Fleiri fréttir

Biðin eftir bón­orðinu endaði við gos­stöðvarnar

Ólöf Helga Jónsdóttir var á leið með dóttur sinni í leikhús í morgun þegar unnusti hennar, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, tilkynnti henni að það yrði breyting á því plani þar sem hann ætlaði með hana í óvissuferð. Óvissuferðin stóð undir nafni og endaði hún með bónorði við gosstöðvarnar í Geldingadal.

Eldgosið fangað úr lofti í nótt

Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt í sniðum en stöðugur straumur hrauns úr gígunum sem hafa þar myndast þykja einkar myndrænir.

Fékk yfir hundrað skilaboð eftir viðtalið

Logi Pedro Stefánsson hefur verið einn þekktasti tónlistarmaður landsins frá fermingu. Sem ungur maður var hann farinn að koma fram með hljómsveitinni Retro Stefson, sveit sem átti seinna eftir að verða ein vinsælasta sveit landsins.

„Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið“

„Ég var á mjög erfiðum stað í lífinu og hafði áhyggjur um hvað ég ætti að gera í framtíðinni, bóklegt nám var ekki að henta mér lengur.“ segir Ester Olga Mondragon um það af hverju hún ákvað að verða förðunarfræðingur.

Harry, Meghan og Bjarni

„Þetta var algjör sprengja og ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta yrði alveg svona stórt,“ segir Bjarni Biering Margeirsson tónskáld í viðtali við Vísi.

Auddi rétt slapp en Jón Jónsson varð eftir

Fjöldi skemmtikrafta steig á svið á Skjálftatónleikum Fjölbrautarskóla Suðurnesja í Hljómahöllinni í kvöld. Á sama tíma og ballið fór fram fór að gjósa í Fagradalsfjalli og hefur Reykjanesbrautinni verið lokað vegna þessa.

Verzlunarskóli Íslands vann Gettu betur

Verzlunarskóli Íslands vann úrslitaviðureign Gettu betur í kvöld þegar skólinn sigraði Kvennaskólann í Reykjavík með 31 stigi gegn 17. Er þetta fyrsti sigur Verzlunarskólans í keppninni í sautján ár.

„Hef ekkert að fela“

Birgir Jónsson hefur í gegnum tíðina verið forstjóri ýmissa fyrirtækja á borð við Iceland Express og Íslandspósts, trommað í hljómsveitinni DIMMU og um þessar mundir rekur hann Madison Ilmhús með konu sinni Lísu Ólafsdóttur.

Fyrsta lag Bassa komið út

Bassi Maraj skaust upp á stjörnuhimininn með framkomu sinni í raunveruleikaþáttunum Æði ásamt félögum sínum Patrek Jaime og Binna Glee.

Varanleg förðun sem er flúruð á mann

Svokölluð varanleg förðun hefur orðið gríðarlega vinsæl að undanförnu og nú þegar allar páska og útskriftar veislurnar eru framundan er þetta mjög vinsælt.

„Hræðileg saga eins og mín saga getur endað vel“

„Ég fékk að borða hjá öðru fólki nánast á hverju kvöldi og ég gisti oft annars staðar. Fólk grunaði alveg eitthvað en þorði ekki horfast í augu við það og tilkynna vanræksluna. Ég er ekki reið og vil ekki að neinn hafi samviskubit en við þurfum að hætta þessari meðvirkni,“ segir Anita Da Silva í viðtali við Vísi.

Rekstrinum kippt undan Pink Iceland sem hefur opnað CBD verslun

Í tíu ár hefur Pink Iceland látið drauma ferðafólks rætast sem kemur til Íslands til að gifta sig. Brúðkaupin eru orðin fleiri en sex hundruð, hvert öðru litríkara og ævintýralegra og hægt væri að gera heilan raunveruleikaþátt út frá ótrúlegum sögum brúðkaupsskipuleggjanda.

Guðmundur og Guðlaug nýtt par

Guðmundur Hafsteinsson fjárfestir sem oft er kenndur við Google og Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir, forstjóri Stekks fjárfestingafélags, eru nýtt par. 

Kveðst hafa sannanir fyrir heimilis­of­beldi af hálfu Pitts

Bandaríska leikkonan Angelina Jolie segist hafa sannanir fyrir því að hún hafi þurft að þola heimilisofbeldi af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns, Brads Bitt. Þetta kemur fram í skjölum sem Jolie á að hafa lagt fyrir dómara, en þau Jolie og Pitt deila enn um framfærslu og meðlags vegna barna sinna sex.

„Ég tók á móti henni sitjandi á klósettinu“

Guðríður Jónsdóttir Bachmann er 28 ára tveggja barna móðir sem starfar í gleraugnaversluninni Pro Optik. Hún er í sambandi með Tómasi Óla Björgvinssyni og eignuðust þau börnin með stuttu millibili.

Aldrei fleiri kvartanir borist

Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður.

Steinhissa á því að allir bursti tennurnar líka á morgnana

„Ólst upp haldandi að maður tannburstaði bara áður en maður færi að sofa.. frétti síðan nýlega að það væri sick að bursta ekki á morgnanna og eftir óformlega könnun kemur í ljós að ALLIR tannbursta sig á morgnanna?? hvernig fór þetta framhjá mér? þarf ég að kæra foreldra mína??“

Ákvað að trappa sig ekki niður og varð fárveikur í fimm daga

Róbert Wessman stofnandi og forstjóri Alvotech var orðinn forstjóri yfir stóru fyrirtæki aðeins 29 ára gamall þó svo að námsferill hans hafi ekki verið auðveldur þar sem hann er lesblindur. Róbert er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar.

Top Gear-stjarnan Sabine Schmitz látin

Kappaksturs- og Top Gear-stjarnan Sabine Schmitz er látin 51 árs að aldri. Hin þýska Schmitz, sem þekkt var sem „Drottning Nürburgring“, hafði glímt við krabbamein síðustu ár.

Missti sjónina tíma­bundið eftir of stóran skammt 2018

Bandaríska söngkonan Demi Lovato missti sjónina tímabundið eftir að hafa tekið inn of stóran skammt fíkniefna árið 2018. Nærri tveir mánuðir liðu þar til að sjónin varð það góð á ný þannig að hún gat lesið bók. Hún glímir þó við vandamál með sjónina enn þann dag í dag.

Hrífandi flutningur á Húsavík í söngvakeppni í Suður-Kóreu

Lagið Húsavík var flutt í nýjustu þáttaröðinni af söngvakeppninni Phantom Singer: All Star í Suður-Kóreu. Fjórir keppendur áttu þar dramatískan flutning á laginu, sem finna má í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

Sjá næstu 50 fréttir