Lífið

Helgi Hrafn í Norðrinu

helgi hrafn jónsson
Helgi Hrafn spilar í Þýskalandi í lok nóvember.
fréttablaðið/anton
helgi hrafn jónsson Helgi Hrafn spilar í Þýskalandi í lok nóvember. fréttablaðið/anton

Tónlistarmaðurinn Helgi Hrafn Jónsson kemur fram á tónleikaröðinni Norðrið í Þýskalandi í nóvember. Helgi komst á mála hjá einni virtustu bókunarskrifstofu Þýskalands, 4 Artists, eftir að hann koma fram á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi í janúar.

Síðan þá hefur hann verið afar duglegur við tónleikahald erlendis. Tónleikar hans í Þýskalandi verða 25. til 29. nóvember og stígur hann á svið í München, Vínarborg, Köln, Hamborg og Berlín. Auglýst hefur verið eftir upphitunaratriði fyrir Helga og rennur umsóknarfrestur út á miðnætti á föstudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.