Hommar og hagfræði Hafsteinn Hauksson skrifar 17. nóvember 2011 12:33 Það fer oft í taugarnar á venjulegu fólki að hagfræðingar gera sig seka um að gefa sér ofureinfaldar forsendur um það hvernig fólk hegðar sér, sem draga má saman í eina einfalda setningu; fólk bregst við hvötum. Þegar mjólkin úti í búð hækkar í verði myndast hvati fyrir okkur til að kaupa minna af henni, og þegar Coke og Pepsi kosta það sama höfum við hvata til að kaupa þá tegund sem okkur langar meira í. Þó sumir séu reyndar til í að fallast á að hagfræðingar geti lýst svona búðarferð í Bónus með fínu eftirspurnarjöfnunum sínum, þá finnst mörgum að fræðigreinin nái varla mikið lengra. Almennt séð vill fólk nefnilega trúa því að maðurinn sé miklu flóknari en svo að hægt sé að lýsa öllum okkar ákvörðunum með einhverri kostnaðar- og ábatagreiningu. Hver heldur til dæmis að kostnaður og ábati geti útskýrt jafnflókið fyrirbæri og kynhegðun? Svarið er einfalt: Hagfræðingurinn Andrew M. Francis. Kynmök eins og hver önnur vörukaup Hann gekk út frá því að um kynmök gildi það sama og vörukaup – þó ekkert sé greitt fyrir þau fylgi þeim engu að síður einhver kostnaður sem felst meðal annars í líkindunum á því að fá kynsjúkdóm. Eftir því sem þau kosta svo meira, þeim mun minna stundar fólk af þeim. Francis skoðaði könnun á kynhegðun sem náði til 3500 manns í Bandaríkjunum og framkvæmd var á öndverðum 10. áratugnum þegar HIV smit voru nánast eingöngu tengd við samkynhneigða karlmenn. Hann komst að því að bæði karlar og konur sem áttu eyðnisjúkan ættingja, og höfðu því séð með eigin augum hversu hryllilegur sjúkdómurinn er, voru mun ólíklegri til að laðast að körlum eða stunda kynlíf með þeim en ella. Karlarnir voru semsagt ólíklegri til að vera hommar, og konurnar voru líklegri til að vera lesbíur. Með öðrum orðum hafði hugmynd þeirra um aukinn "kostnað" af kynmökum með körlum þau áhrif að fólkið dró úr þeim, alveg eins og með mjólkurkaupin í Bónus. Endaþarmsmök – en með konum Það sem rennir stoðum undir þessa kenningu er sú ótrúlega staðreynd að karlmennirnir sem áttu eyðnismitaðan ættingja voru líklegri til að stunda endaþarmsmök en hinir - en með konum! Þýðir það að þeir voru skápahommar sem höfðu einfaldlega fundið sér staðkvæmdarvöru við kynlíf með öðrum körlum í endaþarmsmökum með konum, þegar hið fyrrnefnda "hækkaði í verði"? Þótt niðurstöður Francis séu með ólíkindum áhugaverðar eru það kannski einmitt rannsóknir eins og þessi sem gerir fólk andsnúið hagfræði. En sama hvað fólki finnst, þá sýnir hún fram á að greiningartæki hagfræðinnar þekkja engin takmörk, og það sem meira er; hagfræðingar eru rétt að byrja að nota þau. Heimild: The Economics of Sexuality: The Effect of HIV/AIDS on Homosexual Behaviour in The United States e. Andrew M. Francis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það fer oft í taugarnar á venjulegu fólki að hagfræðingar gera sig seka um að gefa sér ofureinfaldar forsendur um það hvernig fólk hegðar sér, sem draga má saman í eina einfalda setningu; fólk bregst við hvötum. Þegar mjólkin úti í búð hækkar í verði myndast hvati fyrir okkur til að kaupa minna af henni, og þegar Coke og Pepsi kosta það sama höfum við hvata til að kaupa þá tegund sem okkur langar meira í. Þó sumir séu reyndar til í að fallast á að hagfræðingar geti lýst svona búðarferð í Bónus með fínu eftirspurnarjöfnunum sínum, þá finnst mörgum að fræðigreinin nái varla mikið lengra. Almennt séð vill fólk nefnilega trúa því að maðurinn sé miklu flóknari en svo að hægt sé að lýsa öllum okkar ákvörðunum með einhverri kostnaðar- og ábatagreiningu. Hver heldur til dæmis að kostnaður og ábati geti útskýrt jafnflókið fyrirbæri og kynhegðun? Svarið er einfalt: Hagfræðingurinn Andrew M. Francis. Kynmök eins og hver önnur vörukaup Hann gekk út frá því að um kynmök gildi það sama og vörukaup – þó ekkert sé greitt fyrir þau fylgi þeim engu að síður einhver kostnaður sem felst meðal annars í líkindunum á því að fá kynsjúkdóm. Eftir því sem þau kosta svo meira, þeim mun minna stundar fólk af þeim. Francis skoðaði könnun á kynhegðun sem náði til 3500 manns í Bandaríkjunum og framkvæmd var á öndverðum 10. áratugnum þegar HIV smit voru nánast eingöngu tengd við samkynhneigða karlmenn. Hann komst að því að bæði karlar og konur sem áttu eyðnisjúkan ættingja, og höfðu því séð með eigin augum hversu hryllilegur sjúkdómurinn er, voru mun ólíklegri til að laðast að körlum eða stunda kynlíf með þeim en ella. Karlarnir voru semsagt ólíklegri til að vera hommar, og konurnar voru líklegri til að vera lesbíur. Með öðrum orðum hafði hugmynd þeirra um aukinn "kostnað" af kynmökum með körlum þau áhrif að fólkið dró úr þeim, alveg eins og með mjólkurkaupin í Bónus. Endaþarmsmök – en með konum Það sem rennir stoðum undir þessa kenningu er sú ótrúlega staðreynd að karlmennirnir sem áttu eyðnismitaðan ættingja voru líklegri til að stunda endaþarmsmök en hinir - en með konum! Þýðir það að þeir voru skápahommar sem höfðu einfaldlega fundið sér staðkvæmdarvöru við kynlíf með öðrum körlum í endaþarmsmökum með konum, þegar hið fyrrnefnda "hækkaði í verði"? Þótt niðurstöður Francis séu með ólíkindum áhugaverðar eru það kannski einmitt rannsóknir eins og þessi sem gerir fólk andsnúið hagfræði. En sama hvað fólki finnst, þá sýnir hún fram á að greiningartæki hagfræðinnar þekkja engin takmörk, og það sem meira er; hagfræðingar eru rétt að byrja að nota þau. Heimild: The Economics of Sexuality: The Effect of HIV/AIDS on Homosexual Behaviour in The United States e. Andrew M. Francis
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun