Þankar um landnýtingu Grímsstaða Ari Teitsson skrifar 16. nóvember 2011 06:00 Haustmyrkrið hefur nú lagst yfir Grímsstaði á Fjöllum. Fólk sem hafði þar skamma dvöl yfir hásumarið er horfið til vetrarsetu í fjölmennara umhverfi og aðeins ljós í gluggum á einu húsi. Það ljós skiptir þó vegfarendur miklu máli enda eina ljósið við þjóðveginn á 110 km leið milli byggða Norður- og Austurlands. En fólkinu fækkar víðar. Margir Þingeyingar hverfa brott að hausti, flestir til náms. Þeir koma ekki allir aftur að vori, ekki af því að það viljann vanti, heldur miklu fremur af því að störf skortir. Störf sem byggjast á að nýta þau gæði sem landið býður, því löngu er orðið ljóst að öll þjónusta og stjórnsýsla þessa lands sem vista má á höfuðborgarsvæðinu skal vera þar. Nýtingu landsins gæða eru þó takmörk sett. Í raun á enginn landið heldur fær hver kynslóð það að láni til afnota sem eru þó miklum takmörkunum háð. Þessar takmarkanir eiga að tryggja að landið nýtist þjóðinni í heild sem best án þess að skerða möguleika komandi kynslóða. Illu heilli voru þó eignarheimildir einstaklinga á landi styrktar um of við breytingar á jarðalögum 2004. Ofan af því verður undið, því í síbreytilegum sveltandi heimi verður landbúnaðarland hvers tíma nýtt til matvælaframleiðslu. Þingeyingar og raunar þjóðin öll hljóta að fagna hverju frumkvæði til að nýta tækifæri landsins, skapa störf í dreifbýli og styrkja byggðajafnvægi. Hvort frumkvæðið kemur frá íslenskum, þýskum eða kínverskum útrásarvíkingi ætti ekki að skipta máli. Þó er traust til þess íslenska í lágmarki og sá kínverski líklegastur til að færa þjóðinni nýja hugsun og nýja sýn. Mestu skiptir að lagaumhverfi tryggi að landið sé nýtt í þágu þjóðarhags í bráð og lengd. Því miður skiptir nýting í bráð mjög miklu máli því takist ekki að stöðva fólksflótta hvort heldur sem er frá Þingeyjarsýslum eða Íslandi getum við fámennis vegna tæplega vænst þess að halda yfirráðum yfir landinu í sveltandi þröngbýlum heimi. Á næstu dögum verður tekin ákvörðun um nýtingu lands Grímsstaða á Fjöllum næstu áratugi, valið stendur um að landið verið áfram lítt nýtt auðn eða þar verði byggð upp atvinnustarfsemi sem skapar fjölda starfa og tækifæri sem nýtast munu tveimur landsfjórðungum. Augljóst virðist hvor kosturinn verður valinn. Spurningin er því miklu fremur hvort íslensk löggjöf tryggi sameiginlega íslenska hagsmuni við nýtingu á íslensku landi. Því verður löggjafinn að svara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Haustmyrkrið hefur nú lagst yfir Grímsstaði á Fjöllum. Fólk sem hafði þar skamma dvöl yfir hásumarið er horfið til vetrarsetu í fjölmennara umhverfi og aðeins ljós í gluggum á einu húsi. Það ljós skiptir þó vegfarendur miklu máli enda eina ljósið við þjóðveginn á 110 km leið milli byggða Norður- og Austurlands. En fólkinu fækkar víðar. Margir Þingeyingar hverfa brott að hausti, flestir til náms. Þeir koma ekki allir aftur að vori, ekki af því að það viljann vanti, heldur miklu fremur af því að störf skortir. Störf sem byggjast á að nýta þau gæði sem landið býður, því löngu er orðið ljóst að öll þjónusta og stjórnsýsla þessa lands sem vista má á höfuðborgarsvæðinu skal vera þar. Nýtingu landsins gæða eru þó takmörk sett. Í raun á enginn landið heldur fær hver kynslóð það að láni til afnota sem eru þó miklum takmörkunum háð. Þessar takmarkanir eiga að tryggja að landið nýtist þjóðinni í heild sem best án þess að skerða möguleika komandi kynslóða. Illu heilli voru þó eignarheimildir einstaklinga á landi styrktar um of við breytingar á jarðalögum 2004. Ofan af því verður undið, því í síbreytilegum sveltandi heimi verður landbúnaðarland hvers tíma nýtt til matvælaframleiðslu. Þingeyingar og raunar þjóðin öll hljóta að fagna hverju frumkvæði til að nýta tækifæri landsins, skapa störf í dreifbýli og styrkja byggðajafnvægi. Hvort frumkvæðið kemur frá íslenskum, þýskum eða kínverskum útrásarvíkingi ætti ekki að skipta máli. Þó er traust til þess íslenska í lágmarki og sá kínverski líklegastur til að færa þjóðinni nýja hugsun og nýja sýn. Mestu skiptir að lagaumhverfi tryggi að landið sé nýtt í þágu þjóðarhags í bráð og lengd. Því miður skiptir nýting í bráð mjög miklu máli því takist ekki að stöðva fólksflótta hvort heldur sem er frá Þingeyjarsýslum eða Íslandi getum við fámennis vegna tæplega vænst þess að halda yfirráðum yfir landinu í sveltandi þröngbýlum heimi. Á næstu dögum verður tekin ákvörðun um nýtingu lands Grímsstaða á Fjöllum næstu áratugi, valið stendur um að landið verið áfram lítt nýtt auðn eða þar verði byggð upp atvinnustarfsemi sem skapar fjölda starfa og tækifæri sem nýtast munu tveimur landsfjórðungum. Augljóst virðist hvor kosturinn verður valinn. Spurningin er því miklu fremur hvort íslensk löggjöf tryggi sameiginlega íslenska hagsmuni við nýtingu á íslensku landi. Því verður löggjafinn að svara.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar