Lífið

Hrífandi flutningur á Húsavík í söngvakeppni í Suður-Kóreu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Keppendurnir náðu að hrífa áhorfendur með sér með flutningi á laginu Húsavík.
Keppendurnir náðu að hrífa áhorfendur með sér með flutningi á laginu Húsavík. Skjáskot/Youtube

Lagið Húsavík var flutt í nýjustu þáttaröðinni af söngvakeppninni Phantom Singer: All Star í Suður-Kóreu. Fjórir keppendur áttu þar dramatískan flutning á laginu, sem finna má í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

JTBC Entertainment birti myndbandið á Youtube í síðasta mánuði en það er nú í hraðri dreifingu á samfélagsmiðlum hér á landi. Þegar þetta er skrifað hefur myndbandið verið skoðað meira en 140 þúsund sinnum. 

Söngvararnir ná íslenska hluta lagsins einstaklega vel eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. Einhverjir áhorfendur syngja með svo ljóst er að lagið hefur fengið einhverja spilun í Kóreu. Í gær var tilkynnt að Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlaunanna í ár, í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. Það þykir því líklegt að lagið veki enn frekari athygli á næstunni víða um heiminn.

Savan Kotecha, Rickard Göransson og Fat Max Gsus eru höfundar lagsins Húsavík. Sænska Molly Sandén syngur lagið í myndinni fyrir persónu Rachel McAdams, Sigrit Ericksdóttir. Útgáfu kvartettsins frá Kóreu má heyra hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Húsavík tilnefnt til Óskarsins

Nú fyrir stundu varð það ljóst að lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×