22 ára afmælisbarn Petrína Ásgeirsdóttir skrifar 19. nóvember 2011 06:00 Hinn 20. nóvember 1989 var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins samþykktur á allsherjarþingi SÞ. Barnasáttmálinn, eins og hann er kallaður í daglegu tali, er því 22 ára og við hæfi að skrifa nokkur orð um afmælisbarnið. Barnasáttmálinn er afar merkilegur samningur og hefur haft víðtæk áhrif á líf barna um allan heim. Hann kveður á um borgaraleg, félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi barna og er þannig alþjóðleg viðurkenning á að börn séu engu minni manneskjur en fullorðnir og með fullgild mannréttindi. Umræður um sérstök réttindi barna hófust mörgum áratugum fyrr. Hin breska Eglantyne Jebb, sem stofnaði Barnaheill – Save the Children 1919, gerði drög að „Yfirlýsingu um réttindi barna“ árið 1923 sem samþykkt var af Þjóðabandalaginu ári síðar. Barnaheill – Save the Children eiga mikinn þátt í tilurð barnasáttmálans og sem alþjóðleg mannréttindasamtök barna er hann leiðarljós í öllu þeirra starfi. Á árinu 2010 náðu samtökin að bæta aðstæður ríflega 100 milljóna barna í 120 löndum en betur má ef duga skal. Barnasáttmálinn kveður á um skyldur þeirra ríkja sem hann hafa staðfest til að tryggja án mismununar rétt sérhvers barns til mannsæmandi lífs, afkomu og þroska og til að láta skoðanir sínar í ljós. Það er gleðilegt að nær öll ríki heims, fyrir utan Bandaríkin og Sómalíu, hafa staðfest sáttmálann. Það er hins vegar dapurlegt að mörg ríki uppfylla alls ekki skuldbindingar sínar og enn þann dag í dag er stórlega brotið á mannréttindum barna um heim allan. Sem dæmi má nefna að aðeins 25 lönd hafa bannað með lögum líkamlegar refsingar á börnum þó að barnasáttmálinn kveði skýrt á um vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi og þó að öll börn heimsins vilji alast upp án þess að foreldrar þeirra eða forráðamenn leggi hendur á þau. Milljónir barna lifa í örbirgð og árlega deyja átta milljónir barna fyrir fimm ára aldur vegna sjúkdóma sem er auðvelt að lækna. Menntun er undirstaða þess að börn geti þroskað hæfileika sína, en nær 70 milljónir barna eru án skólagöngu. Til að þetta breytist þurfa stjórnmálamenn um allan heim að setja fjölskyldur og börn ofar á forgangslistann. Fjármagnið er til en fer í annað. Til að mynda var kostnaður heimsins vegna fjármálakreppunnar 11.900 milljarðar Bandaríkjadala árið 2009. Það þyrfti hins vegar ekki nema 54 milljarða Bandaríkjadala til að fæða öll börn heimsins á ári (Fréttablaðið 30. október 2010). Ísland fullgilti barnasáttmálann árið 1992 en hann hefur ekki verið lögfestur hér á landi. Að mati Barnaheillar – Save the Children á Íslandi myndi lögfesting styrkja stöðu barna hér. Aðstæður barna á Íslandi eru vissulega að mörgu leyti góðar og flest börn hafa það efnahagslega mun betra en fyrir nokkrum áratugum. Eigi að síður búa mörg börn hér á landi við erfiðar aðstæður. Þau og fjölskyldur þeirra þurfa viðeigandi aðstoð og stuðning. Á tímum efnahagslegra þrenginga má ekki skerða menntun og heilsuvernd barna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að því að efla mannréttindi barna hér á landi og erlendis og markmiðið er að öll börn fái að alast upp við góðar og mannsæmandi aðstæður. Með því að halda í heiðri þau réttindi sem barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir börnum sýnum við þessu mikilvæga afmælisbarni tilhlýðilega virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hinn 20. nóvember 1989 var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins samþykktur á allsherjarþingi SÞ. Barnasáttmálinn, eins og hann er kallaður í daglegu tali, er því 22 ára og við hæfi að skrifa nokkur orð um afmælisbarnið. Barnasáttmálinn er afar merkilegur samningur og hefur haft víðtæk áhrif á líf barna um allan heim. Hann kveður á um borgaraleg, félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi barna og er þannig alþjóðleg viðurkenning á að börn séu engu minni manneskjur en fullorðnir og með fullgild mannréttindi. Umræður um sérstök réttindi barna hófust mörgum áratugum fyrr. Hin breska Eglantyne Jebb, sem stofnaði Barnaheill – Save the Children 1919, gerði drög að „Yfirlýsingu um réttindi barna“ árið 1923 sem samþykkt var af Þjóðabandalaginu ári síðar. Barnaheill – Save the Children eiga mikinn þátt í tilurð barnasáttmálans og sem alþjóðleg mannréttindasamtök barna er hann leiðarljós í öllu þeirra starfi. Á árinu 2010 náðu samtökin að bæta aðstæður ríflega 100 milljóna barna í 120 löndum en betur má ef duga skal. Barnasáttmálinn kveður á um skyldur þeirra ríkja sem hann hafa staðfest til að tryggja án mismununar rétt sérhvers barns til mannsæmandi lífs, afkomu og þroska og til að láta skoðanir sínar í ljós. Það er gleðilegt að nær öll ríki heims, fyrir utan Bandaríkin og Sómalíu, hafa staðfest sáttmálann. Það er hins vegar dapurlegt að mörg ríki uppfylla alls ekki skuldbindingar sínar og enn þann dag í dag er stórlega brotið á mannréttindum barna um heim allan. Sem dæmi má nefna að aðeins 25 lönd hafa bannað með lögum líkamlegar refsingar á börnum þó að barnasáttmálinn kveði skýrt á um vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi og þó að öll börn heimsins vilji alast upp án þess að foreldrar þeirra eða forráðamenn leggi hendur á þau. Milljónir barna lifa í örbirgð og árlega deyja átta milljónir barna fyrir fimm ára aldur vegna sjúkdóma sem er auðvelt að lækna. Menntun er undirstaða þess að börn geti þroskað hæfileika sína, en nær 70 milljónir barna eru án skólagöngu. Til að þetta breytist þurfa stjórnmálamenn um allan heim að setja fjölskyldur og börn ofar á forgangslistann. Fjármagnið er til en fer í annað. Til að mynda var kostnaður heimsins vegna fjármálakreppunnar 11.900 milljarðar Bandaríkjadala árið 2009. Það þyrfti hins vegar ekki nema 54 milljarða Bandaríkjadala til að fæða öll börn heimsins á ári (Fréttablaðið 30. október 2010). Ísland fullgilti barnasáttmálann árið 1992 en hann hefur ekki verið lögfestur hér á landi. Að mati Barnaheillar – Save the Children á Íslandi myndi lögfesting styrkja stöðu barna hér. Aðstæður barna á Íslandi eru vissulega að mörgu leyti góðar og flest börn hafa það efnahagslega mun betra en fyrir nokkrum áratugum. Eigi að síður búa mörg börn hér á landi við erfiðar aðstæður. Þau og fjölskyldur þeirra þurfa viðeigandi aðstoð og stuðning. Á tímum efnahagslegra þrenginga má ekki skerða menntun og heilsuvernd barna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að því að efla mannréttindi barna hér á landi og erlendis og markmiðið er að öll börn fái að alast upp við góðar og mannsæmandi aðstæður. Með því að halda í heiðri þau réttindi sem barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir börnum sýnum við þessu mikilvæga afmælisbarni tilhlýðilega virðingu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar