Maríur seljast eins og heitar lummur 13. september 2009 12:00 „Viðtökurnar voru strax mjög góðar og ég hef í raun aldrei haft undan að framleiða," segir Halla María Ólafsdóttir, textílkennari, sem framleiðir svokallaðar Maríur í stofunni heima hjá sér, en þær seljast eins og heitar lummur. Maríur er nælur, hárspennur, hárkambar og hárspangir sem Halla handsaumar. Upphafið má rekja til þess þegar mágkona Höllu var á leið á árshátíð og langaði að hafa gullblóm í barminum. „Hún fann hvergi blóm í búðum eins og hana langaði í svo ég sagði henni að ég myndi bara föndra svoleiðis handa henni."Hver og ein María er einstök Í framhaldinu gerði Halla fleiri Maríur sem vöktu mikla lukku. „Síðan var næsta vetrarfrí í skólanum nýtt í framleiðslu sem seldist strax til áhugasamra samstarfsfélaga. Eftir það var ekki aftur snúið og ég hef ekki stoppað síðan," segir Halla.Maríur eru allar handsaumaðar sem gerir hverja og eina einstaka, að mati Höllu sem kveðst sanka að sér alls kyns efnum héðan og þaðan. Hún hafi meðal annars notað efni úr fatnaði sem hún sjálf og vinir og vandamenn hennar eru hættir að nota. „Ég sauma Maríurnar í stofunni heima hjá mér sem er nú farin að líta meira út eins og saumastofa frekar en stofa. Títuprjónar, perlur, pallíettur, tvinnakefli og alls kyns efni taka orðið mikið pláss í litlu stofunni okkar," segir Halla.Til heiðurs ömmu Maríu Aðspurð segir Halla Maríurnar vera nefndar í höfuðið á ömmu hennar heitinni, Maríu Guðbjartsdóttur. Hún lést skömmu áður en Halla byrjaði í saumaskapnum. „Ég komst yfir mikið af gömlum fallegum efnum, tölum og alls kyns efnivið sem mamma hafði haldið upp á frá ömmu Maríu. Ég er enn að nota eitthvað af þeim efnum en hef líka verið að kaupa inn í lagerinn. Þetta er því allt gert til heiðurs ömmu Maríu." Spennur og nælur eftir Höllu eru seldar í Mýrinni í Kringlunni en kambar og spangir selur hún í gegnum Facebook síðu, sem er tileinkuð Maríum, heiman frá sér. Einnig hefur örlítið úrval af Maríum verið til sölu í Gallerí Sól í Grímsey. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
„Viðtökurnar voru strax mjög góðar og ég hef í raun aldrei haft undan að framleiða," segir Halla María Ólafsdóttir, textílkennari, sem framleiðir svokallaðar Maríur í stofunni heima hjá sér, en þær seljast eins og heitar lummur. Maríur er nælur, hárspennur, hárkambar og hárspangir sem Halla handsaumar. Upphafið má rekja til þess þegar mágkona Höllu var á leið á árshátíð og langaði að hafa gullblóm í barminum. „Hún fann hvergi blóm í búðum eins og hana langaði í svo ég sagði henni að ég myndi bara föndra svoleiðis handa henni."Hver og ein María er einstök Í framhaldinu gerði Halla fleiri Maríur sem vöktu mikla lukku. „Síðan var næsta vetrarfrí í skólanum nýtt í framleiðslu sem seldist strax til áhugasamra samstarfsfélaga. Eftir það var ekki aftur snúið og ég hef ekki stoppað síðan," segir Halla.Maríur eru allar handsaumaðar sem gerir hverja og eina einstaka, að mati Höllu sem kveðst sanka að sér alls kyns efnum héðan og þaðan. Hún hafi meðal annars notað efni úr fatnaði sem hún sjálf og vinir og vandamenn hennar eru hættir að nota. „Ég sauma Maríurnar í stofunni heima hjá mér sem er nú farin að líta meira út eins og saumastofa frekar en stofa. Títuprjónar, perlur, pallíettur, tvinnakefli og alls kyns efni taka orðið mikið pláss í litlu stofunni okkar," segir Halla.Til heiðurs ömmu Maríu Aðspurð segir Halla Maríurnar vera nefndar í höfuðið á ömmu hennar heitinni, Maríu Guðbjartsdóttur. Hún lést skömmu áður en Halla byrjaði í saumaskapnum. „Ég komst yfir mikið af gömlum fallegum efnum, tölum og alls kyns efnivið sem mamma hafði haldið upp á frá ömmu Maríu. Ég er enn að nota eitthvað af þeim efnum en hef líka verið að kaupa inn í lagerinn. Þetta er því allt gert til heiðurs ömmu Maríu." Spennur og nælur eftir Höllu eru seldar í Mýrinni í Kringlunni en kambar og spangir selur hún í gegnum Facebook síðu, sem er tileinkuð Maríum, heiman frá sér. Einnig hefur örlítið úrval af Maríum verið til sölu í Gallerí Sól í Grímsey.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira