Snjór eða vatn? Guðný Dóra Gestsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 18. nóvember 2011 14:30 Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem haldinn var föstudaginn 4. nóvember, var samþykkt tillaga þess efnis að óska eftir samstarfi við ráðuneyti ferðamála um uppbyggingu snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Krafan um snjóframleiðslu í Bláfjöllum hefur verið nokkuð hávær undanfarið og finnst skíðafólki því stórlega mismunað í samanburði við aðrar íþróttagreinar hvað varðar uppbyggingu íþróttamannvirkja, að sögn Skíðaráðs Reykjavíkur. Undirrituðum finnst þessi samþykkt skjóta nokkuð skökku við, þar sem á fundi á vegum SSH hinn 31. október sl., þar sem skýrsla um áhættumat vegna vatnsverndar í Bláfjöllum var kynnt, vöruðu flestir þeirra sem tóku til máls á fundinum við því að hafin yrði snjóframleiðsla í Bláfjöllum, þar til frekari rannsóknir á Bláfjallasvæðinu í heild sinni hefðu farið fram. Það vekur furðu okkar að Ásgerður Halldórsdóttir, formaður SSH, skuli ætla að þröngva fram ákvörðunum um snjóframleiðslu og líta framhjá þeirri staðreynd að svæðið er á vatnsverndarsvæði. Það er einkennileg forgangsröðun. Á fundinum hinn 31. október var jafnframt bent á að skíðasvæðið væri hluti af Bláfjallafólkvangi og það er mikilvægt að skipuleggja svæðið sem heild áður en ákvarðanir eru teknar um einstaka framkvæmdir eða skika, þ.m.t. Þríhnjúkagíg og Heiðmerkursvæðið. Bláfjallasvæðið er vatnsverndarsvæði höfðuðborgarsvæðisins og treysta íbúar því að fá hreint neysluvatn um ókomin ár. Vatn er mannréttindi og ef við viljum tryggja komandi kynslóðum þau mannréttindi verðum við að gæta þess að spilla ekki vatnsverndarsvæði þeirra. Það er kominn tími á endurnýjun á ýmsum búnaði í Bláfjöllum og ákvörðun um slíkt virðist byggjast á ákvörðun um snjóframleiðslu. Slíka ákvörðun er ekki hægt að taka fyrr en heildstæðar upplýsingar um vatnsverndina og um áhrif athafna á svæðinu liggja fyrir. Mikilvægt er að hraða slíkri vinnu en hún mun samt taka sinn tíma. Skíðafólk verður að sýna biðlund og vonandi vill það, sem og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu, að vatnið njóti vafans þangað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem haldinn var föstudaginn 4. nóvember, var samþykkt tillaga þess efnis að óska eftir samstarfi við ráðuneyti ferðamála um uppbyggingu snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Krafan um snjóframleiðslu í Bláfjöllum hefur verið nokkuð hávær undanfarið og finnst skíðafólki því stórlega mismunað í samanburði við aðrar íþróttagreinar hvað varðar uppbyggingu íþróttamannvirkja, að sögn Skíðaráðs Reykjavíkur. Undirrituðum finnst þessi samþykkt skjóta nokkuð skökku við, þar sem á fundi á vegum SSH hinn 31. október sl., þar sem skýrsla um áhættumat vegna vatnsverndar í Bláfjöllum var kynnt, vöruðu flestir þeirra sem tóku til máls á fundinum við því að hafin yrði snjóframleiðsla í Bláfjöllum, þar til frekari rannsóknir á Bláfjallasvæðinu í heild sinni hefðu farið fram. Það vekur furðu okkar að Ásgerður Halldórsdóttir, formaður SSH, skuli ætla að þröngva fram ákvörðunum um snjóframleiðslu og líta framhjá þeirri staðreynd að svæðið er á vatnsverndarsvæði. Það er einkennileg forgangsröðun. Á fundinum hinn 31. október var jafnframt bent á að skíðasvæðið væri hluti af Bláfjallafólkvangi og það er mikilvægt að skipuleggja svæðið sem heild áður en ákvarðanir eru teknar um einstaka framkvæmdir eða skika, þ.m.t. Þríhnjúkagíg og Heiðmerkursvæðið. Bláfjallasvæðið er vatnsverndarsvæði höfðuðborgarsvæðisins og treysta íbúar því að fá hreint neysluvatn um ókomin ár. Vatn er mannréttindi og ef við viljum tryggja komandi kynslóðum þau mannréttindi verðum við að gæta þess að spilla ekki vatnsverndarsvæði þeirra. Það er kominn tími á endurnýjun á ýmsum búnaði í Bláfjöllum og ákvörðun um slíkt virðist byggjast á ákvörðun um snjóframleiðslu. Slíka ákvörðun er ekki hægt að taka fyrr en heildstæðar upplýsingar um vatnsverndina og um áhrif athafna á svæðinu liggja fyrir. Mikilvægt er að hraða slíkri vinnu en hún mun samt taka sinn tíma. Skíðafólk verður að sýna biðlund og vonandi vill það, sem og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu, að vatnið njóti vafans þangað til.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun