Að halla réttu máli Heiðar Már Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2011 00:01 Ég skrifaði grein í síðustu viku sem hét „Hvað framleiðir Ísland?" og færði fyrir því rök að framleiðsla Íslands væri ekki jafn mikið í evrum og tölur Hagstofunnar gefa til kynna. Nú hafa samtökin Já Ísland, sem berjast fyrir aðild Íslands að ESB, vitnað í þessar ófullkomnu tölur Hagstofunnar til að reyna að sannfæra fólk um að ekki sé neitt vit í því fyrir Ísland að notast við aðra mynt en evru. Ég hefði vonast eftir uppbyggilegri rökræðu en raun ber vitni. Í meðfylgjandi skífuriti sést skipting útflutningstekna Íslands, ef leiðrétt er fyrir því að ál er hvergi verðlagt í evrum, heldur dollurum, en Hagstofan metur það ranglega í evrum því álið er sent til Rotterdam, til umskipunar. Eins eru sjávarafurðir sem seldar eru alþjóðlega, það er til landa utan Evrópu, oftast verðlagðar í dollurum og það er leiðrétt í þessari mynd. Myndin ber það glögglega með sér að mikilvægasta mynt í útflutningi Íslands er dollarinn. Og það kemur ekki á óvart því Ísland framleiðir fyrst og fremst hrávörur sem alls staðar eru verðlagðar í dollurum. Einn virtasti álitsgjafi heims um peningamál, Martin Wolf, sem heimsótti landið fyrir 2 vikum, sagði það fásinnu að blanda saman peningastefnu og aðild að ríkjabandalagi. Hann sagði þetta vera tvö aðskilin mál, sem þau eru sannanlega, og að Ísland gæti tekið upp hvaða mynt sem er á nokkrum vikum, meira að segja evru. Hann sagði jafnframt að sér litist ekki á framtíð evrunnar, hún væri allt of óviss, og Kanadadollari hentaði Íslendingum betur. Kanadadollara má líkja við dollara fyrir 100 árum þegar auðlindir Bandaríkjanna voru að mestu ósnertar og því er ljóst að Kanadadollari mun halda verðgildi sínu betur en Bandaríkjadollari. Íslendingar hljóta að kjósa mynt sem heldur verðgildi sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég skrifaði grein í síðustu viku sem hét „Hvað framleiðir Ísland?" og færði fyrir því rök að framleiðsla Íslands væri ekki jafn mikið í evrum og tölur Hagstofunnar gefa til kynna. Nú hafa samtökin Já Ísland, sem berjast fyrir aðild Íslands að ESB, vitnað í þessar ófullkomnu tölur Hagstofunnar til að reyna að sannfæra fólk um að ekki sé neitt vit í því fyrir Ísland að notast við aðra mynt en evru. Ég hefði vonast eftir uppbyggilegri rökræðu en raun ber vitni. Í meðfylgjandi skífuriti sést skipting útflutningstekna Íslands, ef leiðrétt er fyrir því að ál er hvergi verðlagt í evrum, heldur dollurum, en Hagstofan metur það ranglega í evrum því álið er sent til Rotterdam, til umskipunar. Eins eru sjávarafurðir sem seldar eru alþjóðlega, það er til landa utan Evrópu, oftast verðlagðar í dollurum og það er leiðrétt í þessari mynd. Myndin ber það glögglega með sér að mikilvægasta mynt í útflutningi Íslands er dollarinn. Og það kemur ekki á óvart því Ísland framleiðir fyrst og fremst hrávörur sem alls staðar eru verðlagðar í dollurum. Einn virtasti álitsgjafi heims um peningamál, Martin Wolf, sem heimsótti landið fyrir 2 vikum, sagði það fásinnu að blanda saman peningastefnu og aðild að ríkjabandalagi. Hann sagði þetta vera tvö aðskilin mál, sem þau eru sannanlega, og að Ísland gæti tekið upp hvaða mynt sem er á nokkrum vikum, meira að segja evru. Hann sagði jafnframt að sér litist ekki á framtíð evrunnar, hún væri allt of óviss, og Kanadadollari hentaði Íslendingum betur. Kanadadollara má líkja við dollara fyrir 100 árum þegar auðlindir Bandaríkjanna voru að mestu ósnertar og því er ljóst að Kanadadollari mun halda verðgildi sínu betur en Bandaríkjadollari. Íslendingar hljóta að kjósa mynt sem heldur verðgildi sínu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar