Leggja undir sig Eyrarbakka 17. júlí 2012 16:00 Anna G. Magnúsdóttir hjá kvikmyndafélaginu Hughrifum er framleiðandi sænsku myndarinnar Hemma, sem verður tekin upp hér á Íslandi frá og með morgundeginum. „Myndin verður tekin upp 99% á Íslandi og þá aðallega á Eyrarbakka, en þó aðeins í Reykjavík líka,“ segir Anna G. Magnúsdóttir, framleiðandi sænsku myndarinnar Hemma. Sögusvið myndarinnar hefst í Svíþjóð en flyst svo yfir í eigin heim aðalpersónanna. „Það er aldrei talað um að þetta sé Ísland heldur er þetta meira þeirra hugarheimur,“ segir Anna. Öll aðalhlutverkin eru í höndum Svía en talsvert margir íslenskir leikarar koma þó við sögu í myndinni og margir þeirra í talandi aukahlutverkum. „Myndin er samt tekin upp á sænsku,“ segir Anna og bætir við að hún verði textuð á ensku. Eyrarbakki er ekki stór staður og spurð hvort tökuliðið sé ekki búið að yfirtaka bæinn algjörlega hlær Anna. „Við erum með okkar bækistöðvar hér á Gónhóli, í gömlu frystihúsi sem var gert upp, og við erum svo heppin að það er ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki af öllum sviðum hér á Bakkanum sem leggur dag við nótt til að hjálpa okkur að hrinda þessu í gegn,“ segir hún. Sænska framleiðslufyrirtækið Little Big Productions er aðalframleiðandi myndarinnar og íslenska kvikmyndafélagið Hughrif er meðframleiðandi. Upptökur hefjast á morgun og er reiknað með að þær taki um fimm vikur. Athygli vekur að hin árlega Aldamótahátíð verður haldin á Eyrarbakka helgina 10. til 12. ágúst en Anna segir hana þó ekki spila rullu í myndinni. „Það verður bara gaman fyrir okkur að fá að skemmta okkur á hátíðinni með öllum hinum,“ segir hún og hlær. Reiknað er með að myndin verði tilbúin snemma árs 2013. - trs Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
„Myndin verður tekin upp 99% á Íslandi og þá aðallega á Eyrarbakka, en þó aðeins í Reykjavík líka,“ segir Anna G. Magnúsdóttir, framleiðandi sænsku myndarinnar Hemma. Sögusvið myndarinnar hefst í Svíþjóð en flyst svo yfir í eigin heim aðalpersónanna. „Það er aldrei talað um að þetta sé Ísland heldur er þetta meira þeirra hugarheimur,“ segir Anna. Öll aðalhlutverkin eru í höndum Svía en talsvert margir íslenskir leikarar koma þó við sögu í myndinni og margir þeirra í talandi aukahlutverkum. „Myndin er samt tekin upp á sænsku,“ segir Anna og bætir við að hún verði textuð á ensku. Eyrarbakki er ekki stór staður og spurð hvort tökuliðið sé ekki búið að yfirtaka bæinn algjörlega hlær Anna. „Við erum með okkar bækistöðvar hér á Gónhóli, í gömlu frystihúsi sem var gert upp, og við erum svo heppin að það er ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki af öllum sviðum hér á Bakkanum sem leggur dag við nótt til að hjálpa okkur að hrinda þessu í gegn,“ segir hún. Sænska framleiðslufyrirtækið Little Big Productions er aðalframleiðandi myndarinnar og íslenska kvikmyndafélagið Hughrif er meðframleiðandi. Upptökur hefjast á morgun og er reiknað með að þær taki um fimm vikur. Athygli vekur að hin árlega Aldamótahátíð verður haldin á Eyrarbakka helgina 10. til 12. ágúst en Anna segir hana þó ekki spila rullu í myndinni. „Það verður bara gaman fyrir okkur að fá að skemmta okkur á hátíðinni með öllum hinum,“ segir hún og hlær. Reiknað er með að myndin verði tilbúin snemma árs 2013. - trs
Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira