Aukinn jöfnuður og bætt kjör - Ísland á réttri leið! Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 18. nóvember 2011 06:00 Þrátt fyrir hrikalegar afleiðingar hrunsins kemur nú betur og betur í ljós hversu vel okkur Íslendingum hefur tekist til við björgunarstarfið þrátt fyrir allt. Þetta getum við nú betur greint þegar lífskjarasóknin er hafin og efnahagslífið hefur spyrnt sér frá botninum eftir umfangsmesta efnahagshrun sem dæmi eru um. Hrunið kallaði yfir Ísland tveggja ára djúpa kreppu. Helstu hagtölur teikna upp hryllingsmynd: Landsframleiðsla dróst saman um rösklega 10%, gengið hrundi um 50%, beinn kostnaður ríkissjóðs af endurreisn fjármálakerfisins var um 20% af landsframleiðslu, skuldir hins opinbera jukust um 70% af landsframleiðslu. Hver og einn þessara mælikvarða er með því versta sem önnur ríki hafa þurft að glíma við, en samanlagt án nokkurra fordæma. Þjóðarbúið, ríkissjóður, sveitarfélög, fyrirtækin og heimili landsins römbuðu á barmi gjaldþrots. Í augum umheimsins var landið gjaldþrota. Úr krappri vörn í sjálfbæra lífskjarasóknÁ rúmum tveimur árum hefur okkur tekist að snúa krappri vörn í sjálfbæra lífskjarasókn. Gjaldþroti ríkissjóðs hefur verið forðað. Ríflega 200 milljarða halla hefur að mestu verið mætt auk 60 milljarða viðbótarvaxtakostnaðar vegna aukinna skulda ríkissjóðs, en 260 milljarðar eru um helmingur ríkisútgjalda! Hagvöxtur stefnir í rúm 3% á þessu ári og kaupmáttur launa hefur vaxið jafnt og þétt samhliða minnkandi atvinnuleysi. Í lok þessa árs hafa fjölmörg fyrirtæki og heimili landsins farið í gegnum markvissa skuldaaðlögun þar sem skuldir þeirra hafa verið lækkaðar um hundruð milljarða króna. Vextir og verðbólga hafa lækkað umtalsvert, friður er á vinnumarkaði og stöðugleiki ríkir í gengismálum og efnahagslífinu yfirleitt. Ísland getur nú aftur óhikað borið sig saman við helstu velmegunarsamfélög heims og kemur á marga mælikvarða vel út úr þeim samanburði. Nýlegur þróunarlisti Sameinuðu þjóðanna sýnir þetta og sannar. Jafnvel þótt þar sé ekki kominn fram sá mikli árangur sem náðst hefur á þessu ári hækkar Ísland um 3 sæti á milli ára og er í 14. sæti meðal mestu velmegunarsamfélaga heims. Sé hins vegar tekið tillit til neikvæðra afleiðinga misskiptingar í löndum heims færist Ísland upp í 5. sæti og aðeins Noregur, Ástralía, Svíþjóð og Holland standa Íslandi framar. Lægri skattar og hærri bæturAðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa miðað að því að draga úr ójöfnuði og færa byrðarnar af hruninu sem mest á hina ríkari. Þannig hafa kjör hinna lakast settu verið varin með umtalsverðri hækkun lægstu launa, atvinnuleysisbóta og lágmarkstryggingar lífeyrisþega, en hinn 1. febrúar næstkomandi mun lágmarkstrygging lífeyrisþega hafa hækkað um 61% í stjórnartíð Samfylkingarinnar auk þess sem tekjuskerðingar vegna tekna maka voru afnumdar. Bótakerfinu og skattkerfinu hefur einnig verið markvisst beitt til að milda áfallið af hruninu og jafna kjörin meðal landsmanna. Á sama tíma og vaxtakostnaður heimilanna jókst um rúm 40% var niðurgreiðsla ríkissjóðs í gegnum vaxtabætur og vaxtabótaauka aukin um rúm 108% og er nú svo komið að ríkissjóður endurgreiðir u.þ.b. þriðjung af öllum vaxtakostnaði heimilanna vegna húsnæðislána. Vaxtabótum og barnabótum hefur einnig verið beint frekar til þeirra sem hafa lágar og miðlungs tekjur. Þá hafa skattar verið hækkaðir hjá þeim sem hafa háar tekjur og eiga miklar eignir, en um 60% skattgreiðenda greiða nú lægra hlutfall tekna sinna í skatt en fyrir hrun. Heildarskattbyrðin hefur einnig dregist saman, en nú tekur ríkið til sín u.þ.b. 27% af landsframleiðslunni samanborið við 29-32% í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Aukinn jöfnuður og varðstaða um velferðÞrátt fyrir umtalsvert lægri tekjur ríkissjóðs og stóraukin útgjöld vegna hrunsins hefur ríkisstjórnin forgangsraðað þannig að nú er meiri fjármunum varið til velferðarmála en á árunum fyrir hrun, hvort sem horft er til framfærsluútgjalda, menntamála, heilbrigðismála eða velferðarmála almennt. Þá hefur verulegum fjármunum verið varið til að bregðast við þeirri skelfilegu skuldastöðu heimila sem við blasti í kjölfar hrunsins. Reiknað er með að um næstu áramót hafi um 200 milljörðum króna verið létt af heimilum landsins með beinum afskriftum og umbreytingu erlendra lána yfir í íslensk auk stórfelldrar niðurgreiðslu vaxtakostnaðar eins og fyrr er nefnt. Með þessum markvissu aðgerðum hefur tekist að milda högg hrunsins hjá þeim hópum samfélagsins sem veikast stóðu og á sama tíma hefur dregið mjög úr ójöfnuði meðal Íslendinga. Stjórnarstefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leiddi til þess að ójöfnuður á Íslandi þróaðist með þeim skelfilega hætti að á innan við 10 árum hafði ríkasti hundraðshluti þjóðarinnar fimmfaldað hlut sinn í heildartekjum þjóðarinnar – farið úr 4% heildartekna árið 1998 í 20% árið 2007. Nú, rúmum þremur árum síðar, nálgumst við aftur fyrri stöðu, þó að enn sé nokkuð í land. Sú leið sem ríkisstjórnin hefur valið í viðbrögðum sínum við hruninu er að skila miklum og eftirtektarverðum árangri. Efnahagslífið er að taka við sér með kröftugari hætti en í flestum nágrannalöndum okkar, kaupmáttur og atvinnuþátttaka vaxa hraðar og jöfnuður eykst jafnhliða stórum skrefum. Ísland er sannarlega á réttri leið ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir hrikalegar afleiðingar hrunsins kemur nú betur og betur í ljós hversu vel okkur Íslendingum hefur tekist til við björgunarstarfið þrátt fyrir allt. Þetta getum við nú betur greint þegar lífskjarasóknin er hafin og efnahagslífið hefur spyrnt sér frá botninum eftir umfangsmesta efnahagshrun sem dæmi eru um. Hrunið kallaði yfir Ísland tveggja ára djúpa kreppu. Helstu hagtölur teikna upp hryllingsmynd: Landsframleiðsla dróst saman um rösklega 10%, gengið hrundi um 50%, beinn kostnaður ríkissjóðs af endurreisn fjármálakerfisins var um 20% af landsframleiðslu, skuldir hins opinbera jukust um 70% af landsframleiðslu. Hver og einn þessara mælikvarða er með því versta sem önnur ríki hafa þurft að glíma við, en samanlagt án nokkurra fordæma. Þjóðarbúið, ríkissjóður, sveitarfélög, fyrirtækin og heimili landsins römbuðu á barmi gjaldþrots. Í augum umheimsins var landið gjaldþrota. Úr krappri vörn í sjálfbæra lífskjarasóknÁ rúmum tveimur árum hefur okkur tekist að snúa krappri vörn í sjálfbæra lífskjarasókn. Gjaldþroti ríkissjóðs hefur verið forðað. Ríflega 200 milljarða halla hefur að mestu verið mætt auk 60 milljarða viðbótarvaxtakostnaðar vegna aukinna skulda ríkissjóðs, en 260 milljarðar eru um helmingur ríkisútgjalda! Hagvöxtur stefnir í rúm 3% á þessu ári og kaupmáttur launa hefur vaxið jafnt og þétt samhliða minnkandi atvinnuleysi. Í lok þessa árs hafa fjölmörg fyrirtæki og heimili landsins farið í gegnum markvissa skuldaaðlögun þar sem skuldir þeirra hafa verið lækkaðar um hundruð milljarða króna. Vextir og verðbólga hafa lækkað umtalsvert, friður er á vinnumarkaði og stöðugleiki ríkir í gengismálum og efnahagslífinu yfirleitt. Ísland getur nú aftur óhikað borið sig saman við helstu velmegunarsamfélög heims og kemur á marga mælikvarða vel út úr þeim samanburði. Nýlegur þróunarlisti Sameinuðu þjóðanna sýnir þetta og sannar. Jafnvel þótt þar sé ekki kominn fram sá mikli árangur sem náðst hefur á þessu ári hækkar Ísland um 3 sæti á milli ára og er í 14. sæti meðal mestu velmegunarsamfélaga heims. Sé hins vegar tekið tillit til neikvæðra afleiðinga misskiptingar í löndum heims færist Ísland upp í 5. sæti og aðeins Noregur, Ástralía, Svíþjóð og Holland standa Íslandi framar. Lægri skattar og hærri bæturAðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa miðað að því að draga úr ójöfnuði og færa byrðarnar af hruninu sem mest á hina ríkari. Þannig hafa kjör hinna lakast settu verið varin með umtalsverðri hækkun lægstu launa, atvinnuleysisbóta og lágmarkstryggingar lífeyrisþega, en hinn 1. febrúar næstkomandi mun lágmarkstrygging lífeyrisþega hafa hækkað um 61% í stjórnartíð Samfylkingarinnar auk þess sem tekjuskerðingar vegna tekna maka voru afnumdar. Bótakerfinu og skattkerfinu hefur einnig verið markvisst beitt til að milda áfallið af hruninu og jafna kjörin meðal landsmanna. Á sama tíma og vaxtakostnaður heimilanna jókst um rúm 40% var niðurgreiðsla ríkissjóðs í gegnum vaxtabætur og vaxtabótaauka aukin um rúm 108% og er nú svo komið að ríkissjóður endurgreiðir u.þ.b. þriðjung af öllum vaxtakostnaði heimilanna vegna húsnæðislána. Vaxtabótum og barnabótum hefur einnig verið beint frekar til þeirra sem hafa lágar og miðlungs tekjur. Þá hafa skattar verið hækkaðir hjá þeim sem hafa háar tekjur og eiga miklar eignir, en um 60% skattgreiðenda greiða nú lægra hlutfall tekna sinna í skatt en fyrir hrun. Heildarskattbyrðin hefur einnig dregist saman, en nú tekur ríkið til sín u.þ.b. 27% af landsframleiðslunni samanborið við 29-32% í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Aukinn jöfnuður og varðstaða um velferðÞrátt fyrir umtalsvert lægri tekjur ríkissjóðs og stóraukin útgjöld vegna hrunsins hefur ríkisstjórnin forgangsraðað þannig að nú er meiri fjármunum varið til velferðarmála en á árunum fyrir hrun, hvort sem horft er til framfærsluútgjalda, menntamála, heilbrigðismála eða velferðarmála almennt. Þá hefur verulegum fjármunum verið varið til að bregðast við þeirri skelfilegu skuldastöðu heimila sem við blasti í kjölfar hrunsins. Reiknað er með að um næstu áramót hafi um 200 milljörðum króna verið létt af heimilum landsins með beinum afskriftum og umbreytingu erlendra lána yfir í íslensk auk stórfelldrar niðurgreiðslu vaxtakostnaðar eins og fyrr er nefnt. Með þessum markvissu aðgerðum hefur tekist að milda högg hrunsins hjá þeim hópum samfélagsins sem veikast stóðu og á sama tíma hefur dregið mjög úr ójöfnuði meðal Íslendinga. Stjórnarstefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leiddi til þess að ójöfnuður á Íslandi þróaðist með þeim skelfilega hætti að á innan við 10 árum hafði ríkasti hundraðshluti þjóðarinnar fimmfaldað hlut sinn í heildartekjum þjóðarinnar – farið úr 4% heildartekna árið 1998 í 20% árið 2007. Nú, rúmum þremur árum síðar, nálgumst við aftur fyrri stöðu, þó að enn sé nokkuð í land. Sú leið sem ríkisstjórnin hefur valið í viðbrögðum sínum við hruninu er að skila miklum og eftirtektarverðum árangri. Efnahagslífið er að taka við sér með kröftugari hætti en í flestum nágrannalöndum okkar, kaupmáttur og atvinnuþátttaka vaxa hraðar og jöfnuður eykst jafnhliða stórum skrefum. Ísland er sannarlega á réttri leið !
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun