Þjappaði fjölskyldunni saman 15. júlí 2012 15:00 Systkin Indíana og Gísli Matthías Auðunsbörn reka veitingastaðinn Slippinn í Vestmannaeyjum ásamt foreldrum sínum. Veitingastaðurinn Slippurinn opnaði við höfnina í Vestmannaeyjum á föstudaginn síðasta. Staðurinn er fjölskyldurekinn og að sögn Indíönu Auðunsdóttur, framkvæmdastjóra Slippsins, hefur reksturinn gert fjölskylduna samheldnari en áður. Að sögn Indíönu ákvað fjölskyldan að láta gamlan draum rætast þegar svonefnt Magnahús í Eyjum bauðst þeim til afnota. Húsið hýsti eitt sinn vélsmiðju en hefur verið nýtt sem geymsla fyrir veiðarfæri síðustu þrjá áratugi. „Við reyndum að endurnýta sem mest af þeim efnivið sem hér var og smíðuðum þannig borðin úr gömlum bátsfjölum og gólfin okkar voru áður fjalir úr gamalli netagerð hér í Eyjum,“ útskýrir Indíana, sem rekur staðinn ásamt bróður sínum, Gísla Matthíasi kokki, móður sinni, Katrínu Gísladóttur, og föður sínum, Auðuni Stefnissyni sjómanni. Veitingastaðurinn hefur verið fullbókaður frá því hann opnaði og viðurkennir Indíana að viðtökurnar hafi komið fjölskyldunni skemmtilega á óvart. Þegar hún er innt eftir því hvort það sé erfitt að vinna svo náið með fjölskyldu sinni er Indíana fljót til svars: „Nei, alls ekki. Þetta hefur bara þjappað okkur betur saman og samstarf okkar er gott. Við skiptum verkum á milli okkar þannig að hver og einn er með sitt sérsvið og það hefur gengið vel. Það þýðir ekkert annað en að vera samheldin og samstiga í þessu.“ Veitingahúsið verður rekið í allt sumar og fram á haust en þá munu fjölskyldumeðlimirnir snúa sér að öðrum verkum. Indíana er menntaður myndlistarmaður og starfar hjá Nýló en Gísli Matthías hyggst leggja land undir fót og viða að sér meiri þekkingu í kokkafaginu. Foreldrar þeirra systkina munu þó dvelja áfram í Vestmannaeyjum og reka Slippinn sem veislusal fram að næsta sumri. „Veitingastaðurinn verður opnaður aftur næsta sumar og þá komum við Gísli til baka. Þetta verður svolítið eins og að fara á vertíð í Eyjum,“ segir Indíana að lokum og hlær.- sm Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Veitingastaðurinn Slippurinn opnaði við höfnina í Vestmannaeyjum á föstudaginn síðasta. Staðurinn er fjölskyldurekinn og að sögn Indíönu Auðunsdóttur, framkvæmdastjóra Slippsins, hefur reksturinn gert fjölskylduna samheldnari en áður. Að sögn Indíönu ákvað fjölskyldan að láta gamlan draum rætast þegar svonefnt Magnahús í Eyjum bauðst þeim til afnota. Húsið hýsti eitt sinn vélsmiðju en hefur verið nýtt sem geymsla fyrir veiðarfæri síðustu þrjá áratugi. „Við reyndum að endurnýta sem mest af þeim efnivið sem hér var og smíðuðum þannig borðin úr gömlum bátsfjölum og gólfin okkar voru áður fjalir úr gamalli netagerð hér í Eyjum,“ útskýrir Indíana, sem rekur staðinn ásamt bróður sínum, Gísla Matthíasi kokki, móður sinni, Katrínu Gísladóttur, og föður sínum, Auðuni Stefnissyni sjómanni. Veitingastaðurinn hefur verið fullbókaður frá því hann opnaði og viðurkennir Indíana að viðtökurnar hafi komið fjölskyldunni skemmtilega á óvart. Þegar hún er innt eftir því hvort það sé erfitt að vinna svo náið með fjölskyldu sinni er Indíana fljót til svars: „Nei, alls ekki. Þetta hefur bara þjappað okkur betur saman og samstarf okkar er gott. Við skiptum verkum á milli okkar þannig að hver og einn er með sitt sérsvið og það hefur gengið vel. Það þýðir ekkert annað en að vera samheldin og samstiga í þessu.“ Veitingahúsið verður rekið í allt sumar og fram á haust en þá munu fjölskyldumeðlimirnir snúa sér að öðrum verkum. Indíana er menntaður myndlistarmaður og starfar hjá Nýló en Gísli Matthías hyggst leggja land undir fót og viða að sér meiri þekkingu í kokkafaginu. Foreldrar þeirra systkina munu þó dvelja áfram í Vestmannaeyjum og reka Slippinn sem veislusal fram að næsta sumri. „Veitingastaðurinn verður opnaður aftur næsta sumar og þá komum við Gísli til baka. Þetta verður svolítið eins og að fara á vertíð í Eyjum,“ segir Indíana að lokum og hlær.- sm
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning