Hálfíslenskur John Grant fær þakkir fyrir að vera til 19. júlí 2012 14:00 John Harmon Grant (t.h.) hefur lent í ýmsum uppákomum eftir að bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant (t.v.) flutti til landsins. Vinir hans og vandamenn hafa gert óspart grín að þessu og hann hefur fengið skilaboð og vinabeiðnir á Facebook, ætluðum þekkta söngvaranum.Samsett mynd/Fréttablaðið „Þetta er búið að vera mjög gaman, allavega upp á síðkastið,” segir hinn hálfíslenski John Harmon Grant um þá upplifun sína að bera sama nafn og þekkti tónlistarmaðurinn John Grant, sem hefur verið búsettur hér undanfarna mánuði og er mörgum kunnugur. Mikið hefur verið fjallað um Íslandsdvöl hans í fjölmiðlum en fæstir vita að frægi söngvarinn á nafna hér á landi. Vinir og vandamenn Johns Harmons Grants, kerfisfræðings hjá Þjóðskrá Íslands, hafa gert að gamni sínu vegna málsins og margir hafa tekið hann í misgripum fyrir tónlistarmanninn á samskiptasíðunni Facebook. „Ég gerði smá grín að þessu þegar hann flutti fyrst til landsins. Þá breytti ég um forsíðumynd á Facebook og setti mynd af honum og fékk skrilljón vinabeiðnir,” segir hann en á tveimur dögum fékk hann rúmlega hundrað vinabeiðnir vegna uppátækisins. „Það voru hinir og þessir sem eru svolítið stórir á Íslandi að reyna að bæta mér við,” svarar hann. Þrátt fyrir að hafa breytt um mynd bíða hans oft skilaboð. „Þau er aðallega fyrir að vera til, halda góða tónleika og vera frábær tónlistarmaður,” segir hann. Báðir eru nafnarnir fæddir í í Colorado-fylki í Bandaríkjunum. John Grant er frá Denver og John Harmon Grant frá Colorado Springs en milli staðanna er rúmlega eins og hálfs tíma akstursfjarlægð. Hinn síðarnefndi hefur þó búið töluvert lengur á landinu eða að mestu undanfarin 22 ár og á íslenska móður. John Grant hélt tónleika á Iceland Airwaves hátíðinni í haust og heillaðist svo af landi og þjóð að hann flutti hingað og vinnur nú að nýrri plötu sem Biggi Veira úr GusGus annast upptökur á. Söngvarinn hlaut mikið lof fyrir fyrri plötu sína, Queen of Denmark, en hún var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Hann heldur tónleika með hljómsveit sinni, skipaðri þremur íslenskum tónlistarmönnum, í Austurbæ klukkan hálf níu í kvöld og voru örfáir miðar eftir í gærkvöldi. John Harmon Grant hefur ekki enn mætt á tónleika með nafna sínum en hyggst bæta úr því. En ætli sönghæfileikar fylgi nafninu? „Ég er alveg drullugóður söngvari þó ég segi sjálfur frá.” Við þetta bætir hann að söngurinn hljómi aðallega í sturtu eða við akstur en ekki á stórsviðum. „Nei, það þyrfti að vera aðeins meira í gangi til þess. Kannski nokkrir bjórar og karókí,” segir hann eldhress. hallfridur@frettabladid.is Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira
„Þetta er búið að vera mjög gaman, allavega upp á síðkastið,” segir hinn hálfíslenski John Harmon Grant um þá upplifun sína að bera sama nafn og þekkti tónlistarmaðurinn John Grant, sem hefur verið búsettur hér undanfarna mánuði og er mörgum kunnugur. Mikið hefur verið fjallað um Íslandsdvöl hans í fjölmiðlum en fæstir vita að frægi söngvarinn á nafna hér á landi. Vinir og vandamenn Johns Harmons Grants, kerfisfræðings hjá Þjóðskrá Íslands, hafa gert að gamni sínu vegna málsins og margir hafa tekið hann í misgripum fyrir tónlistarmanninn á samskiptasíðunni Facebook. „Ég gerði smá grín að þessu þegar hann flutti fyrst til landsins. Þá breytti ég um forsíðumynd á Facebook og setti mynd af honum og fékk skrilljón vinabeiðnir,” segir hann en á tveimur dögum fékk hann rúmlega hundrað vinabeiðnir vegna uppátækisins. „Það voru hinir og þessir sem eru svolítið stórir á Íslandi að reyna að bæta mér við,” svarar hann. Þrátt fyrir að hafa breytt um mynd bíða hans oft skilaboð. „Þau er aðallega fyrir að vera til, halda góða tónleika og vera frábær tónlistarmaður,” segir hann. Báðir eru nafnarnir fæddir í í Colorado-fylki í Bandaríkjunum. John Grant er frá Denver og John Harmon Grant frá Colorado Springs en milli staðanna er rúmlega eins og hálfs tíma akstursfjarlægð. Hinn síðarnefndi hefur þó búið töluvert lengur á landinu eða að mestu undanfarin 22 ár og á íslenska móður. John Grant hélt tónleika á Iceland Airwaves hátíðinni í haust og heillaðist svo af landi og þjóð að hann flutti hingað og vinnur nú að nýrri plötu sem Biggi Veira úr GusGus annast upptökur á. Söngvarinn hlaut mikið lof fyrir fyrri plötu sína, Queen of Denmark, en hún var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Hann heldur tónleika með hljómsveit sinni, skipaðri þremur íslenskum tónlistarmönnum, í Austurbæ klukkan hálf níu í kvöld og voru örfáir miðar eftir í gærkvöldi. John Harmon Grant hefur ekki enn mætt á tónleika með nafna sínum en hyggst bæta úr því. En ætli sönghæfileikar fylgi nafninu? „Ég er alveg drullugóður söngvari þó ég segi sjálfur frá.” Við þetta bætir hann að söngurinn hljómi aðallega í sturtu eða við akstur en ekki á stórsviðum. „Nei, það þyrfti að vera aðeins meira í gangi til þess. Kannski nokkrir bjórar og karókí,” segir hann eldhress. hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira