inn í yndislega fjölskyldu, á yndislegan mann og börn, ég fékk tækifæri til þess að nema það sem ég þráði og hef í námi og starfi fengið ógrynni tækifæra sem ég hef nýtt eftir bestu getu. En lífsins námi lýkur ekki við útskrift úr háskóla. Námsmenn og -konur hafa takmarkað vald til þess að stýra þeim fögum sem á lífsins vegi þeirra verða, heldur þurfa að taka því sem gefst og reyna eftir fremsta megni að draga lærdóm af óútreiknanlegum atburðarásum og mis-hnitmiðuðum „kennurum“.

Hvort sprettur valdið frá þjóð eða þingi?

Ölvir Karlsson skrifar

Nú liggur fyrir frumvarp stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga og felur það í sér töluverðar breytingar á stjórnskipun Íslands. Margar af tillögum stjórnlagaráðs fela í sér umbætur sem eiga rétt á sér og fela meðal annars í sér að stjórnarskráin verður auðskiljanlegri. Frumvarpið inniheldur einnig mörg góð nýmæli, eins og ákvæði um náttúruauðlindir, og eftirlitshlutverk þingsins með framkvæmdarvaldinu er betur skilgreint. Þrátt fyrir að það sé vissulega margt gott að finna í frumvarpi stjórnlagaráðs er ekki þar með sagt að frumvarpið þarfnist ekki frekari skoðunar.

Skemmtilegri leikskólar?

Líf Magneudótir skrifar

Í hádegisfréttum RÚV 8. nóvember tjáði borgarfulltrúi meirihlutans í Reykjavík sig um þá stöðu sem blasir við í málefnum leikskóla borgarinnar. Fyrr um daginn birtist fréttatilkynning frá Reykjavíkurborg um að verið væri að kanna hvort fjárhagur borgarinnar leyfði inntöku barna sem fædd voru 2010 í áföngum. Í kvöldfréttum sjónvarps 9. nóvember heyrðist loks í borgarstjóra og varaformanni skóla- og frístundaráðs. Allt var þetta vel æft, samhæfð viðbrögð og endurómun fréttatilkynningarinnar sem birtist á vef Reykjavíkurborgar. Sem sagt, eitthvað af tölum og útreikningum og fyrirslátturinn að verið sé að taka við stærsta árgangi Íslandsögunnar og ekki sé til nægilegt fjármagn til að setja í leikskólana. Ekkert þeirra (og fréttatilkynningin ekki heldur) gat hins vegar svarað spurningunni sem brennur á fólki með sannfærandi hætti. Af hverju má ekki bjóða börnum þau leikskólapláss sem þó eru laus?

Vaðlaheiðargöng og pólitískt þrek

Gunnlaugur Fr. Jóhannsson skrifar

Það þurfti pólitískan kjark til þess að rífa Ísland upp úr fátæktinni og byggja nútímaþjóðfélag. Engir arðsemisútreikningar hefðu getað réttlætt heilbrigðisþjónustuna – þar sem ég starfaði lengstum – skólakerfið eða samgöngubæturnar. Allt var þetta byggt á eldmóði og hugsjón, með áræði og bjartsýni. Úrtölumenn voru nægir þá sem nú.

Fiskistofnar og virkjanir

Hörður Arnarson skrifar

Um árabil hefur verið unnið að rannsóknum á lífríki Þjórsár en ítarlegar rannsóknir hafa átt sér stað á fiskistofnum í ánni allt frá árinu 1973, bæði á vegum Landsvirkjunar og Veiðimálastofnunar. Rannsóknir á lífríki árinnar eru mikilvægar af mörgum ástæðum, meðal annars til þess að geta sem best sagt fyrir um áhrif nýrra virkjana á viðkvæma og dýrmæta fiskistofna í ánni.

Framtak til fyrirmyndar

Ingólfur Sverrisson skrifar

Sól skein skært við Skagfirðingum og gestum þeirra þegar Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki tók í notkun nýtt Hátæknimenntasetur á dögunum. Þar með var staðfest merkilegt samstarf iðnfyrirtækja á svæðinu, sveitarstjórna, skólans og HAAS Automation í Belgíu en það opinberast í nýjum og tæknilega fullkomnum CNC stýrðum vélum sem kennt verður á í framtíðinni í skólanum. Hér er um mikla fjárfestingu að ræða sem ber vott um stórhug skólans og atvinnulífsins í Skagafirði.

Engin þöggun á leikskólum í Reykjavík

Jón Gnarr skrifar

Engin óvissa ríkir um leikskólana í Reykjavík. Þeir eru vel reknir og þar starfar frábært fagfólk sem hefur náð miklum árangri í starfi og veitir mjög góða þjónustu. Þessi misserin er stórátak í gangi í leikskólastarfi í Reykjavík.

Atvinnulífið vill klára málið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Samþykkt stjórnar Samtaka atvinnulífsins, þar sem hvatt er til að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og aðildarsamningur borinn undir þjóðaratkvæði, sætir nokkrum tíðindum.

Skuldastaða Reykjanesbæjar

Guðbrandur Einarsson skrifar

Að undanförnu hafa verið að birtast greinar um slæma skuldastöðu Reykjanesbæjar.

Boðskapur erkibiskups

Þorsteinn Pálsson skrifar

„Í ljósi breytinga á markmiði um nafnvöxt útgjalda gætu endanleg fjárlög falið í sér meiri útgjöld en felast í frumvarpinu eða að verr muni ganga að ná markmiði frumvarpsins um aðhald í rekstri. Hver endanleg afkoma verður og hvaða áhrif hún mun hafa á skuldsetningu hins opinbera er því háð töluverðri óvissu. Verði slakinn í ríkisfjármál

Ályktunargáfa Hæstaréttar

Davíð Þór Jónsson skrifar

Stundum rekur maður augun í fréttir sem verða þess valdandi að maður rekur upp stór augu og hristir höfuðið. Þetta eru ekki alltaf stórfréttir. Í síðustu viku var t.d. smáklausa á bls. 2 í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Mildari refsing ofbeldismanns“. Forsaga málsins er sú að maður nokkur gekk svo í skrokk á fyrrverandi sambýliskonu sinni að hún sá sér þann kost vænstan að fleygja sér fram af svölum til að flýja ofbeldið.

Svar til Heimis Eyvindarsonar

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Heimir Eyvindarson skrifaði grein fyrir skömmu sem bar yfirskriftina Til þingmanna Samfylkingarinnar. Í greininni veltir Heimir fyrir sér réttlæti í leiðréttingu skulda heimila og fyrirtækja. Það er mér bæði ljúft og skylt að svara grein hans með því að fara yfir stöðu mála.

Rammaáætlun vekur spurningar

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar

Landslag orkuvinnslu hérlendis hefur breyst mikið á síðustu 10 árum eins og sjá má á meðfylgjandi kortum.

Hver er að hlusta?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Lögreglan hefur beitt símahlerunum í mjög vaxandi mæli við rannsókn sakamála á undanförnum árum. Undanfarin tvö ár hafa dómstólar þannig kveðið upp rúmlega 170 úrskurði á ári sem heimila lögreglu að hlera síma fólks. Framan af þessu ári virðist þróunin sú sama. Sjálfsagt munar hér talsvert um rannsóknir embættis sérstaks saksóknara, sem fékk 72 sinnum heimild til símhlerana í fyrra.

Virkjanir útrýma göngufiski - þrátt fyrir mótvægisaðgerðir

Gísli Sigurðsson skrifar

Fimmtudaginn 3. nóvember sl. boðuðu verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, Stofnun Sæmundar fróða og Verndarsjóður villtra laxastofna til kynningar og umræðufundar um fiskigengd í Þjórsá, áhrif virkjana á göngufiska í vatnakerfi Columbia og Snake ánna í norðvestur Bandaríkjunum og þær mótvægisaðgerðir sem í ráði er að grípa til vegna virkjanaframkvæmda Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár svo koma megi í veg fyrir hrun fiskistofna þar.

Upplýst umræða um erfðabreyttar lífverur?

Jón Hallsteinn Hallsson skrifar

Sandra B. Jónsdóttir ráðgjafi hefur nú með stuttu millibili birt tvær greinar í Fréttablaðinu þar sem hún gerir að umfjöllunarefni sínu erfðabreyttar lífverur.

Vatnsmýrarbyggð verður djásn í höfuðborginni

Örn Sigurðsson og Gunnar H. Gunnarsson skrifar

Ómari Ragnarssyni, þeim fjölhæfa og athafnasama snillingi, fatast illilega flugið í grein í Fréttablaðinu þann 9. nóvember sl., sem hann ritar til varnar flugvellinum í hjarta Reykjavíkur. Þar telur Ómar sig ugglaust eiga persónulegra hagsmuna að gæta sem flugrekandi og flugvélareigandi. Í skrifum sínum lítur hann fram hjá öllu, sem máli skiptir í umræðu um víðtæka framtíðarhagsmuni borgarbúa og annarra landsmanna.

Bil milli bíla og öryggi um borð í vögnum

Reynir Jónsson skrifar

Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS eru nú hafnir og standa út nóvembermánuð. Á Öryggisdögum hvetjum við alla þátttakendur í umferðinni til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun á götum úti og taka þannig þátt í því með okkur að auka öryggi allra í umferðinni.

Hlegið að nöfnum fólks

Pawel Bartoszek skrifar

Úrskurðir mannanafnanefndar vekja jafnan athygli og kátínu almennings. Algengustu viðbrögð manna eru annaðhvort „Hvað er fólkið í þessari nefnd eiginlega að spá?“ eða „Hver gerir barni sínu þetta?“ Fyrri spurningin byggir á vanþekkingu, sú síðari er réttlæting eineltis.

Annir hjá Vælubílnum

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Þegar David Lowe, breskur leikari búsettur í Frakklandi, setti á sig kúluhattinn og hélt til vinnu einn bjartan dag í júní síðastliðnum benti fátt til þess að dagurinn yrði frábrugðinn öðrum. David hafði að atvinnu að leika kómíska útgáfu af hinum "steríótýpíska“ Breta – blöndu af Karli Bretaprins, Mr. Bean og Churchill – Frökkum til kátínu. Þennan tiltekna júnídag var Frökkum hins vegar ekki hlátur í hug.

Opið bréf til Eiríks Bergmanns

Gunnar Bragi Sveinsson skrifar

Sæll Eiríkur. Grein þín í síðasta tölublaði Fréttatímans er afar ósmekkleg og í raun ógeðsleg þar sem þú bæði berum og óberum orðum tengir mig, framsóknarmanninn, við einhverjar verstu öfgar og öfgahópa sem hægt er að hugsa sér.

Fornleifavernd á Íslandi, kvöð eða kostur?

Kristín Huld Sigurðardóttir skrifar

Er vernd og varðveisla fornleifa kvöð á samfélaginu eða felast ónýtt tækifæri í að huga betur að verðmætum sem felast í minjum?

Þjóðlönd Íslands

Snorri Baldursson skrifar

Umhverfisráðuneytið hefur hafið vinnu sem miðar að því að sameina stjórnun og umsýslu friðlanda, þjóðgarða og þjóðskóga, alls um 20.000 km2, í nýrri stofnun sem hefur vinnuheitið „Þjóðgarðastofnun Íslands“. Núverandi fyrirkomulag er þannig að þrjár stofnanir fara með stjórn þriggja þjóðgarða: Þingvallanefnd/Alþingi hefur umsjón með Þingvallaþjóðgarði, Umhverfisstofnun með Þjóðgarðinum Snæfellsnesi og öðrum svæðum sem friðlýst eru samkvæmt náttúruverndarlögum, og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur umsjón með Vatnajökulsþjóðgarði. Skógrækt ríkisins hefur umsjón með þjóðskógum og Landgræðsla ríkisins með landgræðslusvæðum.

Félagsleg samheldni skilar meiru en einstaklingshyggja

Elín Björg Jónsdóttir skrifar

Á nýafstöðnum aðalfundi BSRB hélt danski hagfræðiprófessorinn Torben M. Andersen erindi um skattbyrði og hagkvæmni velferðarkerfa Norðurlandanna. Ein helsta niðurstaða rannsókna hans er að fólk á Norðurlöndum sættir sig við að greiða skatta á meðan það hefur trú á því að skattpeningum þeirra sé vel varið. Meirihluti Norðurlandabúa telur hag sínum best borgið með því að greiða nokkuð háa skatta til að geta haldið uppi öflugu velferðarkerfi.

Sögubrot af þjóðum

Sögulegur samanburður orkar alltaf tvímælis. Sagan endurtekur sig ekki, en hún getur búið til hliðstæður, þegar dæmafáar aðstæður þjóða spretta af svipuðum toga. Um þetta eru fjölmörg dæmi. Við Íslendingar erum ekkert einstætt sögulegt fyrirbæri. Fleiri þjóðir hafa þurft að glíma við óvænt og þungbær áföll. Sennilega hefur engin þjóð í Evrópu orðið fyrir eins miklu allsherjar sálarlegu áfalli og upplausn sem þýska þjóðin eftir fyrri heimsstyrjöldina. Það er ekki ófróðlegt að fara yfir viðbrögð þeirra og síðan okkar eftir hrunið.

Opið bréf til þingmanna Samfylkingarinnar

Inga Sigrún Atladóttir skrifar

Á landsfundi Samfylkingarinnar helgina 21.-23. október voru kynntar ýmsar nýjungar til að bæta flokkstarfið. Enn fremur var farið yfir glæsilegan árangur í stjórnun landsmálanna og gerð grein fyrir ýmsum erfiðum hindrunum sem hafa verið á leiðinni. Fundurinn sýndi að flokkurinn er samstæður og sterkur, tilbúinn í ný verkefni.

Sjá næstu 50 greinar