Fleiri fréttir

Gekk út af Antichrist á meðan Bryndís sat áfram

„Þetta var bara viðbjóður. Hann er greinilega ekki með réttu ráði höfundurinn,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem gekk út af Antichrist, nýjustu mynd Lars von Trier, í Háskólabíói um síðustu helgi.

Edduverðlaununum hugsanlega breytt

„Það hefur engin formleg ákvörðun verið tekin en það hefur verið rætt að breyta fyrir­komulaginu á Edduverðlaununum,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður ÍKSA, íslensku kvikmynda- og sjónvarps­akademíunnar.

Gunnar í Krossinum skilinn

Gunnar Þorsteinsson gjarnan kenndur við Krossinn og eiginkona hans Ingibjörg Guðnadóttir hafa ákveðið að skilja. Í opinskáu bréfi sem birt er á heimasíðu Krossins í dag er sagt frá þessari ákvörðun þeirra hjóna. Þar segjast þau þakklát fyrir hlýjar kveðjur og góð ráð margra systra og bræðra í samfélaginu sem styrkt hafa þau í gegnum þetta erfiða ferli.

Hætt hjá Birtíngi og stefnir á doktorsnám

Elín G. Ragnarsdóttir, framkvæmdarstjóri Birtíngs útgáfufélags, hætti þar störfum í dag. Elín sem tekið hefur þátt í mikilli uppbyggingu á útgáfunni undanfarið segist kveðja fyrirtækið sátt en Sverrir Arngrímsson sem hefur verið fjármálastjóri hefur tekið við starfi Elínar. Ásmundur Helgason eiginmaður Elínar hætti einnig sem sölu- og markaðsstjóri hjá félaginu í dag.

Inga Lind snýr aftur á skjáinn

Inga Lind Karlsdóttir mun lesa fréttir á Skjá einum í nýjum fréttatíma sem fer í loftið í þessum mánuði. Fréttirnar verða samstarfsverkefni Skjás eins og Morgunblaðsins og hefjast klukkan 18:50 alla virka daga. Inga Lind er ekki ókunn sjónvarpi en hún hóf sinn feril á Skjá einum fyrir 10 árum síðan.

Sellófan brýtur niður líkamsfitu

„Við erum nýbúnar að fá Comfortzone merkið sem er ítalskt og erum byrjaðar með svokallaða sellófanvafninga. Meðferðin tekur 30 mínútur þar sem öflugur sellófanvafningur er vafinn frá mitti og niður," segir Hrafnhildur Halldórsdóttir móttökustjóri Laugar Spa aðspurð um nýjungar til að brjóta niður fitu á líkamanum. „Fyrst er borið krem á líkamann og síðan er hann vafinn inn í sellófan. Þetta er sellólætkrem sem myndar hitatilfinningu þegar það er lokað af með sellófani en þá verður það virkt og brýtur niður fituna." „Þegar 30 mínútur eru liðnar þá tökum við sellófanið af og berum aftur krem á líkamann til að viðhalda virkninni," útskýrir Hrafnhildur. „Viðkomandi er fylgt inn í hvíldar herbergið í baðstofunni eftir að hann er vafinn í sellófan en það er ein kona sem er bara í þessu hjá okkur."

Netþrjótur í gervi Unnar Birnu

„Það er frekar fúlt að það sé hægt að nota nafn manns og mynd svona auðveldlega – og í rauninni ferðast um Netið undir mínu nafni. Það er mjög óþægilegt,“ segir alheimsfegurðardrottningin og lögfræðingurinn Unnur Birna Vilhjálmsdóttir.

Hamarinn og Fangavaktin á sama tíma

„Þetta er mjög óþægilegt og auðvitað vona ég að við Þórhallur [Gunnarsson] getum fundið einhverja lausn á þessu í sameiningu,“ segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Dagskrártími Fangvaktarinnar og Hamarsins rekast á.

Flugþjónn gerir stuttmynd og slær í gegn

„Ég er lærður leikari en er búinn að fljúga lengi. Mér fannst ég kominn á þann stað í lífinu að ég þyrfti að fara að skapa eitthvað,“ segir flugþjónninn Barði Guðmundsson. Stuttmynd hans, Mamma veit hvað hún syngur, verður sýnd á Riff-hátíðinni seinna í mánuðinum. „Ég skrifaði handritið á löngum flugum, oft á næturflugi til Alicante. Þá var stundum lítið að gera. Ég er yfirmaður svo ég lét það ekki trufla þótt kúnnarnir þyrftu aðstoð. Sendi bara hina,“ segir hann í gríni.

Nýfæddur sonur Nicole búinn að fá nafn

Bandaríska sjónvarpsstjarnan Nicole Richie og eignmaður hennar Joel eru búin að gefa nýfæddum syni sínum nafnið Sparrow James Midnight Madden. Fyrir eiga þau saman 22 mánaða gamla dóttur, Harlow Winter Kate Madden. Sparrow kom í heiminn síðastliðinn miðvikudag.

Maríur seljast eins og heitar lummur

„Viðtökurnar voru strax mjög góðar og ég hef í raun aldrei haft undan að framleiða," segir Halla María Ólafsdóttir, textílkennari, sem framleiðir svokallaðar Maríur í stofunni heima hjá sér, en þær seljast eins og heitar lummur. Maríur er nælur, hárspennur, hárkambar og hárspangir sem Halla handsaumar.

Winehouse treður upp í grísku brúðkaupi

Breska söngkonan Amy Winehouse fær greitt gott tímakaup fyrir að troða upp í grísku brúðkaupi í kvöld. Vandræðagemsinn fær á fimmtu milljón króna fyrir að syngja þrjú lög í veislunni. Brúðkaupið fer fram í grennd við heimili söngkonunnar í útjarði London.

Fergie græðir á fimmtugsafmælinu

Sarah Ferguson, hertogaynja af York, gerði nýverið samkomulag við Hello! magazine um opinskátt viðtal. Tilefnið fimmtugsafmæli hennar í næsta mánuði en samkomulagið tryggir Fergie tugi milljóna króna. Fullyrt er peningarnir komi hertogaynjunni afar vel en hún skuldar háar fjárhæðir.

Simmi og Jói heiðra minningu mótmælenda Íslands

Útvarpsmennirnir Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson, eða Simmi og Jói eins og þeir eru kallaðir, ákváðu að heiðra minningu Helga Hóseassonar og gerðu um lag um hann sem var frumflutt í þætti þeirra í morgun.

Inglourious Basterds-leikari í kvikmynd Valdísar Óskars

„Hann er mjög spenntur fyrir því að koma hingað, hefur lengi langað að koma til Íslands,“ segir Davíð Óskar Ólafsson, einn þriggja framleiðenda kvikmyndarinnar Kóngavegur 7 sem Valdís Óskarsdóttir leikstýrir. Í vikunni var gengið frá samningum við þýska leikarann Daniel Brühl um að hann myndi leika stórt hlutverk í íslensku myndinni sem fjallar um hversdagsleikann í hjólhýsahverfi.

Þýðendur Lost Symbol þrír

Þýðendur nýjustu bókar Dans Brown, The Lost Symbol, verða þrír til að hún komist sem fyrst í verslanir hérlendis.

Apparat á Réttum

Hljómsveitin Apparat Organ Quartet kemur saman aftur og leikur á tónleikahátíðinni Réttir sem fram fer í Reykjavík 23.-26. september í samvinnu við Reykjavik International Film Festival.

Sveppi kemur sér í form

Sveppi er kominn með nóg af ístrunni framan á sér. Hann ætlar að léttast um níu kíló undir leiðsögn Gillzeneggers.

Björgunarafrekið við Látrabjarg sýnt

Kvikmyndasafn Íslands sýnir í dag kl. 16 kvikmynd Óskars Gíslasonar: Björgunarafrekið við Látrabjarg. Hinn 9. apríl sl. voru liðin 60 ár frá frumsýningu heimildarmyndar Óskars Gíslasonar, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns, sem segir frá frækilegri björgun heimamanna á Látrum og nágrenni, á breskum skipbrotsmönnum af togaranum Dhoon, 12. desember 1947.

Sindri Eldon genginn í Dynamo Fog

„Hann er týndi hlekkurinn sem vantaði í bandið," segir Jón Þór í hljómsveitinni Dynamo Fog um Sindra Eldon, sem nú hefur gengið til liðs við sveitina. „Við náðum satt að segja aldrei almennilega saman með Axel, en nú er tríóið fullkomnað."

EYBORG OG OP-LIST Á ÍSLANDI

Verk Eyborgar Guðmundsdóttur (1924-1977) eru í fyrirrúmi og nánast tilefni sýningarinnar Blik, sem er þýðing á hinu alþjóðlega heiti OP, sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum í dag.

Helgi Hrafn í Norðrinu

Tónlistarmaðurinn Helgi Hrafn Jónsson kemur fram á tónleikaröðinni Norðrið í Þýskalandi í nóvember. Helgi komst á mála hjá einni virtustu bókunarskrifstofu Þýskalands, 4 Artists, eftir að hann koma fram á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi í janúar.

Semja í stað þess að vinna

Hljómsveitin Nolo sem er skipuð menntskælingunum Ívari Björnssyni og Jóni Baldri Lorange hefur vakið mikla athygli á síðunni Gogoyoko.com að undanförnu.

Portman elskar rapp

Rapparinn Ghostface Killah tileinkar leikkonunni Natalie Portman lag á nýjustu plötu sinni. Rapparinn sá viðtal við hana og ákvað að kinka til hennar kolli með þessum hætti.

Ósáttir við tölvuleik

Dave Grohl og Krist Novoselic, fyrrum liðsmenn Nirvana, eru ósáttir við það hvernig Kurt Cobain er notaður í nýjum Guitar Hero-tölvuleik.

Bing Crosby syngur fyrir Bubba

„Ég var náttúrlega bara í skýjunum þegar við fundum þessar upptökur. Þær eru algjör demantur,“ segir Bubbi Morthens. Hann komst heldur betur í feitt þegar myndbrot með tónlistargoðsögninni Bing Crosby kom í leitirnar. Þar semur Crosby lag um Laxá í Aðaldal en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Bubbi nú að leggja lokahönd á heimildarmynd um ána. „Það er ekki nóg með að hann syngi heldur fer hann bara algjörlega á kostum. Hann setur í lax og fiskurinn fær slý á hausinn. Og þá heyrist Crosby segja; „this guy looks like a hippie“ eða, þessi lítur út eins og hippi.“

Trukkabílstjórar gera sér glaðan dag

„Við stefnum að því að ná sömu tölu og síðast, þúsund manns,“ segir Jóhannes Bachmann, einn skipuleggjenda Trukkakvölds Dóra tjakks sem haldið verður á Spot í Kópavogi í kvöld. Stíf dagskrá verður á malarplaninu fyrir aftan Smáralind í dag. Þar verður sýningin Trukkar & tæki 2009 þar sem trukkabílstjórar landsins koma saman og sýna tryllitæki sín.

Jákvæð kona

Kryddpían fyrrverandi, Victoria Beckham, segist ekki hafa viljað taka sæti Paulu Abdul sem Idol-dómari þótt henni hafi þótt gaman að hafa fengið að dæma í tveimur þáttum.

Eggert á Íslandsbryggju

Um miðjan september verður opnuð sýning með nýjustu verkum Eggerts Péturssonar í menningarmiðstöðinni Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn. Sýningin tengist opnun Listamesssunnar í Höfn sem hefst um næstu helgi. Í tengslum við hana gefur bókaútgáfan Crymogea af þessu tilefni út bókina Blómalandið þar sem sýnd eru öll verk sýningarinnar og ítarlega fjallað um feril og list Eggerts. Andri Snær Magnason rithöfundur ritar burðarritgerð bókarinnar, Blómalandið, og fjallar þar um verk Eggerts í víðu samhengi listasögu, raunvísinda og umhverfisskynjunar. Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir, listfræðingur og forstöðumaður Hafnarborgar, og ritar hún inngang að bókinni sem er hönnuð af Hildigunni Gunnarsdóttur og Snæfríði Þorsteins og er mjög óvenjuleg að allri gerð.

Prologus auglýsir

Leikritunarsjóðurinn Prologos auglýsir eftir umsóknum vegna fjórðu úthlutunar úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er til 14. september, en úthlutað verður í október.

Góðhjartaðir Eyjapeyjar

„Þetta var svo óeigingjarnt og fallega gert að maður fékk nánast tár í augun. Maður hefði haldið að peyjar sem þessir mundu heldur vilja eyða peningunum sínum í eitthvað annað,“ segir Ólöf Jóhannsdóttir, meðlimur Göngum saman-samtakanna um peningagjöf frá Lúkasi Jarlssyni og Jóel Þóri Ómarssyni, tólf ára drengjum í Vestmannaeyjum.

Vill leysa Magna af hólmi

„Þeir eiga alveg nokkur góð ár eftir, það er mín skoðun. Þeir eru búnir að sýna og sanna að þeir eru eitt sterkasta bandið í dag," segir Björgvin Jóhann Hreiðarsson, kokkur og fyrrverandi söngvari Á móti sól.

Vill Læðuna á Hótel Bjarkalund

„Ég er búinn að bjóðast til að taka Læðuna og geyma hana. Hún er náttúrulega best geymd hér,“ segir Árni Sigurpálsson, hótelstjóri á hinu sögufræga Hótel Bjarkalundi.

Lög um mannlegar hörmungar

Hallur Ingólfsson, sem hefur trommað með rokksveitunum Ham og XIII, hefur gefið út sólóplötuna Disaster Songs. „Hún er um þessar mannlegu hörmungar, ástarsorg og ótta og þegar maður fórnar sér fyrir annað fólk,“ segir Hallur.

Leikstjóri Nigellu stýrir Völla

„Það er búið að vera að vinna í þessu lengi. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir sjónvarpskokkurinn Völli Snær. Upptökur hafa staðið yfir á Snæfellsnesi á nýjum matreiðsluþætti sem nefnist Delicious Iceland. Um prufuþátt er að ræða á enskri tungu og ef hann fær góðar viðtökur dreifingaraðila stendur til að framleiða heila þáttaröð hér á landi. Leikstjóri þáttarins heitir Dominic Cyriax og er hinn sami og hefur búið til matreiðsluþættina vinsælu með Nigellu Lawson sem hafa verið sýndir í Sjónvarpinu.

Rappsöngkona vann Mercury

Rappsöngkonan Speech Debelle frá London hlaut hin virtu Mercury-tónlistarverðlaun á dögunum. Mörgum kom útnefningin í opna skjöldu enda Debelle óþekkt nafn í tónlistarbransanum. Skákaði hún þekktum flytjendum á borð við Kasabian, Glasvegas og La Roux sem voru einnig tilnefnd. Debelle, sem er 26 ára, átti aftur á móti von á sigrinum.

Rugluð þýðingavél

Nýlega opnaði Google þýðinga­vélina translate.google.com fyrir íslensku, sem er virðingarvert miðað við hversu fáir tala þetta tungumál.

Whitney fór á toppinn

Söngkonan Whitney Houston fór beint á toppinn á Billboard-listanum í Bandaríkjunum með sína fyrstu plötu í sjö ár, I Look To You. Platan seldist í 305 þúsund eintökum fyrstu vikuna á listanum, sem er nýtt met hjá söngkonunni.

Mammút í Evróputúr

Hljómsveitin Mammút er á leiðinni í sína fyrstu stóru tónleikaferð um Evrópu. Ferðin stendur yfir frá 4. til 27. nóvember og spilar sveitin í Þýskalandi, á Spáni, Ítalíu og víðar.

Saknaði mest íslenska matarins

„Landið er mjög ólíkt Íslandi og það er alveg óhætt að segja að ég hafi fengið nett menningarsjokk þegar ég kom þangað fyrst. En þetta var fljótt að venjast, enda var fólkið svo yndislegt og hjálpsamt. Ég held að mér hafi þótt erfiðast að venjast matnum þarna og er mjög fegin að geta borðað brauð með osti aftur,“ segir Tinna Þórarinsdóttir, sem bjó í heilt ár í Taípei, höfuðborg Taívans, þar sem hún lagði stund á kínversku.

Spjallar um meðgönguna

Fyrirsætan og þáttastjórnandinn Heidi Klum á sem kunnugt er von á sínu fjórða barni. Í nýlegu viðtali ræddi hún um meðgönguna og sagðist enn varla trúa því hvað líkami hennar breytist mikið við það að verða barnshafandi.

Sjá næstu 50 fréttir