Hollywood-fárið heldur áfram á landinu Þorbjörn Þórðarson. skrifar 15. júlí 2012 20:15 Stórleikarinn Russell Crowe er væntanlegur hingað til lands í næstu viku í tengslum við tökur á stórmyndinni um Örkina hans Nóa. Til stóð að leigja sumarbústað í Grímsnesi fyrir eiginkonu Crowe, en fallið var frá því vegna nálægðar við nærliggjandi bústaði. Fjárfesting vegna kvikmyndagerðar hleypur á milljörðum króna. Noah, endurgerð hinnar sígildu Biblíusögu um Örkina hans Nóa er hundruð milljóna dollara stórmynd eftir leikstjórann Darren Aronofsky, sem leikstýrt hefur fjórum leikurum til óskarsverðlauna. Tökur hefjast á myndinni síðar í þessum mánuði á Suðvesturlandi, en með titilhlutverkið fer enginn annar en nýsjálenski óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe og er hann væntanlegur til landsins í næstu viku. Meðal annars fór sérstakt teymi á vegum framleiðslufyrirtækisins True North að leita að sumarbústaði fyrir eiginkonu hans, Danielle, sem verður með honum hér á landi. Var bústaður í Grímsnesi skoðaður, samkvæmt upplýsingum fréttastofu en fallið frá leigu á honum vegna nálægðar við nærliggjandi bústaði. Ekki fengust svör við því á skrifstofu forseta Íslands hvort Crowe yrði gestur á Bessastöðum meðan Crowe dvelst hér á landi en forsetinn er nokkur aðdáandi leikarans og lýsti því í tveimur viðtölum sem hann veitti í kosningabaráttunni. Forsetinn er sem stendur í fríi erlendis á ótilgreindum stað. Í beinni línu á DV í kosningabaráttunni var hann spurður hvern hann vildi sjá leika sig ef gerð yrði kvikmynd um ævi hans og nefndi Crowe. Þá hafa þeir hist fyrir tilviljun, er forsetinn snæddi hádegisverð með breska leikaranum Michael Caine fyrir nokkrum árum. Það má með sanni segja að árið 2012 verði þekkt fyrir sannkallað Hollywood-fár hér á landi. Tom Cruise var hér í síðasta mánuði vegna kvikmyndarinnar Oblivion. Ben Stiller er staddur hér á landi og skemmti sér á Vegamótum í gærkvöldi. Síðar í sumar hefjast tökur á myndinni The Secret life of Walter Mitty, sem skartar Stiller í aðalhlutverki en hún verður tekin upp víða um land, meðal annars á Seyðisfirði og hefjast tökur í september. Promotheus, stórmynd Ridley Scott, var tekin upp hér fyrra en tekjurnar af henni námu 750 milljónum króna hér innlands. Gera má ráð fyrir að hver þessara myndi feli sér fjárfestingu hér innanlands af svipaðri stærðargráðu. Heildarfjárfesting vegna þessara kvikmyndaverkefna hleypur því samtals á milljörðum króna. Framleiðslufyrirtækið True North, undir stjórn Leifs Dagfinnssonar, ber þungann og hitan af flestum þessara verkefna og má ætla að tekjuaukning fyrirtækisins af þessum sökum sé veruleg. Tengdar fréttir Russel Crowe á leið til landsins til að leika Nóa Stórstjarnan Russel Crowe mun leika aðalhlutverkið í Noah, kvikmynd eftir Darren Aronofsky sem tekin verður hér á landi í júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar en Crowe hafði áður verið orðaður við hlutverkið. Önnur stjarna, Liam Neeson, er einnig sagður líklegur til þess að fara með hlutverk. 23. apríl 2012 09:42 Russell Crowe til Íslands? Russell Crowe mun að öllum líkindum leika aðalhlutverkið í stórmynd Darrens Aronofsky, Noah, sem verður hugsanlega tekin að hluta til upp hér á landi í sumar. Aronofsky er einnig sagður áhugasamur um að fá Liam Neeson til að leika annað hlutverk í myndinni. 6. febrúar 2012 12:45 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Stórleikarinn Russell Crowe er væntanlegur hingað til lands í næstu viku í tengslum við tökur á stórmyndinni um Örkina hans Nóa. Til stóð að leigja sumarbústað í Grímsnesi fyrir eiginkonu Crowe, en fallið var frá því vegna nálægðar við nærliggjandi bústaði. Fjárfesting vegna kvikmyndagerðar hleypur á milljörðum króna. Noah, endurgerð hinnar sígildu Biblíusögu um Örkina hans Nóa er hundruð milljóna dollara stórmynd eftir leikstjórann Darren Aronofsky, sem leikstýrt hefur fjórum leikurum til óskarsverðlauna. Tökur hefjast á myndinni síðar í þessum mánuði á Suðvesturlandi, en með titilhlutverkið fer enginn annar en nýsjálenski óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe og er hann væntanlegur til landsins í næstu viku. Meðal annars fór sérstakt teymi á vegum framleiðslufyrirtækisins True North að leita að sumarbústaði fyrir eiginkonu hans, Danielle, sem verður með honum hér á landi. Var bústaður í Grímsnesi skoðaður, samkvæmt upplýsingum fréttastofu en fallið frá leigu á honum vegna nálægðar við nærliggjandi bústaði. Ekki fengust svör við því á skrifstofu forseta Íslands hvort Crowe yrði gestur á Bessastöðum meðan Crowe dvelst hér á landi en forsetinn er nokkur aðdáandi leikarans og lýsti því í tveimur viðtölum sem hann veitti í kosningabaráttunni. Forsetinn er sem stendur í fríi erlendis á ótilgreindum stað. Í beinni línu á DV í kosningabaráttunni var hann spurður hvern hann vildi sjá leika sig ef gerð yrði kvikmynd um ævi hans og nefndi Crowe. Þá hafa þeir hist fyrir tilviljun, er forsetinn snæddi hádegisverð með breska leikaranum Michael Caine fyrir nokkrum árum. Það má með sanni segja að árið 2012 verði þekkt fyrir sannkallað Hollywood-fár hér á landi. Tom Cruise var hér í síðasta mánuði vegna kvikmyndarinnar Oblivion. Ben Stiller er staddur hér á landi og skemmti sér á Vegamótum í gærkvöldi. Síðar í sumar hefjast tökur á myndinni The Secret life of Walter Mitty, sem skartar Stiller í aðalhlutverki en hún verður tekin upp víða um land, meðal annars á Seyðisfirði og hefjast tökur í september. Promotheus, stórmynd Ridley Scott, var tekin upp hér fyrra en tekjurnar af henni námu 750 milljónum króna hér innlands. Gera má ráð fyrir að hver þessara myndi feli sér fjárfestingu hér innanlands af svipaðri stærðargráðu. Heildarfjárfesting vegna þessara kvikmyndaverkefna hleypur því samtals á milljörðum króna. Framleiðslufyrirtækið True North, undir stjórn Leifs Dagfinnssonar, ber þungann og hitan af flestum þessara verkefna og má ætla að tekjuaukning fyrirtækisins af þessum sökum sé veruleg.
Tengdar fréttir Russel Crowe á leið til landsins til að leika Nóa Stórstjarnan Russel Crowe mun leika aðalhlutverkið í Noah, kvikmynd eftir Darren Aronofsky sem tekin verður hér á landi í júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar en Crowe hafði áður verið orðaður við hlutverkið. Önnur stjarna, Liam Neeson, er einnig sagður líklegur til þess að fara með hlutverk. 23. apríl 2012 09:42 Russell Crowe til Íslands? Russell Crowe mun að öllum líkindum leika aðalhlutverkið í stórmynd Darrens Aronofsky, Noah, sem verður hugsanlega tekin að hluta til upp hér á landi í sumar. Aronofsky er einnig sagður áhugasamur um að fá Liam Neeson til að leika annað hlutverk í myndinni. 6. febrúar 2012 12:45 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Russel Crowe á leið til landsins til að leika Nóa Stórstjarnan Russel Crowe mun leika aðalhlutverkið í Noah, kvikmynd eftir Darren Aronofsky sem tekin verður hér á landi í júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar en Crowe hafði áður verið orðaður við hlutverkið. Önnur stjarna, Liam Neeson, er einnig sagður líklegur til þess að fara með hlutverk. 23. apríl 2012 09:42
Russell Crowe til Íslands? Russell Crowe mun að öllum líkindum leika aðalhlutverkið í stórmynd Darrens Aronofsky, Noah, sem verður hugsanlega tekin að hluta til upp hér á landi í sumar. Aronofsky er einnig sagður áhugasamur um að fá Liam Neeson til að leika annað hlutverk í myndinni. 6. febrúar 2012 12:45
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning