Fögnum með framhaldsskólanemum Andri Steinn Hilmarsson skrifar 17. nóvember 2011 12:34 Ekki láta þér bregða rekist þú á hóp námsmanna hlaupandi um stræti borgarinnar brosandi út að eyrum. Í dag fögnum við nefnilega alþjóðlegum degi námsmanna. Í áraraðir hefur 17. nóvember verið haldinn hátíðlegur en uppruna dagsins má rekja aftur til ársins 1939, þegar Þjóðverjar réðust inn í Tékkóslóvakíu. Meðal þeirra sem börðust gegn hersetu þjóðverja voru námsmenn. Á þjóðhátíðardegi Tékkóslóvakíu flykktust námsmenn út á götur Prag og mótmæltu, en mættu harkalegum viðbrögðum. Jan Opletal, leiðtogi námsmanna, særðist illa í þessum mótmælum en lést stuttu síðar af sárum sínum. Mörg þúsund landsmenn fylgdu honum til grafar og í kjölfarið var efnt til annara mótmæla þann 17. nóvember. Þann dag voru 9 mótmælendur teknir af lífi og aðrir 1200 sendir í útrýmingarbúðir nasista og skólum landsins lokað. Þremur árum síðar var 17.nóvember viðurkenndur sem alþjóðlegur dagur námsmanna. Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) hefur frá árinu 2007 staðið vörð um áunnin réttindi framhaldsskólanema á íslandi og barist fyrir bættum kjörum. Áður höfðu félög á borð við Iðnnemasamband Íslands, Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema, og Félag framhaldsskólanema sinnt hagsmunagæslu og byggt þær stoðir er SÍF byggir nú á. Í dag eiga allir framhaldsskólar á Íslandi aðild að félaginu og eiga framhaldsskólanemar nú í fyrsta sinn sameiginlegann málsvara sem haldið getur uppi þeirra vörnum. Við erum að upplifa undarlega tíma, mikill niðurskurður hefur orðið í þjóðfélaginu og framhaldsskólanemar þurfa að lifa í stöðugum ótta við það, að í næsta skipti er niðurskurðarhnífurinn er hafinn á loft, gangi hann okkur of nærri. Forræðishyggja skólayfirvalda hefur náð nýjum hæðum og fá framhaldsskólanemar varla að draga andann án samþykkis yfirvalda. Svo þegar að þú mætir framhaldsskólanema á morgun, þá ættir þú að stöðva hann, og spyrja hann, svona til tilbreytingar, hvað honum finnist. Því þegar uppi er staðið, eru þetta hagsmunir okkra allra, og skoðanir okkar eiga alltaf rétt á sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ekki láta þér bregða rekist þú á hóp námsmanna hlaupandi um stræti borgarinnar brosandi út að eyrum. Í dag fögnum við nefnilega alþjóðlegum degi námsmanna. Í áraraðir hefur 17. nóvember verið haldinn hátíðlegur en uppruna dagsins má rekja aftur til ársins 1939, þegar Þjóðverjar réðust inn í Tékkóslóvakíu. Meðal þeirra sem börðust gegn hersetu þjóðverja voru námsmenn. Á þjóðhátíðardegi Tékkóslóvakíu flykktust námsmenn út á götur Prag og mótmæltu, en mættu harkalegum viðbrögðum. Jan Opletal, leiðtogi námsmanna, særðist illa í þessum mótmælum en lést stuttu síðar af sárum sínum. Mörg þúsund landsmenn fylgdu honum til grafar og í kjölfarið var efnt til annara mótmæla þann 17. nóvember. Þann dag voru 9 mótmælendur teknir af lífi og aðrir 1200 sendir í útrýmingarbúðir nasista og skólum landsins lokað. Þremur árum síðar var 17.nóvember viðurkenndur sem alþjóðlegur dagur námsmanna. Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) hefur frá árinu 2007 staðið vörð um áunnin réttindi framhaldsskólanema á íslandi og barist fyrir bættum kjörum. Áður höfðu félög á borð við Iðnnemasamband Íslands, Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema, og Félag framhaldsskólanema sinnt hagsmunagæslu og byggt þær stoðir er SÍF byggir nú á. Í dag eiga allir framhaldsskólar á Íslandi aðild að félaginu og eiga framhaldsskólanemar nú í fyrsta sinn sameiginlegann málsvara sem haldið getur uppi þeirra vörnum. Við erum að upplifa undarlega tíma, mikill niðurskurður hefur orðið í þjóðfélaginu og framhaldsskólanemar þurfa að lifa í stöðugum ótta við það, að í næsta skipti er niðurskurðarhnífurinn er hafinn á loft, gangi hann okkur of nærri. Forræðishyggja skólayfirvalda hefur náð nýjum hæðum og fá framhaldsskólanemar varla að draga andann án samþykkis yfirvalda. Svo þegar að þú mætir framhaldsskólanema á morgun, þá ættir þú að stöðva hann, og spyrja hann, svona til tilbreytingar, hvað honum finnist. Því þegar uppi er staðið, eru þetta hagsmunir okkra allra, og skoðanir okkar eiga alltaf rétt á sér.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar