Lífið

Stolið rúntar með rokkgoði

Hljómsveitin Stolið ásamt gítarleikaranum Danny Pollock við forláta kaggann Ford Thunderbird 67‘ sem er í lykilhlutverki í nýja myndbandinu.
Hljómsveitin Stolið ásamt gítarleikaranum Danny Pollock við forláta kaggann Ford Thunderbird 67‘ sem er í lykilhlutverki í nýja myndbandinu.
„Við vorum með hetjuna fram í allan tímann sem var ansi hressandi,“ segir Kristinn Jón Arnarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Stolið, um myndband við splunkunýtt lag sem nefnist Dagurinn.

Ein af helstu gítargoðsögnum íslenskrar rokksögu, Danny Pollock úr Utangarðsmönnum, fer með lykilhlutverk en hann keyrir með hljómsveitina út í óvissuna á ameríska kagganum sínum, Ford Thunderbird ’67.

Kristinn segir það hafa verið leik einn af fá hetjuna til liðs við þá. „Hann er svo mikill rokkari að hann var strax til í þetta.“

Myndbandsgerðin var ekki jafn auðveld en myndavél sem átti að fanga bílinn utan frá týndist. „Við vorum með myndavél sem fallhlífastökkvarar nota og festum hana með sogskál utan á bílinn,“ útskýrir hann en vélin fauk af í fyrstu ökuferð tökudagsins og þeir glötuðu öllum skotum hennar. „Við vorum að rúnta frá Perlunni og út í Kópavog og þegar við ætluðum að skoða tökur úr myndavélinni þá var hún bara horfin. Líklega hefur einhver kippt henni af sér til handargagns. Þetta voru bara áttatíu þúsund út um gluggann,“ segir hann og bætir við að þeir hafi leitað vel og lengi.

Sveitin hefur unnið að efni frá árinu 2010 eftir að hafa legið í híði í tæp tíu ára og er plata væntanleg í byrjun næsta árs. „Við ætlum líka að reyna að gíra okkur úr því að að taka upp og yfir í það að spila „live“,“ segir hann.

- hþt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.