Einhleypur Ronan Keating mun djamma á Þjóðhátíð 14. júlí 2012 11:00 Söngvarinn stoppar aðeins á landinu í tvær nætur en hlakkar þó mikið til komunnar, sérstaklega eftir að blaðamaður sagði honum í grófum dráttum hverju hann mætti eiga von á í Eyjum. Nordicphotos/getty „Ég verð á sviðinu í um klukkustund og fer svo og skemmti mér með öðrum á hátíðinni eftir það," segir söngvarinn heimsþekkti Ronan Keating sem treður upp á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Aðspurður hvort hann þekki til Þjóðhátíðar svarar hann því neitandi. „Ég hef ekki hugmynd um hvað ég er búinn að koma mér út í," segir hann smeykri röddu en fyllist spenningi þegar blaðamaður segir honum frá hátíðinni í grófum dráttum. „Vúhú! Ég get ekki beðið," segir popparinn sem stígur á svið á sunnudagskvöldinu. Keating segist ætla að bjóða upp á bland í poka á tónleikunum. „Ég tek þessa helstu slagara sem fólk þekkir, eins og Life Is a Rollercoaster og When You Say Nothing at All," segir hann og tekur fram að tónleikarnir verði í rokk og ról stíl. „Ég ætla ekki að fara að taka nein Boyzone-spor á sviðinu," bætir hann við en hann er þekktastur fyrir að hafa farið fyrir strákasveitinni á tíunda áratug síðustu aldar. Það voru ófáar stelpur með herbergisveggi sína þakta af myndum af kauða á árum áður og eflaust bíða margar þeirra spenntar eftir tækifæri til að hitta hann í eigin persónu. Ekki skemmir fyrir að hinn 35 ára gamli hjartaknúsari er nýlega orðinn einhleypur, en hann skildi við konu sína til fjórtán ára í apríl síðastliðnum. En er hann tilbúinn að hleypa ástinni inn í líf sitt á ný? „Ef ég hitti réttu stelpuna er aldrei að vita," segir hann daðurslega og segist meðvitaður um að íslenskt kvenfólk sé talið með því fallegasta í heiminum. Það er því aldrei að vita nema heppin íslensk stúlka í appelsínugulum pollagalla fangi hjarta Írans í brekkunni. Þetta verður í þriðja skipti sem Keating kemur á íslenska grund og spurður hinnar klassísku spurningar How do you like Iceland? svarar hann með nokkrum góðum lýsingarorðum, þar á meðal brilliant, great og fantastic. Heimsóknin verður þó stutt að þessu sinni því hann flýgur til landsins 4. ágúst og burt aftur þann sjötta. „Ég verð bara að koma aftur fljótlega," segir hann kíminn. Söngvarinn hefur í nógu að snúast þessa dagana og gefur út sína fyrstu sólóplötu frá árinu 2006, Fires, nú í september. „Fyrsta lagið af plötunni fer í spilun í næstu viku svo það er brjálað að gera við að undirbúa það," segir Keating sem var í miðri myndatöku þegar blaðamaður náði af honum tali. Í febrúar er svo kvikmyndin Goddess væntanleg í kvikmyndahús, en þar reynir Keating fyrir sér í leiklistinni í fyrsta skipti. „Það er nýr heimur að opnast fyrir mér og ég er rosalega spenntur að sjá hvort ég geti leikið," segir hann hlæjandi og lofar að hann muni þó alltaf halda áfram að syngja meðfram leiknum. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
„Ég verð á sviðinu í um klukkustund og fer svo og skemmti mér með öðrum á hátíðinni eftir það," segir söngvarinn heimsþekkti Ronan Keating sem treður upp á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Aðspurður hvort hann þekki til Þjóðhátíðar svarar hann því neitandi. „Ég hef ekki hugmynd um hvað ég er búinn að koma mér út í," segir hann smeykri röddu en fyllist spenningi þegar blaðamaður segir honum frá hátíðinni í grófum dráttum. „Vúhú! Ég get ekki beðið," segir popparinn sem stígur á svið á sunnudagskvöldinu. Keating segist ætla að bjóða upp á bland í poka á tónleikunum. „Ég tek þessa helstu slagara sem fólk þekkir, eins og Life Is a Rollercoaster og When You Say Nothing at All," segir hann og tekur fram að tónleikarnir verði í rokk og ról stíl. „Ég ætla ekki að fara að taka nein Boyzone-spor á sviðinu," bætir hann við en hann er þekktastur fyrir að hafa farið fyrir strákasveitinni á tíunda áratug síðustu aldar. Það voru ófáar stelpur með herbergisveggi sína þakta af myndum af kauða á árum áður og eflaust bíða margar þeirra spenntar eftir tækifæri til að hitta hann í eigin persónu. Ekki skemmir fyrir að hinn 35 ára gamli hjartaknúsari er nýlega orðinn einhleypur, en hann skildi við konu sína til fjórtán ára í apríl síðastliðnum. En er hann tilbúinn að hleypa ástinni inn í líf sitt á ný? „Ef ég hitti réttu stelpuna er aldrei að vita," segir hann daðurslega og segist meðvitaður um að íslenskt kvenfólk sé talið með því fallegasta í heiminum. Það er því aldrei að vita nema heppin íslensk stúlka í appelsínugulum pollagalla fangi hjarta Írans í brekkunni. Þetta verður í þriðja skipti sem Keating kemur á íslenska grund og spurður hinnar klassísku spurningar How do you like Iceland? svarar hann með nokkrum góðum lýsingarorðum, þar á meðal brilliant, great og fantastic. Heimsóknin verður þó stutt að þessu sinni því hann flýgur til landsins 4. ágúst og burt aftur þann sjötta. „Ég verð bara að koma aftur fljótlega," segir hann kíminn. Söngvarinn hefur í nógu að snúast þessa dagana og gefur út sína fyrstu sólóplötu frá árinu 2006, Fires, nú í september. „Fyrsta lagið af plötunni fer í spilun í næstu viku svo það er brjálað að gera við að undirbúa það," segir Keating sem var í miðri myndatöku þegar blaðamaður náði af honum tali. Í febrúar er svo kvikmyndin Goddess væntanleg í kvikmyndahús, en þar reynir Keating fyrir sér í leiklistinni í fyrsta skipti. „Það er nýr heimur að opnast fyrir mér og ég er rosalega spenntur að sjá hvort ég geti leikið," segir hann hlæjandi og lofar að hann muni þó alltaf halda áfram að syngja meðfram leiknum. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið