Svar við svari Oddnýjar G. Harðardóttur Heimir Eyvindarson skrifar 18. nóvember 2011 06:00 Á dögunum skrifaði ég grein í Fréttablaðið þar sem ég hvatti þingmenn Samfylkingar til að gæta meiri jöfnuðar í aðgerðum til leiðréttingar skuldavanda heimilanna. Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, svaraði skrifum mínum í alllöngu máli, án þess reyndar að ræða mína stöðu sérstaklega, sem var þó megininntak greinar minnar. Samt sem áður þakka ég Oddnýju svarið en vona um leið að hún sé ekki jafn sannfærð og mér sýnist hún vera um ágæti þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur ráðist í. Kæra Oddný. Þakka þér fyrir svarið. Ég skal viðurkenna að þegar ég las það fór það aðeins í taugarnar á mér að þér skyldi detta í hug að ég áttaði mig ekki á muninum á afskriftum gjaldþrota fyrirtækja og leiðréttingum á lánum einstaklinga. Eða að ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri óhjákvæmilegt að almenningur fyndi fyrir afleiðingum hrunsins. En látum það liggja milli hluta. Þú talar um sanngirni og réttlæti. Það var einmitt inntakið í minni grein. Þar kallaði ég eftir því að jafnaðarmannaflokkur Íslands gætti jöfnuðar í aðgerðum. Aðgerðir ykkar hafa verið sniðnar að þeim sem fóru of geyst. Við hin sem gættum hófs höfum setið eftir. Á það hefur margoft verið bent, af gleggra fólki en mér. Ég gætti hófs. Keypti mér raðhús og tók lán fyrir 60% kaupverðsins, til 25 ára. Núna skulda ég 109-110% í mínu húsi. Rétt eins og fólkið sem reisti sér hallir á hundrað prósenta lánum skuldar í sínum eignum. Það er hvorki sanngirni né réttlæti í slíkri stöðu. Hvað þá vitglóra. En svona er Ísland í dag, Oddný. Veruleikinn er einnig sá að þrátt fyrir að eftirlitsnefnd eigi að fylgjast með því að bankarnir geri ekki upp á milli manna eða fyrirtækja við skuldaaðlögun, þá er raunin önnur. Um það vitna fjölmörg dæmi sem ég þykist vita að þú þekkir mæta vel. Þú mátt ekki skilja orð mín svo að mér finnist allt sem þið takið ykkur fyrir hendur með öllu ómögulegt. Því fer fjarri. En ég er ósáttur við frammistöðu ykkar í þessum efnum. Ég skil vel að þér sé mjög í mun að sannfæra mig um að ríkisstjórnin standi sig afburðavel við að leiðrétta skuldavanda heimilanna. Ég get hins vegar alveg lofað þér því að það breytir engu um mína stöðu og fjölmargra annarra hversu oft þið segið að þið séuð að gera góða hluti. Einu fagna ég þó í svari þínu. Það er að þú segir brýnt að bæta strax augljósa galla þeirra úrræða sem gripið hefur verið til. Það væri fróðlegt að vita hvað þú átt við með þessu. Kannski erum við ekki svo ósammála eftir allt saman? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifaði ég grein í Fréttablaðið þar sem ég hvatti þingmenn Samfylkingar til að gæta meiri jöfnuðar í aðgerðum til leiðréttingar skuldavanda heimilanna. Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, svaraði skrifum mínum í alllöngu máli, án þess reyndar að ræða mína stöðu sérstaklega, sem var þó megininntak greinar minnar. Samt sem áður þakka ég Oddnýju svarið en vona um leið að hún sé ekki jafn sannfærð og mér sýnist hún vera um ágæti þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur ráðist í. Kæra Oddný. Þakka þér fyrir svarið. Ég skal viðurkenna að þegar ég las það fór það aðeins í taugarnar á mér að þér skyldi detta í hug að ég áttaði mig ekki á muninum á afskriftum gjaldþrota fyrirtækja og leiðréttingum á lánum einstaklinga. Eða að ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri óhjákvæmilegt að almenningur fyndi fyrir afleiðingum hrunsins. En látum það liggja milli hluta. Þú talar um sanngirni og réttlæti. Það var einmitt inntakið í minni grein. Þar kallaði ég eftir því að jafnaðarmannaflokkur Íslands gætti jöfnuðar í aðgerðum. Aðgerðir ykkar hafa verið sniðnar að þeim sem fóru of geyst. Við hin sem gættum hófs höfum setið eftir. Á það hefur margoft verið bent, af gleggra fólki en mér. Ég gætti hófs. Keypti mér raðhús og tók lán fyrir 60% kaupverðsins, til 25 ára. Núna skulda ég 109-110% í mínu húsi. Rétt eins og fólkið sem reisti sér hallir á hundrað prósenta lánum skuldar í sínum eignum. Það er hvorki sanngirni né réttlæti í slíkri stöðu. Hvað þá vitglóra. En svona er Ísland í dag, Oddný. Veruleikinn er einnig sá að þrátt fyrir að eftirlitsnefnd eigi að fylgjast með því að bankarnir geri ekki upp á milli manna eða fyrirtækja við skuldaaðlögun, þá er raunin önnur. Um það vitna fjölmörg dæmi sem ég þykist vita að þú þekkir mæta vel. Þú mátt ekki skilja orð mín svo að mér finnist allt sem þið takið ykkur fyrir hendur með öllu ómögulegt. Því fer fjarri. En ég er ósáttur við frammistöðu ykkar í þessum efnum. Ég skil vel að þér sé mjög í mun að sannfæra mig um að ríkisstjórnin standi sig afburðavel við að leiðrétta skuldavanda heimilanna. Ég get hins vegar alveg lofað þér því að það breytir engu um mína stöðu og fjölmargra annarra hversu oft þið segið að þið séuð að gera góða hluti. Einu fagna ég þó í svari þínu. Það er að þú segir brýnt að bæta strax augljósa galla þeirra úrræða sem gripið hefur verið til. Það væri fróðlegt að vita hvað þú átt við með þessu. Kannski erum við ekki svo ósammála eftir allt saman?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar