Aldur og atgervi Jónína Michaelsdóttir skrifar 22. nóvember 2011 06:00 Það var gaman að sjá myndina um Thorsarana í sjónvarpinu, ekki síst myndir frá löngu liðnum tíma. Ævisaga hins merka brautryðjanda Thors Jensen, skrásett af Valtý Stefánssyni, kom út árið 1955, var mikið lesin. Það munaði mikið um þennan mann sem virðist bæði hafa verið hugmyndaríkur og traustur athafnamaður og góð manneskja. Hann hugsaði hátt og gafst ekki upp í lægðunum. Þegar ég las bókina í fyrsta skipti á unglingsárunum staldraði ég við eftirfarandi setningar: „Eftir að ég hafði fest kaup á Korpúlfsstöðum, fór ég að hugleiða að þarna kynni að vera verkefni fyrir mig. Ég var ekki nema sextugur maður." Enginn sem ég þekkti á þessum árum og jafnan síðan hefur tekið svona til orða: „Ég er ekki nema sextugur maður!" Það væri þá helst á allra síðustu árum, því að í dag geta bæði sextugir og sjötugir byrjað á nýju og spennandi verkefni, ef hugmyndaflugið er virkjað og heilsan er í góðu lagi. Bjart og svartTil er fólk sem virðist alltaf vera geislandi glatt, alltaf til í að prófa eitthvað nýtt, lítur aldrei á neitt sem fyrirhöfn eða vesen. Munar ekkert um viðvik hér og þar. Þetta fólk auðgar auðvitað umhverfi sitt og þegar árin færast yfir það breytist vitundin ekkert. Æskugleðin og þrótturinn víkur aldrei frá þeim. Svo eru aðrir sem lokast inni í þröngsýni og hafa jafnan augun á því sem er að. Taka sjálfa sig óþarflega hátíðlega, og leyfa hvers kyns fordómum að dafna innra með sér. Þetta fólk verður gjarnan gamalt á vissan hátt þó að það sé ungt að árum. Aldur er sem sé ekki bara spurning um ár. Samt erum við býsna bundin af þessu fyrirbæri: Aldrinum. RamminnÁ sama hátt og við höfum breyst úr einstaklingum með nafn og föðurnafn í kennitölur, erum við hvert í sínu hólfi. Börnin verja deginum innan girðingar í umsjá leikskólakennara þangað til þau fara í skóla og síðar framhaldsskóla. Svo kemur hjónaband og atvinnulíf, þangað til þau ná eftirlaunaaldri. Þá eru þau orðin eldri Íslendingar og flytja gjarnan í húsakynni með öðrum slíkum. Sumir líta svo á, að þar með sé þetta fólk komið á hliðarlínuna, og ekki lengur virkir aðilar í samfélaginu. Þeim er frjálst að hafa þá skoðun, en það er ekki í lagi ef 67 og eldri láta það hafa áhrif á sig og fara að trúa því sjálfir. Góður vinur minn tók á sínum tíma við virtu, en litlu fyrirtæki í Reykjavík. Hann var á margan hátt á undan sinni samtíð og tók upp nýjungar sem vöktu athygli og virðingu. Nokkrum mánuðum eftir að hann fór á eftirlaun var honum boðið í teiti á þessum vinnustað sem nú var í höndunum á ungum mönnum. Tveir þeirra voru að ræða um fyrirtækið við hann og töluðu eins og hann vissi ekkert um það. Þegar þekking hans á fyrirtækinu kom fram í samtalinu horfðu ungu mennirnir steinhissa og glaðlega á hann. „Sko þig!" Í samfélagi sem er að búa til aldursstéttarskiptingu, verða svona óvitar til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var gaman að sjá myndina um Thorsarana í sjónvarpinu, ekki síst myndir frá löngu liðnum tíma. Ævisaga hins merka brautryðjanda Thors Jensen, skrásett af Valtý Stefánssyni, kom út árið 1955, var mikið lesin. Það munaði mikið um þennan mann sem virðist bæði hafa verið hugmyndaríkur og traustur athafnamaður og góð manneskja. Hann hugsaði hátt og gafst ekki upp í lægðunum. Þegar ég las bókina í fyrsta skipti á unglingsárunum staldraði ég við eftirfarandi setningar: „Eftir að ég hafði fest kaup á Korpúlfsstöðum, fór ég að hugleiða að þarna kynni að vera verkefni fyrir mig. Ég var ekki nema sextugur maður." Enginn sem ég þekkti á þessum árum og jafnan síðan hefur tekið svona til orða: „Ég er ekki nema sextugur maður!" Það væri þá helst á allra síðustu árum, því að í dag geta bæði sextugir og sjötugir byrjað á nýju og spennandi verkefni, ef hugmyndaflugið er virkjað og heilsan er í góðu lagi. Bjart og svartTil er fólk sem virðist alltaf vera geislandi glatt, alltaf til í að prófa eitthvað nýtt, lítur aldrei á neitt sem fyrirhöfn eða vesen. Munar ekkert um viðvik hér og þar. Þetta fólk auðgar auðvitað umhverfi sitt og þegar árin færast yfir það breytist vitundin ekkert. Æskugleðin og þrótturinn víkur aldrei frá þeim. Svo eru aðrir sem lokast inni í þröngsýni og hafa jafnan augun á því sem er að. Taka sjálfa sig óþarflega hátíðlega, og leyfa hvers kyns fordómum að dafna innra með sér. Þetta fólk verður gjarnan gamalt á vissan hátt þó að það sé ungt að árum. Aldur er sem sé ekki bara spurning um ár. Samt erum við býsna bundin af þessu fyrirbæri: Aldrinum. RamminnÁ sama hátt og við höfum breyst úr einstaklingum með nafn og föðurnafn í kennitölur, erum við hvert í sínu hólfi. Börnin verja deginum innan girðingar í umsjá leikskólakennara þangað til þau fara í skóla og síðar framhaldsskóla. Svo kemur hjónaband og atvinnulíf, þangað til þau ná eftirlaunaaldri. Þá eru þau orðin eldri Íslendingar og flytja gjarnan í húsakynni með öðrum slíkum. Sumir líta svo á, að þar með sé þetta fólk komið á hliðarlínuna, og ekki lengur virkir aðilar í samfélaginu. Þeim er frjálst að hafa þá skoðun, en það er ekki í lagi ef 67 og eldri láta það hafa áhrif á sig og fara að trúa því sjálfir. Góður vinur minn tók á sínum tíma við virtu, en litlu fyrirtæki í Reykjavík. Hann var á margan hátt á undan sinni samtíð og tók upp nýjungar sem vöktu athygli og virðingu. Nokkrum mánuðum eftir að hann fór á eftirlaun var honum boðið í teiti á þessum vinnustað sem nú var í höndunum á ungum mönnum. Tveir þeirra voru að ræða um fyrirtækið við hann og töluðu eins og hann vissi ekkert um það. Þegar þekking hans á fyrirtækinu kom fram í samtalinu horfðu ungu mennirnir steinhissa og glaðlega á hann. „Sko þig!" Í samfélagi sem er að búa til aldursstéttarskiptingu, verða svona óvitar til.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun