Klúri trúðurinn á konu á Íslandi BBI skrifar 11. júlí 2012 13:55 Trúðurinn Wally hefur skemmt Reykvíkingum síðustu ár með aðdáunarverðum sirkusatriðum og klúrum bröndurum. Á bak við karakterinn er Ástralinn Lee Nelson sem er sprenglærður sirkuslistamaður og rekur sinn eigin sirkus milli þess sem hann stígur upp á fjögurra metra háan tréstiga og heldur gúmmíkjúkling á lofti fyrir ferðamenn og borgarbúa. Lee Nelson kom fyrst til landsins árið 2006. Hann er hér enn og verður um alla framtíð að eigin sögn, enda á hann hér konu og börn. Lee hefur verið götulistamaður frá árinu 1996 en að eigin sögn dreymdi hann um það frá því hann var ungur. Hann er með gráðu í sirkuslist frá skólanum Circoarts á Nýja Sjálandi. Gráðuna fékk hann árið 2001 eftir þriggja ára nám. Sem trúðurinn Wally hefur hann ferðast til yfir 100 landa í heiminum með sýningu sína. Hann hefur unnið fyrir fjölda viðskiptavina, m.a. komið fram í auglýsingum í Suður Afríku, og sýnt fyrir BMW, Coca Cola og hvern einasta banka Íslands. Þó hann hafi verið búsettur hér á Íslandi síðan árið 2006 er þetta fyrsta sumarið sem hann eyðir öllu hér án þess að fljúga út með sýninguna. Sýningar Wally í miðborg Reykjavíkur vekja alltaf nokkra athygli. Umhverfis hans þyrpist fólk og hlustar flissandi á hann segja klámfengna brandara og niðurlægja áhorfendur milli þess sem hann klífur upp fjögurra metra háan frístandandi stiga og heldur jafnvægi eða framkvæmir önnur sirkusatriði. Á veturna rekur Lee Sirkus Íslands. Sirkusinn samanstendur af 10 íslenskum einstaklingum sem Lee hefur sjálfur þjálfað að mestu leyti. Sirkusinn hefur gert þrjár sirkussýningar í fullri lengd og vinnur nú að þeirri fjórðu. Mestur tími trúðarins fer í sirkusinn á veturna. Hér má sjá brot úr sýningu Wally. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
Trúðurinn Wally hefur skemmt Reykvíkingum síðustu ár með aðdáunarverðum sirkusatriðum og klúrum bröndurum. Á bak við karakterinn er Ástralinn Lee Nelson sem er sprenglærður sirkuslistamaður og rekur sinn eigin sirkus milli þess sem hann stígur upp á fjögurra metra háan tréstiga og heldur gúmmíkjúkling á lofti fyrir ferðamenn og borgarbúa. Lee Nelson kom fyrst til landsins árið 2006. Hann er hér enn og verður um alla framtíð að eigin sögn, enda á hann hér konu og börn. Lee hefur verið götulistamaður frá árinu 1996 en að eigin sögn dreymdi hann um það frá því hann var ungur. Hann er með gráðu í sirkuslist frá skólanum Circoarts á Nýja Sjálandi. Gráðuna fékk hann árið 2001 eftir þriggja ára nám. Sem trúðurinn Wally hefur hann ferðast til yfir 100 landa í heiminum með sýningu sína. Hann hefur unnið fyrir fjölda viðskiptavina, m.a. komið fram í auglýsingum í Suður Afríku, og sýnt fyrir BMW, Coca Cola og hvern einasta banka Íslands. Þó hann hafi verið búsettur hér á Íslandi síðan árið 2006 er þetta fyrsta sumarið sem hann eyðir öllu hér án þess að fljúga út með sýninguna. Sýningar Wally í miðborg Reykjavíkur vekja alltaf nokkra athygli. Umhverfis hans þyrpist fólk og hlustar flissandi á hann segja klámfengna brandara og niðurlægja áhorfendur milli þess sem hann klífur upp fjögurra metra háan frístandandi stiga og heldur jafnvægi eða framkvæmir önnur sirkusatriði. Á veturna rekur Lee Sirkus Íslands. Sirkusinn samanstendur af 10 íslenskum einstaklingum sem Lee hefur sjálfur þjálfað að mestu leyti. Sirkusinn hefur gert þrjár sirkussýningar í fullri lengd og vinnur nú að þeirri fjórðu. Mestur tími trúðarins fer í sirkusinn á veturna. Hér má sjá brot úr sýningu Wally.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira