Lífið

Gefur sjálfur 100 þúsund

Björn Bragi segir hlaupabuxurnar vera þrengstu flík sem hann hafi átt og að dýrið sjáist úr margra kílómetra fjarlægð.
Björn Bragi segir hlaupabuxurnar vera þrengstu flík sem hann hafi átt og að dýrið sjáist úr margra kílómetra fjarlægð. Fréttablaðið/ernir
„Ég setti mér það markmið að reyna að safna hálfri milljón og ef það tekst ætla ég sjálfur að gefa 100.000 krónur í viðbót,“ segir Björn Bragi Arnarsson, sem hleypur til styrktar Krabbameinsfélaginu í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst.

Sjálfur missti Björn Bragi ástvin úr krabbameini á síðasta ári og var það stór ástæða þess að það félag varð fyrir valinu. „Því miður er það þannig að flestir Íslendingar þekkja til einhvers sem hefur þurft að glíma við þennan sjúkdóm, eða hreinlega glímt við hann sjálfir, svo þetta málefni er mörgum hugleikið,“ segir hann. Hann segir það gefa sér meiri kraft í æfingarnar að vita til þess að hann sé að láta gott af sér leiða.

Björn segist hafa fengið smá bakþanka þegar hann sá fatnaðinn sem hann átti að hlaupa í og sérstaklega vöktu buxurnar hjá honum óhug. „Þetta er þrengsta flík sem ég hef nokkurn tímann farið í. Eins og vinur minn orðaði það þá sést í dýrið úr margra kílómetra fjarlægð,“ segir hann. Þrátt fyrir að hafa verið feiminn að fara út í þeim fyrst um sinn segir hann svo þægilegt að hlaupa í þeim að hann hafi ákveðið að komast yfir það. Hann hleypur nú alltaf í þeim en er þó enn ekki farinn að þora að koma fram í dagsbirtu. „Ég fer yfirleitt bara út að hlaupa seint á kvöldin, en þetta er allt að koma. Ég verð vonandi alveg laus við sviðsskrekkinn fyrir keppnina og verð þá með allt á útopnu,“ segir Björn Bragi.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.