Lífið

Edduverðlaununum hugsanlega breytt

Björn Brynjúlfur, formaður ÍKSA, segir hugsanlegt að Eddunni verði breytt; hún færð til janúarloka eða byrjun febrúar. Aðeins ein íslensk mynd hefur verið frumsýnd á núverandi Eddutímabili; R.W.W.M. sem hefur fengið misjafna dóma í fjölmiðlum.
Björn Brynjúlfur, formaður ÍKSA, segir hugsanlegt að Eddunni verði breytt; hún færð til janúarloka eða byrjun febrúar. Aðeins ein íslensk mynd hefur verið frumsýnd á núverandi Eddutímabili; R.W.W.M. sem hefur fengið misjafna dóma í fjölmiðlum.

„Það hefur engin formleg ákvörðun verið tekin en það hefur verið rætt að breyta fyrir­komulaginu á Edduverðlaununum,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður ÍKSA, íslensku kvikmynda- og sjónvarps­akademíunnar.

Samkvæmt gamla skipulaginu hefði Eddutímabilinu átt að ljúka í lok októbermánaðar. Sem hefði getað þýtt að aðeins ein íslensk mynd hefði komið til greina sem besta myndin; Reykjavik Whale Watching Massacre. Desember eftir Hilmar Oddsson og Jóhannes í leikstjórn Þorsteins Gunnars Bjarnasonar hefðu kannski náð þarna inn með herkjum en frumsýningardagar þeirra hafa verið sagðir í október.

Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Björn Brynjúlfur tekur engu að síður skýrt fram að þessar breytingar á fyrirkomulaginu hafi ekkert með þessa tilviljun að gera, heldur hafi þær verið lengi í deiglunni innan ÍKSA.

Björn segir að ef breytingin gangi í gegn muni Eddutímabilið færast til á árinu. „Eddan yrði þá ekki fyrr en í lok janúar eða byrjun febrúar. Þær myndir sem hafa verið frumsýndar á þessu ári koma því til greina. En það hefur ekkert verið formlega ákveðið,“ segir Björn. Með þeirri tilfærslu myndi fjölga um að minnsta kosti tvær myndir; bæði Mamma Gógó eftir Friðrik Þór og Bjarnfreðarson í leikstjórn Ragnars Bragasonar verða frumsýndar á annan í jólum.

Þá eru framleiðendur The Good Heart að velta því fyrir sér hver sé heppilegasti tíminn fyrir frumsýningu. Á imdb.com er því haldið fram að hún verði frumsýnd á annan í jólum en Þórir Snær Sigurjónsson, einn af framleiðendum myndarinnar, segir þá dagsetningu ekki koma til greina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.