Lífið

Sonur Stallones látinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stallone sneri til Los Angeles vegna andlátsins.
Stallone sneri til Los Angeles vegna andlátsins. mynd/ afp.
Sage Moonblood Stallone, sonur leikarans Sylvester Stallone, fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles í gær. Grunur leikur á að hann hafi tekið inn of stóran skammt af einhverskonar lyfjum. Sage var 36 ára gamall. Hann var kvikmyndagerðarmaður en hafði einnig leikið í tveimur myndum með föður sínum á tíunda áratug síðustu aldar. New York Post segir að leifar af lyfjunum hafi fundist á heimili hans en óljóst er hvort Sage hafi með þessari lyfjainntöku fyrirfarið sér eða hvort að andlát hans megi rekja til slyss.

Breska blaðið Daily Telegraph segir að Sylvester Stallone snúið aftur til Los Angeles frá San Diego vegna andlátsins. Hann var í San Diego ásamt Arnold Schwartzenegger og Dolp Lundgren, þar sem þeir voru að kynna myndina The Expendables 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.