Kjartan spilar fyrir Kjartan í tónleikaferð Sigur Rósar 17. júlí 2012 15:00 „Ég verð aðallega á gítar en stekk á það sem þarf hverju sinni,“ segir Kjartan Dagur Holm sem heldur næsta sunnudag í tónleikaferð með Sigur Rós. Fréttablaðið/Ernir „Við erum að gera okkar besta til að fylla í skarðið fyrir Kjartan á þessum túr,“ segir Kjartan Dagur Holm sem spilar fyrir nafna sinn á tónleikaferðalagi Sigur Rósar en sveitin fer út næstkomandi sunnudag. Ævintýrið hefst á tónleikum í Fíladelfíu í Bandaríkjunum 29. júlí. Í maí síðastliðnum við útgáfu plötunnar Valtari var tilkynnt að Kjartan Sveinsson væri ekki hættur í hljómsveitinni en yrði fjarri góðu gamni í komandi tónleikaferð. Ævintýrið stendur út árið og fram eftir því næsta. „Ég og Ólafur Björn Ólafsson, sem var til dæmis með Jónsa á hans túr á píanói, munum ferðast með þeim í einhvern tíma,“ segir hann og tekur fram að Kjartan hafi verið afar liðtækur meðlimur og spilað á gítar sem og píanó og sungið: „Ég verð aðallega á gítar en stekk á það sem þarf hverju sinni.“ Kjartan er mikill aðdáandi Sigur Rósar og þekkir lögin vel. Hann er þó miklu meira en aðdáandi því hann er tengdur sveitinni fjölskylduböndum. „Ég og Goggi erum bræður,“ segir hann og á við Georg Holm, bassaleikara. Jafnframt er Kjartan meðlimur hljómsveitarinnar For a Minor Reflection sem hlotnaðist sá heiður að hita upp fyrir Sigur Rós í þrjár vikur í nóvember árið 2008. Þetta er þó mun stærra batterí og hefur hann setið við að læra réttu gripin og nóturnar. „Við erum búnir að hittast núna í smá tíma og æfa. Þetta lítur allt mjög vel út og ég held að þetta verði voða flott hjá þeim,“ segir hann spenntur. Aðspurður hve stóran þátt tónlist spili í lífi hans svarar hann: „Ég svo sem veit það ekki, þetta verður það sem tekur við næstu mánuðina. Ég hef alltaf verið í For a Minor Reflection og að sjálfsögðu hefur maður verið í skóla og dagvinnu en auðvitað er draumurinn að geta gert bara þetta, sjáum til hvenær það gerist,“ segir hann. Fyrrnefnd hljómsveit hans heldur tónleika á föstudaginn á Faktorý til að kveðja áður en Sigur Rós heldur á heimsflakk með hinum nýja Kjartani.hallfridur@frettabladid.is Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
„Við erum að gera okkar besta til að fylla í skarðið fyrir Kjartan á þessum túr,“ segir Kjartan Dagur Holm sem spilar fyrir nafna sinn á tónleikaferðalagi Sigur Rósar en sveitin fer út næstkomandi sunnudag. Ævintýrið hefst á tónleikum í Fíladelfíu í Bandaríkjunum 29. júlí. Í maí síðastliðnum við útgáfu plötunnar Valtari var tilkynnt að Kjartan Sveinsson væri ekki hættur í hljómsveitinni en yrði fjarri góðu gamni í komandi tónleikaferð. Ævintýrið stendur út árið og fram eftir því næsta. „Ég og Ólafur Björn Ólafsson, sem var til dæmis með Jónsa á hans túr á píanói, munum ferðast með þeim í einhvern tíma,“ segir hann og tekur fram að Kjartan hafi verið afar liðtækur meðlimur og spilað á gítar sem og píanó og sungið: „Ég verð aðallega á gítar en stekk á það sem þarf hverju sinni.“ Kjartan er mikill aðdáandi Sigur Rósar og þekkir lögin vel. Hann er þó miklu meira en aðdáandi því hann er tengdur sveitinni fjölskylduböndum. „Ég og Goggi erum bræður,“ segir hann og á við Georg Holm, bassaleikara. Jafnframt er Kjartan meðlimur hljómsveitarinnar For a Minor Reflection sem hlotnaðist sá heiður að hita upp fyrir Sigur Rós í þrjár vikur í nóvember árið 2008. Þetta er þó mun stærra batterí og hefur hann setið við að læra réttu gripin og nóturnar. „Við erum búnir að hittast núna í smá tíma og æfa. Þetta lítur allt mjög vel út og ég held að þetta verði voða flott hjá þeim,“ segir hann spenntur. Aðspurður hve stóran þátt tónlist spili í lífi hans svarar hann: „Ég svo sem veit það ekki, þetta verður það sem tekur við næstu mánuðina. Ég hef alltaf verið í For a Minor Reflection og að sjálfsögðu hefur maður verið í skóla og dagvinnu en auðvitað er draumurinn að geta gert bara þetta, sjáum til hvenær það gerist,“ segir hann. Fyrrnefnd hljómsveit hans heldur tónleika á föstudaginn á Faktorý til að kveðja áður en Sigur Rós heldur á heimsflakk með hinum nýja Kjartani.hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning