Lífið

Inga Lind snýr aftur á skjáinn

Breki Logason skrifar
Inga Lind Karlsdóttir
Inga Lind Karlsdóttir
Inga Lind Karlsdóttir mun lesa fréttir á Skjá einum í nýjum fréttatíma sem fer í loftið í þessum mánuði. Fréttirnar verða samstarfsverkefni Skjás eins og Morgunblaðsins og hefjast klukkan 18:50 alla virka daga. Inga Lind er ekki ókunn sjónvarpi en hún hóf sinn feril á Skjá einum fyrir 10 árum síðan.

„Ég var með einhvern skelfilegan þátt þarna í gamla daga og vona að þessi verði að minnsta kosti tíu sinnum betri. Það er því gaman að snúa þangað aftur tíu árum síðar," segir Inga Lind í samtali við Vísi.

Inga Lind var einnig lengi á Stöð 2 þar sem hún sá meðal annars um þættina Ísland í dag og Ísland í bítið.

Hún segist hafa tekið sér góðan tíma í að hugsa málið áður en hún ákvað að slá til. „Það verður gaman að fá að taka þátt í þessu nýja spennandi verkefni og svo er ég líka þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt."

Inga Lind segist lítið geta gefið upp um hvernig fréttatíminn mun koma til með að líta út. „Það er bara verið að búa þáttinn til þessa dagana og á allt eftir að koma í ljós. Það er hinsvegar gott að vera með Morgunblaðið á bak við sig í þessu. Þar eru menn sem kunna að búa til fréttir og mér skilst að þeir séu með mesta traustið, ég get því lofað því að þetta verður mjög traustur fréttatími," segir Inga Lind að lokum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.