Söngvarinn Geir Ólafsson hefur verið bókaður á tvenna tónleika í Los Angeles í febrúar og stefnir á að syngja á einum til viðbótar.
Fyrst syngur hann í djassklúbbnum The Baked Potato 5. febrúar og síðan á veitingastaðnum Dink's í Palm Springs 12. febrúar. Í bæði skiptin spilar með Geir vinur hans Don Randi, fyrrum píanista Franks Sinatra og eiganda The Baked Potato, ásamt hljómsveit sinni The Quest. Á seinni tónleikunum syngur tónlistarmaðurinn Birgir Gunnarsson með Geir en Birgir hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í tæp þrjátíu ár.
Geir flýgur vestur um haf 2. febrúar og hlakkar mikið til. „Ég verð að minnsta kosti í hálfan mánuð ef Guð lofar. Þrennir tónleikar með svona dæmi og á alvöru stöðum er ómetanlegt."
Með honum í för verður Friðrik Grétarsson sem er að vinna að heimildarmynd um samstarf Geirs og Randi, sem kom hingað til lands á síðasta ári og spilaði á Broadway. Stefnt er að útgáfu á myndinni síðar á þessu ári. - fb
Geir Ólafs flýgur út í febrúar

Mest lesið



Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni



Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð
Tíska og hönnun


Borgin býður í tívolíveislu
Tónlist

„Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“
Lífið samstarf
