Samkeppni um bestu nemendurna? Björn M. Sigurjónsson skrifar 18. nóvember 2011 10:00 Á dögunum skrifaði Þorbjörg H. Vigfúsdóttir grein í Fréttablaðið þar sem hún reifaði skoðun á þeirri tilhögun að framhaldsskólar tækju fyrst og fremst inn nemendur úr þeim hverfum þar sem þeir starfa. Meginforsendan í grein Þorbjargar er að geti framhaldsskólar ekki keppt um bestu nemendurna hafi það slæm áhrif á metnað og hvöt nemenda til að standa sig vel í námi. Það gefur tilefni til þess að velta upp þeim sjónarmiðum sem varða samkeppni milli skóla, um bestu nemendur, um árangur nemendanna og hvernig æskilegt væri að meta árangur skóla. Það er staðreynd að nemendur sem hafa metnað fyrir góðum einkunnum og frammistöðu í skóla reyna að standast þau lágmörk sem sett eru fyrir inngöngu í tiltekna skóla. Hluti nemenda stenst þessi lágmörk og fáeinir bóknámsskólar velja sér nemendur úr þessum hópi. Hins vegar er óljóst hvort stjórnvöld hafa einhvern tíma sett framhaldsskólunum fyrir það verkefni að velja sér nemendur með þessum hætti. Líklegra er að þetta sé sjálfsprottið fyrirbæri, að fáeinir framhaldsskólar hafi einfaldlega fengið það upp í hendurnar að nemendur sækist eftir skólavist og skólastjórnendur hafi getað valið úr nemendum. En í því felst engin samkeppni milli skóla um nemendur. Ef ætlunin er að láta framhaldsskóla keppa innbyrðis þarf að skilgreina í hverju sú keppni ætti að vera fólgin. Hvaða árangur ættu framhaldsskólar að sýna og hvernig ætti að mæla þann árangur? Grundvöllur þess árangurs ætti að vera það hlutverk sem framhaldsskólum er ætlað í samfélaginu. Hlutverk framhaldsskólans er ekki nægilegt að skilgreina sem almenn yfirmarkmið í lögum heldur þarf að skilgreina þau sem áþreifanleg, sértæk og raunhæf markmið. Færni til þátttöku í samfélagi, atvinnulífi og lýðræðislegri umræðu virðist vera augljóst markmið en einnig lausnamiðun, sköpun, tækniþekking, félagsleg færni og ábyrgð í samskiptum. Þá má spyrja hvort kennsluaðferðir, námsefnisgerð, notkun rýmis og uppstokkun í félagslegu umhverfi skólanna séu ekki þættir sem þarf að endurskoða innan framhaldsskólanna. Nemendur hafa sjálfir uppgötvað að upptugga og endurtekning námsefnis í skólastofum er ekki sú færni sem nýtist þeim þegar út í atvinnulífið er komið. Þetta er ekki síst brýnt þegar tölur um brottfall nemenda eru í hæstu hæðum hérlendis og það er orðið alvarlegt félagslegt vandamál. Í þessu sambandi er það sérstakt umhugsunarefni að innan grunnskólans hafa átt sér stað heilmiklar breytingar til hins betra, sem stafa einmitt af þeirri áskorun að hafa fjölbreyttan nemendahóp innan hvers skóla. Þar er það ekki valkostur að skilja hluta nemendahópsins eftir á flæðiskeri og róa burt með afganginn. Í sömu viku og grein Þorbjargar birtist voru menntaverðlaun veitt Sjálandsskóla. Verðlaunin voru veitt fyrir framsæknar kennsluaðferðir, hugvitsamlega nýtingu húsnæðis, frumlega kennslu eins og útikennslu, áherslu á skapandi greinar og umhyggju fyrir nemendum. Þetta tekst í grunnskólum án þess að þeim sé att sérstaklega saman í samkeppni um nemendur. Framhaldsskólum er engin vorkunn að takast á við sams konar áskorun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifaði Þorbjörg H. Vigfúsdóttir grein í Fréttablaðið þar sem hún reifaði skoðun á þeirri tilhögun að framhaldsskólar tækju fyrst og fremst inn nemendur úr þeim hverfum þar sem þeir starfa. Meginforsendan í grein Þorbjargar er að geti framhaldsskólar ekki keppt um bestu nemendurna hafi það slæm áhrif á metnað og hvöt nemenda til að standa sig vel í námi. Það gefur tilefni til þess að velta upp þeim sjónarmiðum sem varða samkeppni milli skóla, um bestu nemendur, um árangur nemendanna og hvernig æskilegt væri að meta árangur skóla. Það er staðreynd að nemendur sem hafa metnað fyrir góðum einkunnum og frammistöðu í skóla reyna að standast þau lágmörk sem sett eru fyrir inngöngu í tiltekna skóla. Hluti nemenda stenst þessi lágmörk og fáeinir bóknámsskólar velja sér nemendur úr þessum hópi. Hins vegar er óljóst hvort stjórnvöld hafa einhvern tíma sett framhaldsskólunum fyrir það verkefni að velja sér nemendur með þessum hætti. Líklegra er að þetta sé sjálfsprottið fyrirbæri, að fáeinir framhaldsskólar hafi einfaldlega fengið það upp í hendurnar að nemendur sækist eftir skólavist og skólastjórnendur hafi getað valið úr nemendum. En í því felst engin samkeppni milli skóla um nemendur. Ef ætlunin er að láta framhaldsskóla keppa innbyrðis þarf að skilgreina í hverju sú keppni ætti að vera fólgin. Hvaða árangur ættu framhaldsskólar að sýna og hvernig ætti að mæla þann árangur? Grundvöllur þess árangurs ætti að vera það hlutverk sem framhaldsskólum er ætlað í samfélaginu. Hlutverk framhaldsskólans er ekki nægilegt að skilgreina sem almenn yfirmarkmið í lögum heldur þarf að skilgreina þau sem áþreifanleg, sértæk og raunhæf markmið. Færni til þátttöku í samfélagi, atvinnulífi og lýðræðislegri umræðu virðist vera augljóst markmið en einnig lausnamiðun, sköpun, tækniþekking, félagsleg færni og ábyrgð í samskiptum. Þá má spyrja hvort kennsluaðferðir, námsefnisgerð, notkun rýmis og uppstokkun í félagslegu umhverfi skólanna séu ekki þættir sem þarf að endurskoða innan framhaldsskólanna. Nemendur hafa sjálfir uppgötvað að upptugga og endurtekning námsefnis í skólastofum er ekki sú færni sem nýtist þeim þegar út í atvinnulífið er komið. Þetta er ekki síst brýnt þegar tölur um brottfall nemenda eru í hæstu hæðum hérlendis og það er orðið alvarlegt félagslegt vandamál. Í þessu sambandi er það sérstakt umhugsunarefni að innan grunnskólans hafa átt sér stað heilmiklar breytingar til hins betra, sem stafa einmitt af þeirri áskorun að hafa fjölbreyttan nemendahóp innan hvers skóla. Þar er það ekki valkostur að skilja hluta nemendahópsins eftir á flæðiskeri og róa burt með afganginn. Í sömu viku og grein Þorbjargar birtist voru menntaverðlaun veitt Sjálandsskóla. Verðlaunin voru veitt fyrir framsæknar kennsluaðferðir, hugvitsamlega nýtingu húsnæðis, frumlega kennslu eins og útikennslu, áherslu á skapandi greinar og umhyggju fyrir nemendum. Þetta tekst í grunnskólum án þess að þeim sé att sérstaklega saman í samkeppni um nemendur. Framhaldsskólum er engin vorkunn að takast á við sams konar áskorun.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun