Lífið

Þaggað niður í McCartney

BBI skrifar
Mynd/AP
Þaggað var niður í rokkstjörnunum Bruce Springsteen og Paul McCarney þegar þeir spiluðu of lengi í gær í Hyde Park, sem er einn stærsti almenningsgarður Lundúna.

McCartney var gestastjarna á tónleikum Springsteen í gær og þeir sungu saman síðasta lagið. Þá var klukkan þegar orðin töluvert meira en hálf ellefu en um það leyti á öllum látum að vera lokið í garðinum. Tvímenningarnir sungu saman Bítlalögin „I Saw Her Standing There" og „Twist and Shout". Hljóðið var hins vegar tekið af míkrófónum þeirra áður en þeir náðu að þakka áhorfendum. Þeir gengu þegjandi af sviðinu.

Gítarleikarinn í hljómsveitinni var einstaklega hneykslaður yfir þessum aðförum. „Það er laugardagskvöld! Hvern voru þeir að trufla?" sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.