Snjór eða vatn? Guðný Dóra Gestsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 18. nóvember 2011 14:30 Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem haldinn var föstudaginn 4. nóvember, var samþykkt tillaga þess efnis að óska eftir samstarfi við ráðuneyti ferðamála um uppbyggingu snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Krafan um snjóframleiðslu í Bláfjöllum hefur verið nokkuð hávær undanfarið og finnst skíðafólki því stórlega mismunað í samanburði við aðrar íþróttagreinar hvað varðar uppbyggingu íþróttamannvirkja, að sögn Skíðaráðs Reykjavíkur. Undirrituðum finnst þessi samþykkt skjóta nokkuð skökku við, þar sem á fundi á vegum SSH hinn 31. október sl., þar sem skýrsla um áhættumat vegna vatnsverndar í Bláfjöllum var kynnt, vöruðu flestir þeirra sem tóku til máls á fundinum við því að hafin yrði snjóframleiðsla í Bláfjöllum, þar til frekari rannsóknir á Bláfjallasvæðinu í heild sinni hefðu farið fram. Það vekur furðu okkar að Ásgerður Halldórsdóttir, formaður SSH, skuli ætla að þröngva fram ákvörðunum um snjóframleiðslu og líta framhjá þeirri staðreynd að svæðið er á vatnsverndarsvæði. Það er einkennileg forgangsröðun. Á fundinum hinn 31. október var jafnframt bent á að skíðasvæðið væri hluti af Bláfjallafólkvangi og það er mikilvægt að skipuleggja svæðið sem heild áður en ákvarðanir eru teknar um einstaka framkvæmdir eða skika, þ.m.t. Þríhnjúkagíg og Heiðmerkursvæðið. Bláfjallasvæðið er vatnsverndarsvæði höfðuðborgarsvæðisins og treysta íbúar því að fá hreint neysluvatn um ókomin ár. Vatn er mannréttindi og ef við viljum tryggja komandi kynslóðum þau mannréttindi verðum við að gæta þess að spilla ekki vatnsverndarsvæði þeirra. Það er kominn tími á endurnýjun á ýmsum búnaði í Bláfjöllum og ákvörðun um slíkt virðist byggjast á ákvörðun um snjóframleiðslu. Slíka ákvörðun er ekki hægt að taka fyrr en heildstæðar upplýsingar um vatnsverndina og um áhrif athafna á svæðinu liggja fyrir. Mikilvægt er að hraða slíkri vinnu en hún mun samt taka sinn tíma. Skíðafólk verður að sýna biðlund og vonandi vill það, sem og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu, að vatnið njóti vafans þangað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem haldinn var föstudaginn 4. nóvember, var samþykkt tillaga þess efnis að óska eftir samstarfi við ráðuneyti ferðamála um uppbyggingu snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Krafan um snjóframleiðslu í Bláfjöllum hefur verið nokkuð hávær undanfarið og finnst skíðafólki því stórlega mismunað í samanburði við aðrar íþróttagreinar hvað varðar uppbyggingu íþróttamannvirkja, að sögn Skíðaráðs Reykjavíkur. Undirrituðum finnst þessi samþykkt skjóta nokkuð skökku við, þar sem á fundi á vegum SSH hinn 31. október sl., þar sem skýrsla um áhættumat vegna vatnsverndar í Bláfjöllum var kynnt, vöruðu flestir þeirra sem tóku til máls á fundinum við því að hafin yrði snjóframleiðsla í Bláfjöllum, þar til frekari rannsóknir á Bláfjallasvæðinu í heild sinni hefðu farið fram. Það vekur furðu okkar að Ásgerður Halldórsdóttir, formaður SSH, skuli ætla að þröngva fram ákvörðunum um snjóframleiðslu og líta framhjá þeirri staðreynd að svæðið er á vatnsverndarsvæði. Það er einkennileg forgangsröðun. Á fundinum hinn 31. október var jafnframt bent á að skíðasvæðið væri hluti af Bláfjallafólkvangi og það er mikilvægt að skipuleggja svæðið sem heild áður en ákvarðanir eru teknar um einstaka framkvæmdir eða skika, þ.m.t. Þríhnjúkagíg og Heiðmerkursvæðið. Bláfjallasvæðið er vatnsverndarsvæði höfðuðborgarsvæðisins og treysta íbúar því að fá hreint neysluvatn um ókomin ár. Vatn er mannréttindi og ef við viljum tryggja komandi kynslóðum þau mannréttindi verðum við að gæta þess að spilla ekki vatnsverndarsvæði þeirra. Það er kominn tími á endurnýjun á ýmsum búnaði í Bláfjöllum og ákvörðun um slíkt virðist byggjast á ákvörðun um snjóframleiðslu. Slíka ákvörðun er ekki hægt að taka fyrr en heildstæðar upplýsingar um vatnsverndina og um áhrif athafna á svæðinu liggja fyrir. Mikilvægt er að hraða slíkri vinnu en hún mun samt taka sinn tíma. Skíðafólk verður að sýna biðlund og vonandi vill það, sem og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu, að vatnið njóti vafans þangað til.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar