Lífið

Heppnastur í heimi

Elton er heppinn að vera HIV-neikvæður.
Elton er heppinn að vera HIV-neikvæður. Vísir/Getty
Söngvarinn Elton John játaði að hafa á sínum yngri árum stundað kynlíf í gríð og erg án þess að nota verjur. Þetta var í viðtali við Matt Lauer sem sýnt verður á NBC-sjónvarsstöðinni í dag og á morgun.

Stórstjarnan hefur eytt miklu púðri í að predika öruggt kynlíf og staðið fyrir miklum herferðum til að vekja athygli á alnæmi. „Þegar maður tekur eiturlyf og drekkur mikið þá telur maður sig vera ósigrandi. Ég komst út úr þessum kafla lífs míns án þess að smitast af HIV. Ég er heppnasta manneskja í heimi,“ segir hann í viðtalinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.