Hjálp í neyð í íslenskum veruleika Ásgerður Flosadóttir skrifar 21. nóvember 2011 06:00 Fjölskylduhjálp Íslands er átta ára um þessar mundir og aldrei hefur starfsemin staðið frammi fyrir eins miklum þjóðfélagslegum erfiðleikum og nú. Manni fallast hendur og er fólk mjög áhyggjufullt fyrir komandi misseri. Það verða líklega þúsundir fjölskyldna sem leita til okkar eftir aðstoð nú fyrir þessi jól. Fjölskyldur hafa hreinlega ekki peninga til að framfleyta sér og sínum. Hef ég samanburðinn eftir 16 ár á þessum vettvangi. Margir loka á íslenska fátækt, reyna jafnvel að fela hana. Þeir viðurkenna ekki að til sé fátækt fólk á Íslandi. Það er svo auðvelt að fara í gegnum lífið án þess að kynnast í raun fátækt eða velta fátækt yfirleitt fyrir sér. Sem betur fer eru margir í öruggum störfum og við góða heilsu og allt gengur eftir uppskriftinni. Hvernig getum við ætlast til að fólk lifi á þeirri framfærslu sem því er úthlutað þegar þeir sem úthluta gætu aldrei gert hið sama. Enn þann dag í dag fæ ég spurningar eins og „ertu ennþá í þessu hjálparveseni?" eða „hvað er Fjölskylduhjálp Íslands"? Ég verð alltaf jafn hissa og spyr viðkomandi hvort hann hafi ekki séð myndir af húsinu í Eskihlíðinni þar sem fólk bíður í röðum eftir mataraðstoð? „Jú, mig rámar í það svarar viðkomandi". Ástandið verður mjög alvarlegt ef við getum ekki hjálpað þeim sem eru í neyð. Hér er hreinlega um geðheilsu fólks að ræða. Höfum í huga fjölda öryrkja hér á landi. Nú eru sjálfboðaliðar okkar að hringja inn á heimili landsmanna og óska eftir stuðningi þeirra sem eru aflögufærir. Nú þurfum við öll sem erum aflögufær að sýna samkennd og samhug í verki. Það eru 2.500 börn sem búa hjá foreldrum sem neyðast reglulega til að leita eftir mataraðstoð. Þessir sömu foreldrar þurfa nauðsynlega á hjálp að halda fyrir jólahátíðina. Ástæða þess að við úthlutum ekki gjafakortum í matvöruverslanir er sú að við höfum ekki fjármagn til þess að úthluta matarkortum í stað matvæla. Hér er dæmi um einn úthlutunardag. Við úthlutum til 1.140 fjölskyldna. Ef þessar fjölskyldur fengju hver um sig 10.000 króna úttektarkort kostaði þessi eini dagur samtökin 11.400.000 króna. Fyrir þá upphæð getum við keypt matvörur fyrir heila þrjá mánuði og aðstoðað yfir 11 þúsund fjölskyldur. Með matarkortum getum við aðstoðað 10% þeirra fjölskyldna sem þurfa á mataraðstoð að halda. Hvað eigum við að gera fyrir hin 90 % sem enga aðstoð fá? Að lokum þá er bókhald samtakanna opið öllum sem það vilja skoða og hefur sá háttur verið á frá upphafi. Ef slíkt gagnsæi væri viðhaft hjá yfirvöldum þessarar þjóðar væri samfélagið okkar með öðrum blæ. Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt. 660903-2590. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands er átta ára um þessar mundir og aldrei hefur starfsemin staðið frammi fyrir eins miklum þjóðfélagslegum erfiðleikum og nú. Manni fallast hendur og er fólk mjög áhyggjufullt fyrir komandi misseri. Það verða líklega þúsundir fjölskyldna sem leita til okkar eftir aðstoð nú fyrir þessi jól. Fjölskyldur hafa hreinlega ekki peninga til að framfleyta sér og sínum. Hef ég samanburðinn eftir 16 ár á þessum vettvangi. Margir loka á íslenska fátækt, reyna jafnvel að fela hana. Þeir viðurkenna ekki að til sé fátækt fólk á Íslandi. Það er svo auðvelt að fara í gegnum lífið án þess að kynnast í raun fátækt eða velta fátækt yfirleitt fyrir sér. Sem betur fer eru margir í öruggum störfum og við góða heilsu og allt gengur eftir uppskriftinni. Hvernig getum við ætlast til að fólk lifi á þeirri framfærslu sem því er úthlutað þegar þeir sem úthluta gætu aldrei gert hið sama. Enn þann dag í dag fæ ég spurningar eins og „ertu ennþá í þessu hjálparveseni?" eða „hvað er Fjölskylduhjálp Íslands"? Ég verð alltaf jafn hissa og spyr viðkomandi hvort hann hafi ekki séð myndir af húsinu í Eskihlíðinni þar sem fólk bíður í röðum eftir mataraðstoð? „Jú, mig rámar í það svarar viðkomandi". Ástandið verður mjög alvarlegt ef við getum ekki hjálpað þeim sem eru í neyð. Hér er hreinlega um geðheilsu fólks að ræða. Höfum í huga fjölda öryrkja hér á landi. Nú eru sjálfboðaliðar okkar að hringja inn á heimili landsmanna og óska eftir stuðningi þeirra sem eru aflögufærir. Nú þurfum við öll sem erum aflögufær að sýna samkennd og samhug í verki. Það eru 2.500 börn sem búa hjá foreldrum sem neyðast reglulega til að leita eftir mataraðstoð. Þessir sömu foreldrar þurfa nauðsynlega á hjálp að halda fyrir jólahátíðina. Ástæða þess að við úthlutum ekki gjafakortum í matvöruverslanir er sú að við höfum ekki fjármagn til þess að úthluta matarkortum í stað matvæla. Hér er dæmi um einn úthlutunardag. Við úthlutum til 1.140 fjölskyldna. Ef þessar fjölskyldur fengju hver um sig 10.000 króna úttektarkort kostaði þessi eini dagur samtökin 11.400.000 króna. Fyrir þá upphæð getum við keypt matvörur fyrir heila þrjá mánuði og aðstoðað yfir 11 þúsund fjölskyldur. Með matarkortum getum við aðstoðað 10% þeirra fjölskyldna sem þurfa á mataraðstoð að halda. Hvað eigum við að gera fyrir hin 90 % sem enga aðstoð fá? Að lokum þá er bókhald samtakanna opið öllum sem það vilja skoða og hefur sá háttur verið á frá upphafi. Ef slíkt gagnsæi væri viðhaft hjá yfirvöldum þessarar þjóðar væri samfélagið okkar með öðrum blæ. Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt. 660903-2590.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar