Vinnur með stórlaxi í bandarísku sjónvarpi 18. júlí 2012 14:00 Það er alltaf nóg að gera hjá Birni Thors, sem heldur til Parísar í næstu viku til að ljúka upptökum á þáttaröðinni Transporters. Fréttablaðið/ernir „Það er rosalega skemmtilegt að taka þátt í þessu, þetta er eins og að fara í sumarbúðir í vinnunni sinni,“ segir Björn , sem leikur í fyrsta þættinum í nýrri amerískri þáttaröð, Transporters. Þættirnir eru byggðir á bíómyndinni Transporters sem kom út árið 2003. Þetta er fyrsta þáttaröðin sem gerð er og verður hún frumsýnd í september. „Ég var í tökum í Toronto í síðustu viku og á einum tökudegi tók ég þátt í tveimur bílaeltingaleikjum, tveimur skotbardögum og bílveltu. Það er ótrúlega gaman að fá að taka þátt í svona alvöru hasar,“ segir Björn og bætir við að þetta sé ekkert mjög ólíkt því að leika í Pressu nema að umfangið sé töluvert meira. „Ég held að kostnaðurinn við hvern þátt sé til dæmis kominn í um fimm milljónir dala,“ segir hann en það samsvarar rúmlega 600 milljónum íslenskra króna. Björn fer með hlutverk vonda karlsins og kemur aðeins fyrir í þessum eina þætti. „Minn endir í þættinum var mjög dramatískur og það eru ekki miklar líkur á að persónan fái frekara hlutverk í þessari seríu,“ segir Björn og hlær en vill ekkert gefa upp frekar. Hann heldur til Parísar í næstu viku til að klára tökur. Leikstjóri þáttarins sem Björn kemur fram í er Brad Turner, sem hefur leikstýrt þáttum í þáttaröðum á borð við 24, Psych, Homeland, Prison Break og Bones. „Brad er stórlax í bandarísku sjónvarpi. Hann var einn af framleiðendum stuttmyndar okkar Barkar Sigþórssonar, Come to Harm, í fyrra og í kjölfarið af því kom hann mér í prufu fyrir þennan þátt,“ segir Björn. Haustið verður afar annasamt og spennandi hjá Birni. Hann leikur í þriðju þáttaröðinni af Pressu, sem kemur á skjáinn í haust, auk þess sem hann fer með aðalhlutverkið í bíómyndinni Frost og stórt hlutverk í myndinni Djúpið en báðar verða þær frumsýndar með haustinu. Björn hefur þó ekki mikinn tíma til að horfa á sjálfan sig á skjánum því það er nóg fram undan hjá honum. „Ég fer aftur í Þjóðleikhúsið eftir sumarfrí. Við eigum eftir nokkrar sýningar af Afmælisveislunni og svo taka við æfingar á Macbeth sem verður frumsýnt um jólin. Það er því margt í pípunum fyrir haustið,“ segir Björn Thors brattur. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira
„Það er rosalega skemmtilegt að taka þátt í þessu, þetta er eins og að fara í sumarbúðir í vinnunni sinni,“ segir Björn , sem leikur í fyrsta þættinum í nýrri amerískri þáttaröð, Transporters. Þættirnir eru byggðir á bíómyndinni Transporters sem kom út árið 2003. Þetta er fyrsta þáttaröðin sem gerð er og verður hún frumsýnd í september. „Ég var í tökum í Toronto í síðustu viku og á einum tökudegi tók ég þátt í tveimur bílaeltingaleikjum, tveimur skotbardögum og bílveltu. Það er ótrúlega gaman að fá að taka þátt í svona alvöru hasar,“ segir Björn og bætir við að þetta sé ekkert mjög ólíkt því að leika í Pressu nema að umfangið sé töluvert meira. „Ég held að kostnaðurinn við hvern þátt sé til dæmis kominn í um fimm milljónir dala,“ segir hann en það samsvarar rúmlega 600 milljónum íslenskra króna. Björn fer með hlutverk vonda karlsins og kemur aðeins fyrir í þessum eina þætti. „Minn endir í þættinum var mjög dramatískur og það eru ekki miklar líkur á að persónan fái frekara hlutverk í þessari seríu,“ segir Björn og hlær en vill ekkert gefa upp frekar. Hann heldur til Parísar í næstu viku til að klára tökur. Leikstjóri þáttarins sem Björn kemur fram í er Brad Turner, sem hefur leikstýrt þáttum í þáttaröðum á borð við 24, Psych, Homeland, Prison Break og Bones. „Brad er stórlax í bandarísku sjónvarpi. Hann var einn af framleiðendum stuttmyndar okkar Barkar Sigþórssonar, Come to Harm, í fyrra og í kjölfarið af því kom hann mér í prufu fyrir þennan þátt,“ segir Björn. Haustið verður afar annasamt og spennandi hjá Birni. Hann leikur í þriðju þáttaröðinni af Pressu, sem kemur á skjáinn í haust, auk þess sem hann fer með aðalhlutverkið í bíómyndinni Frost og stórt hlutverk í myndinni Djúpið en báðar verða þær frumsýndar með haustinu. Björn hefur þó ekki mikinn tíma til að horfa á sjálfan sig á skjánum því það er nóg fram undan hjá honum. „Ég fer aftur í Þjóðleikhúsið eftir sumarfrí. Við eigum eftir nokkrar sýningar af Afmælisveislunni og svo taka við æfingar á Macbeth sem verður frumsýnt um jólin. Það er því margt í pípunum fyrir haustið,“ segir Björn Thors brattur. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira