Þankar um landnýtingu Grímsstaða Ari Teitsson skrifar 16. nóvember 2011 06:00 Haustmyrkrið hefur nú lagst yfir Grímsstaði á Fjöllum. Fólk sem hafði þar skamma dvöl yfir hásumarið er horfið til vetrarsetu í fjölmennara umhverfi og aðeins ljós í gluggum á einu húsi. Það ljós skiptir þó vegfarendur miklu máli enda eina ljósið við þjóðveginn á 110 km leið milli byggða Norður- og Austurlands. En fólkinu fækkar víðar. Margir Þingeyingar hverfa brott að hausti, flestir til náms. Þeir koma ekki allir aftur að vori, ekki af því að það viljann vanti, heldur miklu fremur af því að störf skortir. Störf sem byggjast á að nýta þau gæði sem landið býður, því löngu er orðið ljóst að öll þjónusta og stjórnsýsla þessa lands sem vista má á höfuðborgarsvæðinu skal vera þar. Nýtingu landsins gæða eru þó takmörk sett. Í raun á enginn landið heldur fær hver kynslóð það að láni til afnota sem eru þó miklum takmörkunum háð. Þessar takmarkanir eiga að tryggja að landið nýtist þjóðinni í heild sem best án þess að skerða möguleika komandi kynslóða. Illu heilli voru þó eignarheimildir einstaklinga á landi styrktar um of við breytingar á jarðalögum 2004. Ofan af því verður undið, því í síbreytilegum sveltandi heimi verður landbúnaðarland hvers tíma nýtt til matvælaframleiðslu. Þingeyingar og raunar þjóðin öll hljóta að fagna hverju frumkvæði til að nýta tækifæri landsins, skapa störf í dreifbýli og styrkja byggðajafnvægi. Hvort frumkvæðið kemur frá íslenskum, þýskum eða kínverskum útrásarvíkingi ætti ekki að skipta máli. Þó er traust til þess íslenska í lágmarki og sá kínverski líklegastur til að færa þjóðinni nýja hugsun og nýja sýn. Mestu skiptir að lagaumhverfi tryggi að landið sé nýtt í þágu þjóðarhags í bráð og lengd. Því miður skiptir nýting í bráð mjög miklu máli því takist ekki að stöðva fólksflótta hvort heldur sem er frá Þingeyjarsýslum eða Íslandi getum við fámennis vegna tæplega vænst þess að halda yfirráðum yfir landinu í sveltandi þröngbýlum heimi. Á næstu dögum verður tekin ákvörðun um nýtingu lands Grímsstaða á Fjöllum næstu áratugi, valið stendur um að landið verið áfram lítt nýtt auðn eða þar verði byggð upp atvinnustarfsemi sem skapar fjölda starfa og tækifæri sem nýtast munu tveimur landsfjórðungum. Augljóst virðist hvor kosturinn verður valinn. Spurningin er því miklu fremur hvort íslensk löggjöf tryggi sameiginlega íslenska hagsmuni við nýtingu á íslensku landi. Því verður löggjafinn að svara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Haustmyrkrið hefur nú lagst yfir Grímsstaði á Fjöllum. Fólk sem hafði þar skamma dvöl yfir hásumarið er horfið til vetrarsetu í fjölmennara umhverfi og aðeins ljós í gluggum á einu húsi. Það ljós skiptir þó vegfarendur miklu máli enda eina ljósið við þjóðveginn á 110 km leið milli byggða Norður- og Austurlands. En fólkinu fækkar víðar. Margir Þingeyingar hverfa brott að hausti, flestir til náms. Þeir koma ekki allir aftur að vori, ekki af því að það viljann vanti, heldur miklu fremur af því að störf skortir. Störf sem byggjast á að nýta þau gæði sem landið býður, því löngu er orðið ljóst að öll þjónusta og stjórnsýsla þessa lands sem vista má á höfuðborgarsvæðinu skal vera þar. Nýtingu landsins gæða eru þó takmörk sett. Í raun á enginn landið heldur fær hver kynslóð það að láni til afnota sem eru þó miklum takmörkunum háð. Þessar takmarkanir eiga að tryggja að landið nýtist þjóðinni í heild sem best án þess að skerða möguleika komandi kynslóða. Illu heilli voru þó eignarheimildir einstaklinga á landi styrktar um of við breytingar á jarðalögum 2004. Ofan af því verður undið, því í síbreytilegum sveltandi heimi verður landbúnaðarland hvers tíma nýtt til matvælaframleiðslu. Þingeyingar og raunar þjóðin öll hljóta að fagna hverju frumkvæði til að nýta tækifæri landsins, skapa störf í dreifbýli og styrkja byggðajafnvægi. Hvort frumkvæðið kemur frá íslenskum, þýskum eða kínverskum útrásarvíkingi ætti ekki að skipta máli. Þó er traust til þess íslenska í lágmarki og sá kínverski líklegastur til að færa þjóðinni nýja hugsun og nýja sýn. Mestu skiptir að lagaumhverfi tryggi að landið sé nýtt í þágu þjóðarhags í bráð og lengd. Því miður skiptir nýting í bráð mjög miklu máli því takist ekki að stöðva fólksflótta hvort heldur sem er frá Þingeyjarsýslum eða Íslandi getum við fámennis vegna tæplega vænst þess að halda yfirráðum yfir landinu í sveltandi þröngbýlum heimi. Á næstu dögum verður tekin ákvörðun um nýtingu lands Grímsstaða á Fjöllum næstu áratugi, valið stendur um að landið verið áfram lítt nýtt auðn eða þar verði byggð upp atvinnustarfsemi sem skapar fjölda starfa og tækifæri sem nýtast munu tveimur landsfjórðungum. Augljóst virðist hvor kosturinn verður valinn. Spurningin er því miklu fremur hvort íslensk löggjöf tryggi sameiginlega íslenska hagsmuni við nýtingu á íslensku landi. Því verður löggjafinn að svara.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar