Fleiri fréttir

Havarí víkur fyrir hóteli

Menningarafurðastöðin Havarí hættir starfsemi í Austurstræti 6 laugardaginn 29. janúar. „Leigusamningurinn rennur út um mánaðamótin. Þetta vofði alltaf yfir,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson í Havaríi, en til stendur að opna hótel þar sem Havarí stendur núna.

Elíza með EP-plötu

Elíza Geirsdóttir Newman hefur sent frá sér þriggja laga EP-plötu sem kemur út í stafrænu formi um allan heim. Platan inniheldur lögin Ukulele Song For You, Eyjafjallajökull, sem sló í gegn þegar Elíza flutti það á fréttastöðinni Al Jazeera, og áður óútgefið lag sem nefnist Out of Control.

Facebook-mynd með fernu

The Social Network og Glee voru sigurvegarar kvöldsins á Golden Globe-hátíðinni í Los Angeles.

DRULLAR yfir SELEBIN

Leikarinn Ricky Gervais fór á kostum á Golden Globe verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi eins og meðfylgjandi myndband sýnir. Hann byrjar á því að minnast á hrakfarir leikarans Charlie Sheen í upphafsræðunni og ástæðuna fyrir því að myndin The Tourist var tilnefnd til verðlauna í ár, hár aldur Cher og Sex and the City vinkvennanna, og að ekki sé minnst á ellismellinn Hugh Hefner sem ætlar að giftast sér yngri konu innan tíðar.

Fréttaskýring: Er rokkið komið á endastöð?

Dauða rokksins sem ríkjandi tónlistarstefnu er reglulega spáð, nú síðast í vikunni af breska bransatímaritinu MusicWeek, en aðeins þrjú af hundrað vinsælustu lögunum í Bretlandi á síðasta ári teljast til rokklaga.

Punkturinn vinsæll á netinu

Grínþátturinn Punkturinn hefur notið vaxandi vinsælda á netinu að undanförnu. Þar eru á ferðinni hárbeitt og fjölbreytt grínatriði þar sem skotspónninn er samfélagið, auglýsingar og ýmislegt annað.

Balti og Wahlberg á djamminu

Baltasar Kormákur, Mark Wahlberg og Kate Beckinsale ásamt öðrum stjörnum kvikmyndarinnar Contraband eru nú komin til New Orleans þar sem tökur á myndinni hefjast í dag, mánudag. Fjölmiðlar í New Orleans hafa sýnt komu Marks Wahlberg til borgarinnar mikinn áhuga en borgin hefur gert töluvert út á að lokka stórmyndir frá Hollywood til sín eftir hamfarirnar í kringum fellibylinn Katrinu.

Börnin elskuðu Dorrit

„Þetta var bara dásamlegt og það verður spennandi að sjá útkomuna,“ segir Ágúst Már Harðarson, kokkur hjá barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Forsetafrúin Dorrit Moussaieff og Sólveig Eiríksdóttir heimsóttu í síðustu viku leikskólann Öskju fyrir nýja sjónvarpsþáttaröð um hollustu og mataræði.

Góðar viðtökur við Tvinna.is

„Viðtökurnar hafa verið framar vonum,“ segir Ragnar Freyr Pálsson, einn af stofnendum síðunnar Tvinna.is. Hún sérhæfir sig í atvinnuauglýsingum fyrir skapandi greinar.

Lag til heiðurs McCartney

Sigurður Eyberg úr rokksveitinni Deep Jimi and the Zep Creams hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Eitt lag er tileinkað Paul McCartney.

Skilja sem vinir

Faðir leikkonunnar Keiru Knightley hefur staðfest að dóttir hans og unnusti hennar, breski leikarinn Rupert Friend, hafa slitið sambandi sínu. Parið kynntist árið 2005 við tökur á kvikmyndinni Pride and Prejudice.

Frægur leikstjóri á leið til Grundarfjarðar

Franski leikstjórinn Romain Gavras verður gestur og dómari á Northern Wave-kvikmyndahátíðinni sem haldin verður í Grundarfirði fyrstu helgina í mars. Gavras hefur unnið með ýmsum þekktum tónlistarmönnum og leikstýrði meðal annars hinu umdeilda myndbandi söngkonunnar M.I.A. við lagið Born Free. Auk þess hefur hann unnið með bresku hljómsveitinni The Last Shadow Puppets og hinni vinsælu danssveit Justice.

Ferskar tískufyrirmyndir

Smekkkonur á borð við Alexu Chung, Daisy Lowe, Chloé Sevigny og Carrey Mulligan þóttu bera af í klæðaburði árið 2010 og voru allar með puttann á púlsinum þegar kom að nýjustu tískustraumum. Nokkur ný andlit hafa nú stigið fram á sjónarsviðið sem vert er að taka eftir. Þar fer fremst í flokki nýr ritstjóri franska Vogue, Emanuelle Alt, sem verður án efa meira í sviðsljósinu núna.

Engin virðing sýnd

Stórleikarinn Michael Douglas greindist með krabbamein í hálsi um mitt síðasta ár og gekk í kjölfarið í gegnum stranga lyfjameðferð. Hann hefur nú náð fullum bata og einbeitir sér að því að ná aftur heilsu og fyrri styrk.

Frönsk hátíð í ellefta sinn

Frönsk kvikmyndahátíð verður haldin í ellefta sinn 21. janúar til 3. febrúar í Háskólabíói. Dagana 12. til 16. febrúar verður hún í Borgarbíói á Akureyri.

Gerir grín að Charlie Sheen

Grínistinn Ricky Gervais ætlar að beina athyglinni að þeim sem eru veikburða og geta ekki varið sig þegar hann kynnir Golden Globe-verðlaunin í annað sinn í næstu viku. Leikararnir Charlie Sheen og Mel Gibson, sem báðir hafa lent í vandræðum í einkalífinu, fá einnig sinn skerf af bröndurum.

Firth nánast öruggur um sigur

Golden Globe verðlaunin verða afhent á sunnudagskvöld en það eru samtök erlendra blaðamanna í Hollywood sem standa að þeim. Verðlaunin þykja gefa góða vísbendingu til hverra Óskar frændi fer í heimsókn í ár. Búist er við nokkurri harðri baráttu þótt nokkrir flokkar þyki vera fyrir fram afgreiddir. Colin Firth og Natalie Portman eru þannig sögð örugg um sigur í sínum flokkum. Firth fer á kostum í kvikmyndinni The King‘s Speech sem Georg VI.

Spennandi glíma við menningararfinn

Fjalla Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson gengur í endurnýjun lífdaga í Norðurpólnum í dag. Marta Nordal leikstjóri segir það áskorun að setja upp klassískt verk í hráu rými.

Bieber á sjúkrahús

Popparinn Justin Bieber þurfti að fara á sjúkrahús á dögunum vegna öndunarerfiðleika. Um ofnæmisviðbrögð var að ræða sem komu upp þegar hann var í gestahlutverki í sjónvarpsþáttunum CSI. Ungstirnið var útskrifað af sjúkrahúsinu fimmtíu mínútum síðar.

Mikið rétt það var fallega fólkið sem mætti

Meðfylgjandi myndir voru teknar á frumsýningu gamanleikritsins AFINN í Borgarleikhúsinu í kvöld. Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar Sigurður Sigurjónsson leikur aðalhlutverkið í þessu glænýja íslenska leikriti eftir Bjarna Hauk Þórsson. Eins og myndirnar sýna voru frumsýningargestir áberandi fríðir.

Rachel Zoe hannar eigin fatalínu

Ofurstílistinn Rachel Zoe hefur hannað sína fyrstu fatalínu og ber hún heitið The Rachel Zoe Collection. Zoe er einn eftirsóttasti stílistinn í Hollywood og hefur unnið með stórstjörnum á borð við Nicole Richie, Keiru Knightley, Cameron Diaz, Jennifer Garner, Kate Hudson, Kate Beckinsale, Demi Moore og Liv Tyler.

Nýja Lisbeth Salander frumsýnd

Fyrsta opinbera ljósmyndin af Rooney Mara í gervi Lisbeth Salander hefur verið birt í tímaritinu W. Kvikmyndin The Girl With The Dragon Tattoo, sem er Hollywood-endurgerð Karlmanna sem hata konur, verður frumsýnd 21. desember og þar leikur Mara hina óútreiknanlegu Salander.

Júlli Kemp gerir breska spennumynd

Júlíus Kemp hefur verið ráðinn leikstjóri breska sálfræðitryllisins Bait. Hann hefur lesið handritið og líst ágætlega á, segir myndina vera í svipuðum anda og Sleepy Hollow eftir Tim Burton, bara aðeins nútímalegri.

Kjartan nýtur sín við kornrækt og ferðaþjónustu

Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og formaður bankaráðs Landsbankans, hefur sinnt kornrækt og kaffihúsarekstri fyrir vestan undanfarin ár. Hann rær nú á ný mið í ferðaþjónustu.

Erfitt fyrir eldri karla að fá hlutverk

Leikarinn Harrison Ford segir að eldri karlar í Hollywood eigi alveg jafn erfitt með að fá góð hlutverk og eldri konur. „Ég skil mjög vel þessar kvartanir um að það séu engin góð hlutverk fyrir eldri konur , en ég vil að það sé ljóst að það eru engin góð hlutverk heldur fyrir eldri karla,“ sagði hann.

Tveir risar saman á túr

Útlit er fyrir að tvær af stærstu sveitunum í indie-tónlistargeiranum fari saman í tónleikaferðalag í sumar. Um er að ræða Arcade Fire og Portishead. Fréttir af þessu hafa farið sem eldur í sinu um tónlistarheima síðustu daga en engar dagsetningar hafa verið staðfestar.

Sömu áhrif og OK Computer

Serge Pizzorno, gítarleikari Kasabian, vill að næsta plata sveitarinnar hafi sömu áhrif á hlustendur og OK Computer með Radiohead. „Ég stefni að einhverju álíka frábæru. Það er þessi tilfinning að láta gjörsamlega hrista upp í sér,“ sagði hann við NME.

Leikur hina illgjörnu Ma-Ma

Hin breska Lena Headey hefur verið ráðin í eitt aðalhlutverkanna í hasarmyndinni Dredd. Headey fer með hlutverk hinnar illgjörnu Madeline Madrigal, eða Ma-Ma, sem er leiðtogi gengis sem hefur tekið yfir Peach Tree City-hverfið þar sem meirihluti myndarinnar gerist.

Jens Lekman í spreng

Sænski furðupopparinn Jens Lekman hefur haft hægt um sig síðustu misserin en ætlar nú að gera bragarbót þar á. Hann stefnir að því að gefa bæði út breiðskífu og EP-plötu á þessu ári. Lekman er mikið niðri fyrir. Íslandsvinurinn Lekman skrifaði á vefsíðu sína í síðustu viku að aðdáendur hans ættu von á vænni sendingu.

Frægir FOLAR elta bolta

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Fífunni í Kópavogi síðasta laugardag þegar úrlitaleikur í Vodafone Cup bumbuboltamótinu fór fram. Eftir harða rimmu og 2-1 sigur voru sigurvegarnir krýndir með miklum látum, í kampavíns- og konfettiregni með rauða bikarinn á lofti og farseðla til Abu Dhabi í hendinni. Sigurvegarnar kalla sig Uxana, en liðið var skipað Arnari Þór Úlfarsyni, Finni Kolbeinssyni, Hrafnkeli Helgasyni, Jóhannesi Kolbeinssyni, Jóni Björgvini Hermannssyni og Ólafi Má Sigurðssyni. Þeir unnu alla 10 leikina sína í mótinu og ljóst er að Ísland mun eiga verðuga fulltrúa í hinni alþjóðlegu úrslitakeppni Vodafone Cup í næsta mánuði. Alls tóku 72 lið þátt í mótinu og leiknir voru 211 leikir spilaðir. Í myndasafni má meðal annars sjá Ívar Guðmundsson, Auðunn Blöndal og Hjörvar Hafliðason í ham.

Komin með nýjan

Leikkonan Jenny McCarthy hefur verið dugleg að fara á óvissustefnumót frá því hún sagði skilið við kærasta sinn, leikarann Jim Carrey. Hún var gestur í spjallþætti Ellen Degeneres og sagði þá frá nokkrum mislukkuðum stefnumótum sem hún hafði farið á.

Hreinleiki í stað vímuefna

Breska poppsöngkonan Jessie J er líklegust til að slá í gegn árið 2011 samkvæmt nýjum lista BBC. Hún fékk hjartaáfall 18 ára og má ekki nota vímuefni.

Hlakkar til að fá sér kebab í Köben

„Ég er eiginlega kominn með í magann af spenningi. Ég get ekki beðið eftir því að fara út, hitta mömmu og systur mínar, drekka Faxe Kondi og borða kebab,“ segir Arnór Dan Arnarsson, söngvari rokksveitarinnar Agent Fresco.

Hudson ólétt

Tímaritið US Weekly heldur því fram að leikkonan Kate Hudson sé ólétt eftir kærastann sinn Matthew Bellamy, forsprakka hljómsveitarinnar Muse. Samkvæmt heimildarmanni blaðsins er Hudson komin fjórtán vikur á leið og er parið afskaplega ánægt með fréttirnar.

Roklandi fagnað með heljarinnar teiti

Aðstandendur Roklands skemmtu sér konunglega á Austri á þriðjudagskvöldið enda langur tími að baki. Aðalleikarinn Ólafur Darri Ólafsson lék við hvurn sinn fingur en hann er á leiðinni til Hollywood í næsta mánuði að leika í Contraband eftir Baltasar Kormák. Árið 2011 verður svo sannarlega ár Ólafs því auk þess leikur hann aðalhlutverkið í Djúpinu, annari kvikmynd eftir Baltasar.

Syngja fyrir nímenninga

Páll Óskar, KK og Ellen, múm og Diskóeyjan eru meðal þeirra sem ætla að syngja á tónleikum í kvöld til stuðnings nímenningunum hafa verið ákærðir fyrir brot á 100. grein hegningarlaga vegna mótmæla sinna við Alþingishúsið. Tónleikarnir verða á Nasa og opnar húsið klukkan 20.30. Miðaverð er 500 krónur. Aðrir sem stíga á svið verða Sin Fang Bous, Reykjavík!, rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson, Steini úr Hjálmum, Prins Póló, Parabólurnar og fleiri gestir. Nánari upplýsingar má finna á síðunni rvk9.org.

Charlie Sheen drekkur eins og svín

Síðasta helgi hjá Charlie Sheen virðist hafa verið með villtara móti eftir því sem bandarískir og breskir fjölmiðlar kafa dýpra ofan í sukksama veröld bandaríska leikarans. Hann var staddur í Las Vegas um helgina, sem er kannski ekki í frásögur færandi, nema ef vera kynni fyrir þá staðreynd að Charlie var viðstaddur stærstu klámmyndahátíð heims, AVN-Adult Entertainment Expo. Charlie kaus líka að hella sér af alvöru í sukk og stóðlífi, hellti í sig hverri vodkaflöskunni af fætur annarri á milli þess sem hann bauð klámmyndastjörnum í partí.

Enginn sáttmáli hjá Seth

Kanadíski gamanleikarinn Seth Rogen sagði í viðtali við Howard Stern að hann ætlaði ekki að gera hjónabandssáttmála áður en hann gengi í það heilaga með unnustu sinni, þjóninum Lauren Miller.

Johnny Depp ekki hrifinn af tækninni

Leikarinn Johnny Depp er ekki hrifinn af þeim tækninýjungum sem hafa orðið á undanförnum árum og breytingum á sjónvarpsefni. „Stundum langar mig að hlaupa öskrandi frá okkar heimi þar sem allt snýst um tækni, ágenga fjölmiðla og hið brjálæðislega raunveruleikasjónvarp,“ sagði Depp. „Við höfum misst öll tengsl við hið einfalda í lífinu. Við erum að tapa okkar sjálfstæðu persónuleikum.“

Bond snýr aftur á næsta ári

Daniel Craig mun endurtaka hlutverk sitt sem njósnari hennar hátignar, James Bond, í 23. myndinni sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember á næsta ári.

Fyrsta myndin af syni Travolta

John Travolta, 56 ára, og eiginkona hans Kelly Preston, 48 ára, og tæplega 2 mánaða gamall sonur þeirra, Benjamin, prýða forsíðu tímaritsins Hello þessa vikuna. John og Kelly segja Benjamin litla vera lifandi kraftaverk. „Benjamin hefur endurnýjað andann á heimilinu og tilgang fjölskyldunnar. Hann hefur fært okkur nýtt upphaf," segir John í umræddu blaði. Saman eiga þau 11 ára dóttur, Ellu Bleu, en sonur þeirra, Jett var 16 ára gamall þegar hann féll frá árið 2009 á Bahama-eyjum eftir banvænt flogakast. Hann var með hinn sjaldgæfa Kawasaki-sjúkdóm sem leggst á börn og veldur bólgum.

FANTA flott lið á frumsýningu ROKLANDS

Meðfylgjandi myndir voru teknar á frumsýningu kvikmyndarinnar Rokland í Sambíó Egilshöll í gærkvöldi. Rokland er hárbeitt svört kómedía eftir samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar um bloggarann og hugsjónamanninn Böðvar Steingrímsson sem leikarinn Ólafur Darri Ólafsson leikur. Eins og myndirnar sýna ríkti mikil gleði á meðal gesta og aðstandenda sýningarinnar. Rokland á Facebook.

Sjá næstu 50 fréttir