Fleiri fréttir Ekkert óvænt á Óskarnum Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru kunngjörðar í gær. Fátt kom á óvart í vali bandarísku akademíunnar og raunar var allt eftir bókinni. The King‘s Speech leiðir kapphlaupið með tólf tilnefningar en True Grit fylgir fast á eftir með tíu. The Social Network er tilnefnd til átta. 26.1.2011 00:00 Lay Low gerir plötu við ljóð íslenskra kvenskálda „Ég er mjög spennt því mig hefur lengi langað til að gera íslenska plötu, en ég er ekki nógu góð í að semja íslenska texta," segir tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, best þekkt sem Lay Low. 25.1.2011 21:00 Leggur stuðsamning fyrir bæjarstjórn „Hugmyndin er að ef við náum ekki að redda nógu mörgum styrkjum sé bærinn tilbúinn til að hlaupa undir bagga með eitthvað," segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, oftast kallaður Mugison. 25.1.2011 20:00 Enskur umbi með erindi 25.1.2011 11:00 Tvær plötur frá Kanye Rapparinn Kanye West ætlar að gefa út tvær plötur áður en sumarið er á enda. Fyrst kemur Watch the Throne út í mars sem hann gerir með rapparanum Jay-Z og í lok sumars er svo væntanleg ný sólóplata frá Kanye. 25.1.2011 10:00 Rifjum aðeins upp hvernig þú varst fyrir nýju varirnar Eins og heimurinn veit er leikkonan Lindsay Lohan nýskriðin úr meðferð við áfengis- og vímefna misnotkun og líka að hún á það til að láta setja kallogen efni í varirnar á sér. Í meðfylgjandi myndasafni rifjum við upp hvernig Lindsay leit út fyrir nýju varirnar. Þá má einnig sjá myndir af Lindsay við stýrið nýliðna helgi. 25.1.2011 08:00 Rocky Horror endurfundir Hópurinn sem setti upp söngleikinn Rocky Horror í Menntaskólanum við Hamrahlíð hittist í Iðnó á föstudaginn í tilefni þess að tuttugu ár voru liðin frá frumsýningunni. 25.1.2011 09:00 Íslenskri nýklassík hampað Íslenskir flytjendur eru áberandi í heilsíðuumfjöllun á menningarsíðu breska blaðsins Sunday Times um síðustu helgi. Þar er fjallað um nýja tegund lagahöfunda sem notast við sígilda tónlist í sköpun sinni. Einnig er rætt um að lagahöfundar þurfi ekki lengur að vera á sama stað ætli þeir að semja saman lög eða taka þau upp. Þar hafi netið komið inn í staðinn. 25.1.2011 08:00 Það fylgir glamúrnum að vera pínu DJARFUR „Það fylgir glamúrnum að vera pínu djarfur en það er alveg hægt að hafa hlutina djarfa án þess að það sé subbulegt. Mér hefur alltaf fundist gaman að skoða auglýsingabæklinga með fallegum myndum af fallegum líkömum. Mér finnst líka falleg nekt í góðu lagi og fer oftast bara eftir hvort það sé ekki örugglega „fancy not trashy". Mér finnst lítið mál að sitja fyrir sjálf á bikiní því ég er ánægð með líkama minn og geri líka í því að halda honum við. Ef fólk er ekki sátt við það þá þarf það ekkert að glápa. Það skiptir auðvitað bara öllu ef þú sjálf ert sátt við hlutina og hefur gaman af þeim. Ég hef allavega ekki gert neitt ennþá sem ég sé eftir enda hef ég heldur ekki verið að taka öllu sem býðst. Ég er frekar old school og settleg að eðlisfari." 24.1.2011 17:19 Jesse James lofaður tattúkonu Jesse James, fyrrum eiginmaður leikkonunnar Söndru Bullock, hefur trúlofast húðflúrlistakonunni Kat Von D. Parið hóf samband sitt síðasta sumar, skömmu eftir skilnað James við Bullock. Í viðtali við tímaritið People opinberar James ást sína á Von D og segist aldrei hafa kynnst jafn yndislegri manneskju. „Árið 2010 var besta ár lífs mín því ég varð ástfanginn af bestu vinkonu minni. Hún er frábær kona sem stóð með mér á tíma þegar allur heimurinn snéri við mér baki. Ég get ekki sett tilfinningar mínar í orð og ég er himinlifandi að hún hafi sagt „já“. Það á eftir að verða dásamlegt að eldast með henni,“ sagði James. 24.1.2011 16:00 Halle Berry reið barnsföður sínum Leikkonan Halle Berry mun vera afskaplega stjórnsöm ef marka má frétt sem birt var á vefsíðunni Radaronline.com. Berry vill til að mynda ekki að fyrrum sambýlismaður hennar, Gabriel Aubry, fari á stefnumót með frægum konum þrátt fyrir að hún sé sjálf í sambandi með franska leikaranum Oliver Martinez. „Ef Gabriel gerir ekki nákvæmlega það sem Halle segir honum að gera verður hún óð og öskrar á hann. Halle er mjög skapstór og stjórnsöm á bak við tjöldin," var haft eftir heimildarmanni. „Halle vill alls ekki að hann fari á opinber stefnumót og vill helst að hann hitti óþekktar konur, ekki aðrar stjörnur. Hún gaf honum úrslitakost, annað hvort hættir hann að hitta konur sem munu draga athygli að honum eða hann heldur friðinn á milli þeirra tveggja. Gabriel óttast að ef hann heldur Halle ekki góðri að þá fái hann ekki að hitta dóttur sína eins oft og hann langar til," sagði heimildarmaðurinn sem ber Berry ekki góða söguna. 24.1.2011 12:00 Bannaði Jessicu að kaupa sér Fendi-tösku Söngkonan Jessica Simpson skammast sín fyrir hegðun unnusta síns, ruðningskappans fyrrverandi Erics Johnson, ef marka má nýja frétt OK Magazine. 24.1.2011 15:30 Ragga stýrir umræðum í Universal Studios „Ég var búin ad gleyma hvað það er hrikalega gaman ad krukka í áhugaverðu fólki,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir, kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi útvarpsmaður á Bylgjunni. 24.1.2011 00:01 Portúgalir trylltust yfir Bloodgroup Hljómsveitin Bloodgroup spilaði fyrir 2000 tryllta námsmenn í Porto í Portúgal í síðustu viku. „Ég hef aldrei heyrt meiri hávaða,“ segir Ragnar Láki hljómborðsleikari. 24.1.2011 00:01 Atli Rafn talar fyrir Þór og Laddi Mjölni Atli Rafn Sigurðarson og Þórhallur Sigurðsson, Laddi, hafa verið ráðnir í tvö stærstu hlutverkin í teiknimyndinni Þór sem framleiðslufyrirtækið Caoz er að gera. Atli Rafn mun tala fyrir Þór og Þórhallur verður Mjölnir. 24.1.2011 00:01 Geir Ólafs flýgur út í febrúar Söngvarinn Geir Ólafsson hefur verið bókaður á tvenna tónleika í Los Angeles í febrúar og stefnir á að syngja á einum til viðbótar. 24.1.2011 00:01 Þessu liði leiddist greinilega ekki Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi ljósmyndari hjá Superman.is um helgina á skemmtistöðunum Risinu, Hressó, Bankanum og Hvítu perlunni. Eins og sjá má í myndasafni leiddist fólkinu ekki á djamminu. 23.1.2011 13:03 Sumir höfðu vit á því að vera í LEÐURBUXUM Skemmti- og spurningaþátturinn Ha? hóf göngu sína á Skjá einum í gærkvöldi. Umsjónarmaður er leikarinn Jóhann G. Jóhannsson og liðsstjórar eru þau Edda Björg Eyjólfsdóttir og Sólmundur Hólm. Leðurbuxur Eddu Bjargar stálu senunni því Jói og Sóli litu út eins og viskustykki, klæddir í skyrtur, á meðan Edda geislaði af kynþokka. Baggalútsmenn mættu til leiks eiturhressir að vanda eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 22.1.2011 15:04 Draumastarfið hjá All Saints Nýtt útlit hljómsveitarinnar The Charlies vakti athygli lesenda Fréttablaðsins fyrir skemmstu. Manneskjan á bak við fötin sem stúlkurnar í The Charlies klæddust er Elísabet Kristófersdóttir. 22.1.2011 18:00 Í hlutverki Saddams Sacha Baron Cohen ætlar að leika Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforeta, í gamanmyndinni The Dictator. Myndin er byggð á bókinni Zabibah and The King sem Hussein skrifaði sjálfur. 22.1.2011 13:00 Jóhanna Guðrún verður í stuttum kjól í kvöld „Það leggst bara mjög vel í mig að keppa aftur. Smá meiri pressa en í seinustu forkeppni en það er bara gott," segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona en hún snýr aftur í Eurovision með því að syngja lag Maríu Bjarkar Sverrisdóttur í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Jóhanna er öllum hnútum kunn í Söngvakeppninni, vann hana 2008 og fór með lagið Is It True? alla leið í annað sætið í Moskvu, sællar minningar. Hvernig hefur undurbúningurinn fyrir keppnina gengið? „Æfingarnar hafa gengið frábærlega vel enda er ég með frábært fòlk með mér," segir hún. „Ég ætla að vera í kjól og í fyrsta skipti í Eurovision er ég ekki í síðum kjól. Kjóllinn var keyptur fyrir mig en ég lét síðan breyta honum aðeins og er rosalega ánægð með útkomuna," segir Jóhanna Guðrún spurð í hverju hún ætlar að vera í kvöld. 22.1.2011 10:15 Arnaldur ánægður með nýja útgáfu „Þetta er náttúrulega frábært að fá þessa bók út á þýsku og það verður gaman að vita hvernig henni vegnar,“ segir metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason. 22.1.2011 07:30 Arnar Ingi er endurfæddur Johnny Cash Arnar Ingi hefur verið aðdáandi Johnny Cash síðan hann var 13 ára. Hann tók lagið Folsom Prison Blues í útvarpsþættinum Harmageddon. 21.1.2011 22:00 Frönsk ofurpía bjargar París Allt er á öðrum endanum í París þegar flugeðluegg klekst út á hillu í náttúrugripasafninu. Hin unga og skelegga fréttakona Adèle er þó hvergi bangin og lendir í alls kyns óvæntum ævintýrum. 21.1.2011 00:01 Menningarvitar á Facebook vilja menningarfréttir á RÚV Hallgrímur hefur stofnað sérstaka grúppu á Facebook undir nafninu Menningarfréttir í útvarp og sjónvarp. Hann skorar á listamenn að fylla pósthólfið hjá Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Sigrúnu Stefánsdóttur dagskrárstjóra með áskorun um að koma á fót sérstökum menningarfréttum með svipuðu sniði og íþróttafréttir hafa verið. 21.1.2011 22:00 Kattarkonan Hathaway Anne Hathaway mun leika Selinu Kyle og hennar annað sjálf, Kattarkonuna, í þriðju Batman-myndinni, sem nefnist The Dark Knight Rises. Hathaway, sem er 28 ára, fylgir þar í fótspor Michelle Pfeiffer og Halle Berry sem hafa báðar spreytt sig á sama hlutverki. „Hathaway verður frábær viðbót við leikaraliðið okkar á sama tíma og sagan okkar er að verða að veruleika,“ sagði leikstjórinn Christopher Nolan. Tom Hardy, sem lék í mynd Nolans, Inception, leikur illmennið Bane í The Dark Knight Rises. Christian Bale verður sem fyrr í hlutverki skikkjuklæddu hetjunnar. Myndin er væntanleg í bíó 20. júlí á næsta ári. 21.1.2011 15:00 Jordan í erfiðum málum Ein frægasta glamúrfyrirsæta Breta, Katie Price, gæti verið á leiðinni með skilnað sinn og bardagakappans Alex Reid fyrir dómstóla. Skilnaðurinn er forsíðufóður fyrir bresku blöðin. Eftir aðeins eitt ár í hjónabandi tilkynnti fyrirsætan Katie Price að hún hygðist skilja við bardagakappann Alex Reid. Reid þessi er fremur vafasamur klæðskiptingur sem hefur haft atvinnu af blandaðri bardagalist og var handtekinn, ef marka má breska blaðið The Sun, sumarið 2006 vegna gruns um innflutning á kókaíni. Þá fjallaði breska pressan ítarlega um grófa fullorðinsmynd þar sem Alex Reid sást leika í nauðgunaratriði. 21.1.2011 14:00 Leita að ofurfyrirsætu Leitin að næstu Elite-stúlku landsins hefst á laugardag en þá munu aðstandendur Elite-skrifstofunnar taka á móti áhugasömum stúlkum á skrifstofu sinni við Klapparstíg 25-27 milli klukkan 14.00 og 17.00. 21.1.2011 13:45 Í KLIKKAÐ FORM rétt eftir BARNSBURÐ Freyja Sigurðardóttir, einkaþjálfari hjá Hreyfingu og margfaldur Fitnessmeistari er þriggja barna móðir. Yngsta barn Freyju er aðeins 15 mánaða gamalt. Í meðfylgjandi myndskeiði fræðir hún okkur um heilsu og hvernig hún kemur sér í gott líkamlegt form. 21.1.2011 11:35 Óskabarn þjóðarinnar Rapparinn Ramses fagnar útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar í kvöld. Hann blandar saman rappi og popptónlist á plötunni, sem hann segir nauðsynlegt ætli menn að fá eitthvað út úr harkinu. 21.1.2011 00:01 Heimsendir helmingi stærri en Fangavaktin „Þetta er svo stór sería. Það er alveg gríðarlegt magn af fólki sem birtist, við erum með heilan geðspítala,“ segir leikstjórinn Ragnar Bragason. 21.1.2011 10:00 Hún veit hvernig Guðmundur nær í GULLIÐ 20.1.2011 21:40 Heillaður af tónlist Josh Homme, forsprakki Queens of the Stone Age, hefur staðfest að hljómsveitin sé byrjuð að undirbúa nýja plötu, tæpum fjórum árum eftir að sú síðasta, Era Vulgaris, kom út. „Ég er byrjaður að spila aftur bara til að spila aftur og er aftur orðinn heillaður af tónlistinni. Það er langt síðan ég gat síðast spilað án þess að vera undir einhvers konar þrýstingi,“ sagði Homme. 20.1.2011 16:00 Hittu sömu aðdáendur og 1984 „Þetta var frábært. Við hittum mikið af fólki sem hafði séð okkur "84 þegar við fórum síðast og það var rosalega hamingjusamt að sjá okkur aftur,“ segir Jóhann Ásmundsson, bassaleikari Mezzoforte. 20.1.2011 15:00 Sveppi og Auddi teknir á teppið „Þetta var bara mjög notalegur fundur og það fór mjög vel á með okkur,“ segir Sverrir Þór Sverrisson sjónvarpsmaður. Sverrir og Auðunn Blöndal funduðu í gærmorgun með Umboðsmanni barna, Margréti Maríu Sigurðardóttur. 20.1.2011 14:15 Tvímælalaust á Stöð 2 Borgarstjórinn Jón Gnarr verður með Sigurjóni Kjartanssyni í umræðuþættinum Tvímælalaust sem hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn verður í opinni dagskrá klukkan 19:20. 20.1.2011 09:56 Heimilislegt að sofa með riffil við hliðina á rúminu Strákarnir í Diktu hafa verið á ferðalagi um Þýskaland síðustu daga. Áhorfendur hafa látið þá vita hvernig staðan er í leikjum íslenska landsliðsins og staðalbúnaður hótelherbergja í Hollandi kom skemmtilega á óvart. 20.1.2011 07:00 Carlos D er fífl og snillingur Paul Banks, söngvari bandarísku hljómsveitarinnar Interpol, kallaði Carlos Dengler, fyrrverandi bassaleikara hljómsveitarinnar, fífl í viðtali við ástralska útvarpsstöð. Hann sagði einnig að Dengler væri snillingur. 20.1.2011 06:00 Allir í bænum klappa manni á bakið og hrósa stráknum „Það hafa verið mikil veisluhöld hérna, við vorum fimmtán saman í gær [í fyrradag] að horfa á leikinn gegn Austurríki. Ættingjarnir eru alveg að fara yfir um,“ segir Jón Ólafur Óskarsson, faðir hornamannsins knáa Þóris Ólafssonar. 20.1.2011 04:00 Finnst þér þetta við hæfi orðin FERTUG? Leikkonan Jennifer Aniston, 41 árs, prýðir forsíðu febrúar útgáfu Allure tímaritsins. Myndasyrpu af leikkonunni má finna í blaðinu þar sem hún stillir sér upp klædd í náttföt með bangsa eins og sjá má í myndasafni. Anniston segist ekki taka sjálfa sig alvarlega í umræddu blaði: Mér líður vel þegar ég læt eins og kjáni. Það skemmtilegasta sem ég geri er að láta eins og asni. Ég er aldrei of alvarleg og upptekin af því hvernig ég haga mér." 19.1.2011 10:08 Quarashi gengur aftur í tveimur nýjum myndum „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem þetta gerist, held ég,“ segir hönnuðurinn Ómar Örn Hauksson, sem rappaði með hinni sálugu Quarashi. 19.1.2011 09:00 Ragnhildur Steinunn aldrei glæsilegri „Það er alveg greinilegt að tölvupósturinn sem ég sendi á sínum tíma og þessi stormur í vatnsglasi hefur skilað sínu. Ragnhildur Steinunn hefur sennilega aldrei verið glæsilegri í sjónvarpi,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Hún var ákaflega sátt við útlit Ragnhildar Steinunnar og Guðmundar Gunnarssonar í fyrstu undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn. 19.1.2011 06:00 Baggalút mest skilað eftir jól Plötunni Næstu jól með Baggalút var mest skilað eftir nýafstaðna jólatörn hjá Senu, stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Platan varð sú næstsöluhæsta á síðasta ári og seldist í 8.100 eintökum fyrir jól, þrátt fyrir að hafa verið ófáanleg í nokkra daga vegna óveðursins í Bretlandi. 19.1.2011 05:00 Yfir tvö þúsund á Rokland Klovn er enn vinsælasta mynd landsins. Ágætis aðsókn hefur einnig verið á íslenskar myndir. 19.1.2011 05:00 Frumsýningu frestað Frumsýningu söngleiks um köngulóarmanninn á Broadway hefur verið frestað fram í miðjan mars. Að sögn framleiðandans, Michaels Cohl, þurfti að fínpússa ýmislegt, þar á meðal nýjan endi. Söngleikurinn hefur lent í miklum hremmingum síðan æfingar hófust. Fjórir leikarar hafa meiðst, auk þess sem aðalleikkonan, Natalie Mendoza, hætti við verkefnið á síðasta ári. Bono og The Edge úr U2 semja tónlistina við söngleikinn. 18.1.2011 22:00 Sjá næstu 50 fréttir
Ekkert óvænt á Óskarnum Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru kunngjörðar í gær. Fátt kom á óvart í vali bandarísku akademíunnar og raunar var allt eftir bókinni. The King‘s Speech leiðir kapphlaupið með tólf tilnefningar en True Grit fylgir fast á eftir með tíu. The Social Network er tilnefnd til átta. 26.1.2011 00:00
Lay Low gerir plötu við ljóð íslenskra kvenskálda „Ég er mjög spennt því mig hefur lengi langað til að gera íslenska plötu, en ég er ekki nógu góð í að semja íslenska texta," segir tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, best þekkt sem Lay Low. 25.1.2011 21:00
Leggur stuðsamning fyrir bæjarstjórn „Hugmyndin er að ef við náum ekki að redda nógu mörgum styrkjum sé bærinn tilbúinn til að hlaupa undir bagga með eitthvað," segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, oftast kallaður Mugison. 25.1.2011 20:00
Tvær plötur frá Kanye Rapparinn Kanye West ætlar að gefa út tvær plötur áður en sumarið er á enda. Fyrst kemur Watch the Throne út í mars sem hann gerir með rapparanum Jay-Z og í lok sumars er svo væntanleg ný sólóplata frá Kanye. 25.1.2011 10:00
Rifjum aðeins upp hvernig þú varst fyrir nýju varirnar Eins og heimurinn veit er leikkonan Lindsay Lohan nýskriðin úr meðferð við áfengis- og vímefna misnotkun og líka að hún á það til að láta setja kallogen efni í varirnar á sér. Í meðfylgjandi myndasafni rifjum við upp hvernig Lindsay leit út fyrir nýju varirnar. Þá má einnig sjá myndir af Lindsay við stýrið nýliðna helgi. 25.1.2011 08:00
Rocky Horror endurfundir Hópurinn sem setti upp söngleikinn Rocky Horror í Menntaskólanum við Hamrahlíð hittist í Iðnó á föstudaginn í tilefni þess að tuttugu ár voru liðin frá frumsýningunni. 25.1.2011 09:00
Íslenskri nýklassík hampað Íslenskir flytjendur eru áberandi í heilsíðuumfjöllun á menningarsíðu breska blaðsins Sunday Times um síðustu helgi. Þar er fjallað um nýja tegund lagahöfunda sem notast við sígilda tónlist í sköpun sinni. Einnig er rætt um að lagahöfundar þurfi ekki lengur að vera á sama stað ætli þeir að semja saman lög eða taka þau upp. Þar hafi netið komið inn í staðinn. 25.1.2011 08:00
Það fylgir glamúrnum að vera pínu DJARFUR „Það fylgir glamúrnum að vera pínu djarfur en það er alveg hægt að hafa hlutina djarfa án þess að það sé subbulegt. Mér hefur alltaf fundist gaman að skoða auglýsingabæklinga með fallegum myndum af fallegum líkömum. Mér finnst líka falleg nekt í góðu lagi og fer oftast bara eftir hvort það sé ekki örugglega „fancy not trashy". Mér finnst lítið mál að sitja fyrir sjálf á bikiní því ég er ánægð með líkama minn og geri líka í því að halda honum við. Ef fólk er ekki sátt við það þá þarf það ekkert að glápa. Það skiptir auðvitað bara öllu ef þú sjálf ert sátt við hlutina og hefur gaman af þeim. Ég hef allavega ekki gert neitt ennþá sem ég sé eftir enda hef ég heldur ekki verið að taka öllu sem býðst. Ég er frekar old school og settleg að eðlisfari." 24.1.2011 17:19
Jesse James lofaður tattúkonu Jesse James, fyrrum eiginmaður leikkonunnar Söndru Bullock, hefur trúlofast húðflúrlistakonunni Kat Von D. Parið hóf samband sitt síðasta sumar, skömmu eftir skilnað James við Bullock. Í viðtali við tímaritið People opinberar James ást sína á Von D og segist aldrei hafa kynnst jafn yndislegri manneskju. „Árið 2010 var besta ár lífs mín því ég varð ástfanginn af bestu vinkonu minni. Hún er frábær kona sem stóð með mér á tíma þegar allur heimurinn snéri við mér baki. Ég get ekki sett tilfinningar mínar í orð og ég er himinlifandi að hún hafi sagt „já“. Það á eftir að verða dásamlegt að eldast með henni,“ sagði James. 24.1.2011 16:00
Halle Berry reið barnsföður sínum Leikkonan Halle Berry mun vera afskaplega stjórnsöm ef marka má frétt sem birt var á vefsíðunni Radaronline.com. Berry vill til að mynda ekki að fyrrum sambýlismaður hennar, Gabriel Aubry, fari á stefnumót með frægum konum þrátt fyrir að hún sé sjálf í sambandi með franska leikaranum Oliver Martinez. „Ef Gabriel gerir ekki nákvæmlega það sem Halle segir honum að gera verður hún óð og öskrar á hann. Halle er mjög skapstór og stjórnsöm á bak við tjöldin," var haft eftir heimildarmanni. „Halle vill alls ekki að hann fari á opinber stefnumót og vill helst að hann hitti óþekktar konur, ekki aðrar stjörnur. Hún gaf honum úrslitakost, annað hvort hættir hann að hitta konur sem munu draga athygli að honum eða hann heldur friðinn á milli þeirra tveggja. Gabriel óttast að ef hann heldur Halle ekki góðri að þá fái hann ekki að hitta dóttur sína eins oft og hann langar til," sagði heimildarmaðurinn sem ber Berry ekki góða söguna. 24.1.2011 12:00
Bannaði Jessicu að kaupa sér Fendi-tösku Söngkonan Jessica Simpson skammast sín fyrir hegðun unnusta síns, ruðningskappans fyrrverandi Erics Johnson, ef marka má nýja frétt OK Magazine. 24.1.2011 15:30
Ragga stýrir umræðum í Universal Studios „Ég var búin ad gleyma hvað það er hrikalega gaman ad krukka í áhugaverðu fólki,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir, kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi útvarpsmaður á Bylgjunni. 24.1.2011 00:01
Portúgalir trylltust yfir Bloodgroup Hljómsveitin Bloodgroup spilaði fyrir 2000 tryllta námsmenn í Porto í Portúgal í síðustu viku. „Ég hef aldrei heyrt meiri hávaða,“ segir Ragnar Láki hljómborðsleikari. 24.1.2011 00:01
Atli Rafn talar fyrir Þór og Laddi Mjölni Atli Rafn Sigurðarson og Þórhallur Sigurðsson, Laddi, hafa verið ráðnir í tvö stærstu hlutverkin í teiknimyndinni Þór sem framleiðslufyrirtækið Caoz er að gera. Atli Rafn mun tala fyrir Þór og Þórhallur verður Mjölnir. 24.1.2011 00:01
Geir Ólafs flýgur út í febrúar Söngvarinn Geir Ólafsson hefur verið bókaður á tvenna tónleika í Los Angeles í febrúar og stefnir á að syngja á einum til viðbótar. 24.1.2011 00:01
Þessu liði leiddist greinilega ekki Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi ljósmyndari hjá Superman.is um helgina á skemmtistöðunum Risinu, Hressó, Bankanum og Hvítu perlunni. Eins og sjá má í myndasafni leiddist fólkinu ekki á djamminu. 23.1.2011 13:03
Sumir höfðu vit á því að vera í LEÐURBUXUM Skemmti- og spurningaþátturinn Ha? hóf göngu sína á Skjá einum í gærkvöldi. Umsjónarmaður er leikarinn Jóhann G. Jóhannsson og liðsstjórar eru þau Edda Björg Eyjólfsdóttir og Sólmundur Hólm. Leðurbuxur Eddu Bjargar stálu senunni því Jói og Sóli litu út eins og viskustykki, klæddir í skyrtur, á meðan Edda geislaði af kynþokka. Baggalútsmenn mættu til leiks eiturhressir að vanda eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 22.1.2011 15:04
Draumastarfið hjá All Saints Nýtt útlit hljómsveitarinnar The Charlies vakti athygli lesenda Fréttablaðsins fyrir skemmstu. Manneskjan á bak við fötin sem stúlkurnar í The Charlies klæddust er Elísabet Kristófersdóttir. 22.1.2011 18:00
Í hlutverki Saddams Sacha Baron Cohen ætlar að leika Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforeta, í gamanmyndinni The Dictator. Myndin er byggð á bókinni Zabibah and The King sem Hussein skrifaði sjálfur. 22.1.2011 13:00
Jóhanna Guðrún verður í stuttum kjól í kvöld „Það leggst bara mjög vel í mig að keppa aftur. Smá meiri pressa en í seinustu forkeppni en það er bara gott," segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona en hún snýr aftur í Eurovision með því að syngja lag Maríu Bjarkar Sverrisdóttur í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Jóhanna er öllum hnútum kunn í Söngvakeppninni, vann hana 2008 og fór með lagið Is It True? alla leið í annað sætið í Moskvu, sællar minningar. Hvernig hefur undurbúningurinn fyrir keppnina gengið? „Æfingarnar hafa gengið frábærlega vel enda er ég með frábært fòlk með mér," segir hún. „Ég ætla að vera í kjól og í fyrsta skipti í Eurovision er ég ekki í síðum kjól. Kjóllinn var keyptur fyrir mig en ég lét síðan breyta honum aðeins og er rosalega ánægð með útkomuna," segir Jóhanna Guðrún spurð í hverju hún ætlar að vera í kvöld. 22.1.2011 10:15
Arnaldur ánægður með nýja útgáfu „Þetta er náttúrulega frábært að fá þessa bók út á þýsku og það verður gaman að vita hvernig henni vegnar,“ segir metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason. 22.1.2011 07:30
Arnar Ingi er endurfæddur Johnny Cash Arnar Ingi hefur verið aðdáandi Johnny Cash síðan hann var 13 ára. Hann tók lagið Folsom Prison Blues í útvarpsþættinum Harmageddon. 21.1.2011 22:00
Frönsk ofurpía bjargar París Allt er á öðrum endanum í París þegar flugeðluegg klekst út á hillu í náttúrugripasafninu. Hin unga og skelegga fréttakona Adèle er þó hvergi bangin og lendir í alls kyns óvæntum ævintýrum. 21.1.2011 00:01
Menningarvitar á Facebook vilja menningarfréttir á RÚV Hallgrímur hefur stofnað sérstaka grúppu á Facebook undir nafninu Menningarfréttir í útvarp og sjónvarp. Hann skorar á listamenn að fylla pósthólfið hjá Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Sigrúnu Stefánsdóttur dagskrárstjóra með áskorun um að koma á fót sérstökum menningarfréttum með svipuðu sniði og íþróttafréttir hafa verið. 21.1.2011 22:00
Kattarkonan Hathaway Anne Hathaway mun leika Selinu Kyle og hennar annað sjálf, Kattarkonuna, í þriðju Batman-myndinni, sem nefnist The Dark Knight Rises. Hathaway, sem er 28 ára, fylgir þar í fótspor Michelle Pfeiffer og Halle Berry sem hafa báðar spreytt sig á sama hlutverki. „Hathaway verður frábær viðbót við leikaraliðið okkar á sama tíma og sagan okkar er að verða að veruleika,“ sagði leikstjórinn Christopher Nolan. Tom Hardy, sem lék í mynd Nolans, Inception, leikur illmennið Bane í The Dark Knight Rises. Christian Bale verður sem fyrr í hlutverki skikkjuklæddu hetjunnar. Myndin er væntanleg í bíó 20. júlí á næsta ári. 21.1.2011 15:00
Jordan í erfiðum málum Ein frægasta glamúrfyrirsæta Breta, Katie Price, gæti verið á leiðinni með skilnað sinn og bardagakappans Alex Reid fyrir dómstóla. Skilnaðurinn er forsíðufóður fyrir bresku blöðin. Eftir aðeins eitt ár í hjónabandi tilkynnti fyrirsætan Katie Price að hún hygðist skilja við bardagakappann Alex Reid. Reid þessi er fremur vafasamur klæðskiptingur sem hefur haft atvinnu af blandaðri bardagalist og var handtekinn, ef marka má breska blaðið The Sun, sumarið 2006 vegna gruns um innflutning á kókaíni. Þá fjallaði breska pressan ítarlega um grófa fullorðinsmynd þar sem Alex Reid sást leika í nauðgunaratriði. 21.1.2011 14:00
Leita að ofurfyrirsætu Leitin að næstu Elite-stúlku landsins hefst á laugardag en þá munu aðstandendur Elite-skrifstofunnar taka á móti áhugasömum stúlkum á skrifstofu sinni við Klapparstíg 25-27 milli klukkan 14.00 og 17.00. 21.1.2011 13:45
Í KLIKKAÐ FORM rétt eftir BARNSBURÐ Freyja Sigurðardóttir, einkaþjálfari hjá Hreyfingu og margfaldur Fitnessmeistari er þriggja barna móðir. Yngsta barn Freyju er aðeins 15 mánaða gamalt. Í meðfylgjandi myndskeiði fræðir hún okkur um heilsu og hvernig hún kemur sér í gott líkamlegt form. 21.1.2011 11:35
Óskabarn þjóðarinnar Rapparinn Ramses fagnar útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar í kvöld. Hann blandar saman rappi og popptónlist á plötunni, sem hann segir nauðsynlegt ætli menn að fá eitthvað út úr harkinu. 21.1.2011 00:01
Heimsendir helmingi stærri en Fangavaktin „Þetta er svo stór sería. Það er alveg gríðarlegt magn af fólki sem birtist, við erum með heilan geðspítala,“ segir leikstjórinn Ragnar Bragason. 21.1.2011 10:00
Heillaður af tónlist Josh Homme, forsprakki Queens of the Stone Age, hefur staðfest að hljómsveitin sé byrjuð að undirbúa nýja plötu, tæpum fjórum árum eftir að sú síðasta, Era Vulgaris, kom út. „Ég er byrjaður að spila aftur bara til að spila aftur og er aftur orðinn heillaður af tónlistinni. Það er langt síðan ég gat síðast spilað án þess að vera undir einhvers konar þrýstingi,“ sagði Homme. 20.1.2011 16:00
Hittu sömu aðdáendur og 1984 „Þetta var frábært. Við hittum mikið af fólki sem hafði séð okkur "84 þegar við fórum síðast og það var rosalega hamingjusamt að sjá okkur aftur,“ segir Jóhann Ásmundsson, bassaleikari Mezzoforte. 20.1.2011 15:00
Sveppi og Auddi teknir á teppið „Þetta var bara mjög notalegur fundur og það fór mjög vel á með okkur,“ segir Sverrir Þór Sverrisson sjónvarpsmaður. Sverrir og Auðunn Blöndal funduðu í gærmorgun með Umboðsmanni barna, Margréti Maríu Sigurðardóttur. 20.1.2011 14:15
Tvímælalaust á Stöð 2 Borgarstjórinn Jón Gnarr verður með Sigurjóni Kjartanssyni í umræðuþættinum Tvímælalaust sem hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn verður í opinni dagskrá klukkan 19:20. 20.1.2011 09:56
Heimilislegt að sofa með riffil við hliðina á rúminu Strákarnir í Diktu hafa verið á ferðalagi um Þýskaland síðustu daga. Áhorfendur hafa látið þá vita hvernig staðan er í leikjum íslenska landsliðsins og staðalbúnaður hótelherbergja í Hollandi kom skemmtilega á óvart. 20.1.2011 07:00
Carlos D er fífl og snillingur Paul Banks, söngvari bandarísku hljómsveitarinnar Interpol, kallaði Carlos Dengler, fyrrverandi bassaleikara hljómsveitarinnar, fífl í viðtali við ástralska útvarpsstöð. Hann sagði einnig að Dengler væri snillingur. 20.1.2011 06:00
Allir í bænum klappa manni á bakið og hrósa stráknum „Það hafa verið mikil veisluhöld hérna, við vorum fimmtán saman í gær [í fyrradag] að horfa á leikinn gegn Austurríki. Ættingjarnir eru alveg að fara yfir um,“ segir Jón Ólafur Óskarsson, faðir hornamannsins knáa Þóris Ólafssonar. 20.1.2011 04:00
Finnst þér þetta við hæfi orðin FERTUG? Leikkonan Jennifer Aniston, 41 árs, prýðir forsíðu febrúar útgáfu Allure tímaritsins. Myndasyrpu af leikkonunni má finna í blaðinu þar sem hún stillir sér upp klædd í náttföt með bangsa eins og sjá má í myndasafni. Anniston segist ekki taka sjálfa sig alvarlega í umræddu blaði: Mér líður vel þegar ég læt eins og kjáni. Það skemmtilegasta sem ég geri er að láta eins og asni. Ég er aldrei of alvarleg og upptekin af því hvernig ég haga mér." 19.1.2011 10:08
Quarashi gengur aftur í tveimur nýjum myndum „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem þetta gerist, held ég,“ segir hönnuðurinn Ómar Örn Hauksson, sem rappaði með hinni sálugu Quarashi. 19.1.2011 09:00
Ragnhildur Steinunn aldrei glæsilegri „Það er alveg greinilegt að tölvupósturinn sem ég sendi á sínum tíma og þessi stormur í vatnsglasi hefur skilað sínu. Ragnhildur Steinunn hefur sennilega aldrei verið glæsilegri í sjónvarpi,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Hún var ákaflega sátt við útlit Ragnhildar Steinunnar og Guðmundar Gunnarssonar í fyrstu undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn. 19.1.2011 06:00
Baggalút mest skilað eftir jól Plötunni Næstu jól með Baggalút var mest skilað eftir nýafstaðna jólatörn hjá Senu, stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Platan varð sú næstsöluhæsta á síðasta ári og seldist í 8.100 eintökum fyrir jól, þrátt fyrir að hafa verið ófáanleg í nokkra daga vegna óveðursins í Bretlandi. 19.1.2011 05:00
Yfir tvö þúsund á Rokland Klovn er enn vinsælasta mynd landsins. Ágætis aðsókn hefur einnig verið á íslenskar myndir. 19.1.2011 05:00
Frumsýningu frestað Frumsýningu söngleiks um köngulóarmanninn á Broadway hefur verið frestað fram í miðjan mars. Að sögn framleiðandans, Michaels Cohl, þurfti að fínpússa ýmislegt, þar á meðal nýjan endi. Söngleikurinn hefur lent í miklum hremmingum síðan æfingar hófust. Fjórir leikarar hafa meiðst, auk þess sem aðalleikkonan, Natalie Mendoza, hætti við verkefnið á síðasta ári. Bono og The Edge úr U2 semja tónlistina við söngleikinn. 18.1.2011 22:00