Fram á við í móttöku flóttamanna Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar 16. nóvember 2011 07:00 Flóttamaður er manneskja sem flúið hefur eigið land og er ofsótt vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, félagsstarfa eða stjórnmálaskoðana. Hvort sem flóttinn er vegna stríðsástands eða ofsókna þá á hún að öllum líkindum ekki afturkvæmt og litla möguleika á því að lifa frjáls og óttalaus við núverandi aðstæður. Flóttamaður getur einnig verið ríkisfangslaus. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna metur neyð fólks og forgangsraðar og á hverju ári kemur ákall frá stofnuninni til alþjóðasamfélagsins og þar með til Íslands um að taka á móti flóttafólki. Þrátt fyrir að reynt sé að gæta öryggis fólks í flóttamannabúðum þá búa alltof margir við hörmulegar aðstæður og við stöðugan ótta. Helsta von fólks er að vera boðin vernd í nýju landi. Þegar íslenska flóttamannanefndin ákvað að fara inn í flóttamannabúðirnar í Al-Waleed í Írak sýndum við fordæmi sem reyndist skipta verulegu máli: Aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið. Nýlega gaf Sigríður Víðis Jónsdóttir út bókina Ríkisfang: Ekkert og þar segir hún frá konum og börnum sem komu frá flóttamannabúðunum og settust að á Akranesi. Í bókinni lýsir hún kaldranalegum aðstæðum í flóttamannabúðum þar sem möguleikarnir á því að skapa sér viðunandi lífsviðurværi eru engir. Hún segir sögu þeirra og gefur fólki tækifæri til að sjá inn í heim sem flestum er fjarlægur og framandi. Bók Sigríðar Víðis er ómetanlegt framlag til málefna flóttamanna á Íslandi og ekki síður umfjöllunin í kjölfar útgáfu bókarinnar. Hún hefur orðið kveikja að áhuga og umræðum um ábyrgð Íslands og nú er okkar að fylgja því eftir í framkvæmd. Móttaka kvótaflóttamanna á að vera ofarlega í forgangsröðinni því Ísland er mjög vel í stakk búið að taka á móti flóttafólki. Það er slæmur siður að horfa eingöngu á efnahagslega burði og ávinning af hinu og þessu. Samfélagslegir burðir eru svo sannarlega til staðar á Íslandi. Hér er nægjanlegt landrými, vatn og fæða og undirstöður samfélagsins eru sterkar. Móttökuferlið á Íslandi hefur þótt til fyrirmyndar á margan hátt. Það að vera sjálfstæð þjóð snýst ekki síst um að taka ábyrgð og vera fullorðin í samfélagi þjóðanna. Einn flóttamaður án vonar er einum of mikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Flóttamaður er manneskja sem flúið hefur eigið land og er ofsótt vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, félagsstarfa eða stjórnmálaskoðana. Hvort sem flóttinn er vegna stríðsástands eða ofsókna þá á hún að öllum líkindum ekki afturkvæmt og litla möguleika á því að lifa frjáls og óttalaus við núverandi aðstæður. Flóttamaður getur einnig verið ríkisfangslaus. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna metur neyð fólks og forgangsraðar og á hverju ári kemur ákall frá stofnuninni til alþjóðasamfélagsins og þar með til Íslands um að taka á móti flóttafólki. Þrátt fyrir að reynt sé að gæta öryggis fólks í flóttamannabúðum þá búa alltof margir við hörmulegar aðstæður og við stöðugan ótta. Helsta von fólks er að vera boðin vernd í nýju landi. Þegar íslenska flóttamannanefndin ákvað að fara inn í flóttamannabúðirnar í Al-Waleed í Írak sýndum við fordæmi sem reyndist skipta verulegu máli: Aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið. Nýlega gaf Sigríður Víðis Jónsdóttir út bókina Ríkisfang: Ekkert og þar segir hún frá konum og börnum sem komu frá flóttamannabúðunum og settust að á Akranesi. Í bókinni lýsir hún kaldranalegum aðstæðum í flóttamannabúðum þar sem möguleikarnir á því að skapa sér viðunandi lífsviðurværi eru engir. Hún segir sögu þeirra og gefur fólki tækifæri til að sjá inn í heim sem flestum er fjarlægur og framandi. Bók Sigríðar Víðis er ómetanlegt framlag til málefna flóttamanna á Íslandi og ekki síður umfjöllunin í kjölfar útgáfu bókarinnar. Hún hefur orðið kveikja að áhuga og umræðum um ábyrgð Íslands og nú er okkar að fylgja því eftir í framkvæmd. Móttaka kvótaflóttamanna á að vera ofarlega í forgangsröðinni því Ísland er mjög vel í stakk búið að taka á móti flóttafólki. Það er slæmur siður að horfa eingöngu á efnahagslega burði og ávinning af hinu og þessu. Samfélagslegir burðir eru svo sannarlega til staðar á Íslandi. Hér er nægjanlegt landrými, vatn og fæða og undirstöður samfélagsins eru sterkar. Móttökuferlið á Íslandi hefur þótt til fyrirmyndar á margan hátt. Það að vera sjálfstæð þjóð snýst ekki síst um að taka ábyrgð og vera fullorðin í samfélagi þjóðanna. Einn flóttamaður án vonar er einum of mikið.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar