Hjálp í neyð í íslenskum veruleika Ásgerður Flosadóttir skrifar 21. nóvember 2011 06:00 Fjölskylduhjálp Íslands er átta ára um þessar mundir og aldrei hefur starfsemin staðið frammi fyrir eins miklum þjóðfélagslegum erfiðleikum og nú. Manni fallast hendur og er fólk mjög áhyggjufullt fyrir komandi misseri. Það verða líklega þúsundir fjölskyldna sem leita til okkar eftir aðstoð nú fyrir þessi jól. Fjölskyldur hafa hreinlega ekki peninga til að framfleyta sér og sínum. Hef ég samanburðinn eftir 16 ár á þessum vettvangi. Margir loka á íslenska fátækt, reyna jafnvel að fela hana. Þeir viðurkenna ekki að til sé fátækt fólk á Íslandi. Það er svo auðvelt að fara í gegnum lífið án þess að kynnast í raun fátækt eða velta fátækt yfirleitt fyrir sér. Sem betur fer eru margir í öruggum störfum og við góða heilsu og allt gengur eftir uppskriftinni. Hvernig getum við ætlast til að fólk lifi á þeirri framfærslu sem því er úthlutað þegar þeir sem úthluta gætu aldrei gert hið sama. Enn þann dag í dag fæ ég spurningar eins og „ertu ennþá í þessu hjálparveseni?" eða „hvað er Fjölskylduhjálp Íslands"? Ég verð alltaf jafn hissa og spyr viðkomandi hvort hann hafi ekki séð myndir af húsinu í Eskihlíðinni þar sem fólk bíður í röðum eftir mataraðstoð? „Jú, mig rámar í það svarar viðkomandi". Ástandið verður mjög alvarlegt ef við getum ekki hjálpað þeim sem eru í neyð. Hér er hreinlega um geðheilsu fólks að ræða. Höfum í huga fjölda öryrkja hér á landi. Nú eru sjálfboðaliðar okkar að hringja inn á heimili landsmanna og óska eftir stuðningi þeirra sem eru aflögufærir. Nú þurfum við öll sem erum aflögufær að sýna samkennd og samhug í verki. Það eru 2.500 börn sem búa hjá foreldrum sem neyðast reglulega til að leita eftir mataraðstoð. Þessir sömu foreldrar þurfa nauðsynlega á hjálp að halda fyrir jólahátíðina. Ástæða þess að við úthlutum ekki gjafakortum í matvöruverslanir er sú að við höfum ekki fjármagn til þess að úthluta matarkortum í stað matvæla. Hér er dæmi um einn úthlutunardag. Við úthlutum til 1.140 fjölskyldna. Ef þessar fjölskyldur fengju hver um sig 10.000 króna úttektarkort kostaði þessi eini dagur samtökin 11.400.000 króna. Fyrir þá upphæð getum við keypt matvörur fyrir heila þrjá mánuði og aðstoðað yfir 11 þúsund fjölskyldur. Með matarkortum getum við aðstoðað 10% þeirra fjölskyldna sem þurfa á mataraðstoð að halda. Hvað eigum við að gera fyrir hin 90 % sem enga aðstoð fá? Að lokum þá er bókhald samtakanna opið öllum sem það vilja skoða og hefur sá háttur verið á frá upphafi. Ef slíkt gagnsæi væri viðhaft hjá yfirvöldum þessarar þjóðar væri samfélagið okkar með öðrum blæ. Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt. 660903-2590. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands er átta ára um þessar mundir og aldrei hefur starfsemin staðið frammi fyrir eins miklum þjóðfélagslegum erfiðleikum og nú. Manni fallast hendur og er fólk mjög áhyggjufullt fyrir komandi misseri. Það verða líklega þúsundir fjölskyldna sem leita til okkar eftir aðstoð nú fyrir þessi jól. Fjölskyldur hafa hreinlega ekki peninga til að framfleyta sér og sínum. Hef ég samanburðinn eftir 16 ár á þessum vettvangi. Margir loka á íslenska fátækt, reyna jafnvel að fela hana. Þeir viðurkenna ekki að til sé fátækt fólk á Íslandi. Það er svo auðvelt að fara í gegnum lífið án þess að kynnast í raun fátækt eða velta fátækt yfirleitt fyrir sér. Sem betur fer eru margir í öruggum störfum og við góða heilsu og allt gengur eftir uppskriftinni. Hvernig getum við ætlast til að fólk lifi á þeirri framfærslu sem því er úthlutað þegar þeir sem úthluta gætu aldrei gert hið sama. Enn þann dag í dag fæ ég spurningar eins og „ertu ennþá í þessu hjálparveseni?" eða „hvað er Fjölskylduhjálp Íslands"? Ég verð alltaf jafn hissa og spyr viðkomandi hvort hann hafi ekki séð myndir af húsinu í Eskihlíðinni þar sem fólk bíður í röðum eftir mataraðstoð? „Jú, mig rámar í það svarar viðkomandi". Ástandið verður mjög alvarlegt ef við getum ekki hjálpað þeim sem eru í neyð. Hér er hreinlega um geðheilsu fólks að ræða. Höfum í huga fjölda öryrkja hér á landi. Nú eru sjálfboðaliðar okkar að hringja inn á heimili landsmanna og óska eftir stuðningi þeirra sem eru aflögufærir. Nú þurfum við öll sem erum aflögufær að sýna samkennd og samhug í verki. Það eru 2.500 börn sem búa hjá foreldrum sem neyðast reglulega til að leita eftir mataraðstoð. Þessir sömu foreldrar þurfa nauðsynlega á hjálp að halda fyrir jólahátíðina. Ástæða þess að við úthlutum ekki gjafakortum í matvöruverslanir er sú að við höfum ekki fjármagn til þess að úthluta matarkortum í stað matvæla. Hér er dæmi um einn úthlutunardag. Við úthlutum til 1.140 fjölskyldna. Ef þessar fjölskyldur fengju hver um sig 10.000 króna úttektarkort kostaði þessi eini dagur samtökin 11.400.000 króna. Fyrir þá upphæð getum við keypt matvörur fyrir heila þrjá mánuði og aðstoðað yfir 11 þúsund fjölskyldur. Með matarkortum getum við aðstoðað 10% þeirra fjölskyldna sem þurfa á mataraðstoð að halda. Hvað eigum við að gera fyrir hin 90 % sem enga aðstoð fá? Að lokum þá er bókhald samtakanna opið öllum sem það vilja skoða og hefur sá háttur verið á frá upphafi. Ef slíkt gagnsæi væri viðhaft hjá yfirvöldum þessarar þjóðar væri samfélagið okkar með öðrum blæ. Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt. 660903-2590.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun