Lífið

Gunnar í Krossinum skilinn

Gunnar Þorsteinsson
Gunnar Þorsteinsson
Gunnar Þorsteinsson gjarnan kenndur við Krossinn og eiginkona hans Ingibjörg Guðnadóttir hafa ákveðið að skilja. Í opinskáu bréfi sem birt er á heimasíðu Krossins í dag er sagt frá þessari ákvörðun þeirra hjóna. Þar segjast þau þakklát fyrir hlýjar kveðjur og góð ráð margra systra og bræðra í samfélaginu sem styrkt hafa þau í gegnum þetta erfiða ferli.

Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan:

Kæru vinir,

Undanfarin ár höfum við fengist æ meir við mismunandi viðfangsefni. Gunnar hefur einbeitt sér að starfi Krossins og Krossgatna hérna heima en Inga hefur fengist við verkefni í Bandaríkjunum.

Bæði erum við mikið ákafafólk og erum yfirleitt mjög upptekin af því sem við erum að glíma við hverju sinni. Þetta hefur leitt til þess að við höfum haft sífellt minni tíma saman, sem aftur hefur bitnað á venjulegu heimilishaldi og eðlilegu fjölskyldulífi.

Undanfarið hefur okkur orðið það ljóst að það er ekki hægt að halda áfram á sömu braut. Við höfum því staðið frammi fyrir því að annað okkar þyrfti að fórna sínu starfi og hugðarefnum eða að við slitum samvistum. Niðurstaða okkar, eftir langa ígrundun, er að við höfum ákveðið að skilja. Það er auðvitað sárt og erfitt að standa frammi fyrir skilnaði. En svona hafa málin þróast og þetta er okkar niðurstaða sem við komumst sameiginlega að.

Kæru vinir, við vonumst til að þið virðið það við okkur.

Við erum sérstaklega þakklát fyrir fjölskyldu okkar, börnin, tengdabörnin og barnabörnin sem áfram verða það sem sameinar okkur um ókomna framtíð og bindur okkur böndum kærleiks og vináttu. Við erum þakklát fyrir hlýjar kveðjur og góð ráð svo margra

bræðra og systra í samfélaginu sem hafa styrkt okkur í gegnum þetta erfiða ferli. Guð blessi ykkur öll.

Ingibjörg Guðnadóttir

Gunnar Þorsteinsson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.