Gekk út af Antichrist á meðan Bryndís sat áfram 15. september 2009 04:00 Myndin hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Hún verður tekin til sýninga hérlendis 28. september. „Þetta var bara viðbjóður. Hann er greinilega ekki með réttu ráði höfundurinn,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem gekk út af Antichrist, nýjustu mynd Lars von Trier, í Háskólabíói um síðustu helgi. Antichrist var nýlega sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto og á einni sýningunni kastaði bíógestur upp á fólkið fyrir framan sig. Kemur það ekki á óvart því í myndinni tekur kona upp á því að merja kynfæri eiginmanns síns með viðardrumbi. Eftir það tekur hún upp verkfæri, borar holu í gegnum kálfann á honum og festir myllustein við legg hans. Skömmu síðar tekur konan upp skæri og framkvæmir umskurð á sjálfri sér. „Mér varð ekki bumbult. Ég er lífsreyndur maður en þetta er ekki mönnum bjóðandi,“ segir Jón Baldvin og viðurkennir að þetta sé ógeðslegasta mynd sem hann hafi séð. „Að búa til mynd þar sem söguefnið sýnir að konur séu illar og fabúlera um það út frá nornabrennuöld. Þetta væri efniviður sem maður með fullu viti gæti gert úr góða mynd en því miður, hann bara klúðraði þessu. Ég held að hann hafi dottið í það og að það sé ekki runnið af honum.“ jón og bryndís Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram voru ekki hrifin af Antichrist. Eiginkonan Jóns, Bryndís Schram, sat aftur á móti sem fastast í salnum og kláraði myndina þrátt fyrir að líða illa. „Ég varð nú að sjá hvernig myndin endaði. Ég hélt þetta út en var lengi að jafna mig. Við vorum búin að hugsa okkur að koma við einhvers staðar á leiðinni heim en maður varð að fara beint heim. Það var mjög erfið reynsla að fara í gegnum þessa mynd,“ segir Bryndís og bætir við að henni hafi verið illt, bæði andlega og líkamlega. „Ég hellti í mig brennivíni þegar ég kom heim, bara til að hrista upp í mér og fá doðann úr líkamanum.“ Hún láir manni sínum ekki að hafa yfirgefið salinn, sem líklega hafi verið það hárrétta í stöðunni: „Hann missti náttúrlega af endinum, sem er hryllilegastur af öllu.“ sfsf Ísleifur B. Þórhallsson hjá Græna ljósinu sýndi myndina í tilefni þess að hún er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. „Það er verið að blanda saman ofbeldi og kynlífi og það er alveg einstaklega sjokkerandi,“ segir Ísleifur. Antichrist, eða Andkristur, verður tekin til almennra sýninga 28. september og er eins og gefur að skilja stranglega bönnuð innan 18 ára. Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Hverjir verða tilnefndir til Óskarsverðlauna? Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Sjá meira
„Þetta var bara viðbjóður. Hann er greinilega ekki með réttu ráði höfundurinn,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem gekk út af Antichrist, nýjustu mynd Lars von Trier, í Háskólabíói um síðustu helgi. Antichrist var nýlega sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto og á einni sýningunni kastaði bíógestur upp á fólkið fyrir framan sig. Kemur það ekki á óvart því í myndinni tekur kona upp á því að merja kynfæri eiginmanns síns með viðardrumbi. Eftir það tekur hún upp verkfæri, borar holu í gegnum kálfann á honum og festir myllustein við legg hans. Skömmu síðar tekur konan upp skæri og framkvæmir umskurð á sjálfri sér. „Mér varð ekki bumbult. Ég er lífsreyndur maður en þetta er ekki mönnum bjóðandi,“ segir Jón Baldvin og viðurkennir að þetta sé ógeðslegasta mynd sem hann hafi séð. „Að búa til mynd þar sem söguefnið sýnir að konur séu illar og fabúlera um það út frá nornabrennuöld. Þetta væri efniviður sem maður með fullu viti gæti gert úr góða mynd en því miður, hann bara klúðraði þessu. Ég held að hann hafi dottið í það og að það sé ekki runnið af honum.“ jón og bryndís Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram voru ekki hrifin af Antichrist. Eiginkonan Jóns, Bryndís Schram, sat aftur á móti sem fastast í salnum og kláraði myndina þrátt fyrir að líða illa. „Ég varð nú að sjá hvernig myndin endaði. Ég hélt þetta út en var lengi að jafna mig. Við vorum búin að hugsa okkur að koma við einhvers staðar á leiðinni heim en maður varð að fara beint heim. Það var mjög erfið reynsla að fara í gegnum þessa mynd,“ segir Bryndís og bætir við að henni hafi verið illt, bæði andlega og líkamlega. „Ég hellti í mig brennivíni þegar ég kom heim, bara til að hrista upp í mér og fá doðann úr líkamanum.“ Hún láir manni sínum ekki að hafa yfirgefið salinn, sem líklega hafi verið það hárrétta í stöðunni: „Hann missti náttúrlega af endinum, sem er hryllilegastur af öllu.“ sfsf Ísleifur B. Þórhallsson hjá Græna ljósinu sýndi myndina í tilefni þess að hún er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. „Það er verið að blanda saman ofbeldi og kynlífi og það er alveg einstaklega sjokkerandi,“ segir Ísleifur. Antichrist, eða Andkristur, verður tekin til almennra sýninga 28. september og er eins og gefur að skilja stranglega bönnuð innan 18 ára.
Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Hverjir verða tilnefndir til Óskarsverðlauna? Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning