Gekk út af Antichrist á meðan Bryndís sat áfram 15. september 2009 04:00 Myndin hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Hún verður tekin til sýninga hérlendis 28. september. „Þetta var bara viðbjóður. Hann er greinilega ekki með réttu ráði höfundurinn,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem gekk út af Antichrist, nýjustu mynd Lars von Trier, í Háskólabíói um síðustu helgi. Antichrist var nýlega sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto og á einni sýningunni kastaði bíógestur upp á fólkið fyrir framan sig. Kemur það ekki á óvart því í myndinni tekur kona upp á því að merja kynfæri eiginmanns síns með viðardrumbi. Eftir það tekur hún upp verkfæri, borar holu í gegnum kálfann á honum og festir myllustein við legg hans. Skömmu síðar tekur konan upp skæri og framkvæmir umskurð á sjálfri sér. „Mér varð ekki bumbult. Ég er lífsreyndur maður en þetta er ekki mönnum bjóðandi,“ segir Jón Baldvin og viðurkennir að þetta sé ógeðslegasta mynd sem hann hafi séð. „Að búa til mynd þar sem söguefnið sýnir að konur séu illar og fabúlera um það út frá nornabrennuöld. Þetta væri efniviður sem maður með fullu viti gæti gert úr góða mynd en því miður, hann bara klúðraði þessu. Ég held að hann hafi dottið í það og að það sé ekki runnið af honum.“ jón og bryndís Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram voru ekki hrifin af Antichrist. Eiginkonan Jóns, Bryndís Schram, sat aftur á móti sem fastast í salnum og kláraði myndina þrátt fyrir að líða illa. „Ég varð nú að sjá hvernig myndin endaði. Ég hélt þetta út en var lengi að jafna mig. Við vorum búin að hugsa okkur að koma við einhvers staðar á leiðinni heim en maður varð að fara beint heim. Það var mjög erfið reynsla að fara í gegnum þessa mynd,“ segir Bryndís og bætir við að henni hafi verið illt, bæði andlega og líkamlega. „Ég hellti í mig brennivíni þegar ég kom heim, bara til að hrista upp í mér og fá doðann úr líkamanum.“ Hún láir manni sínum ekki að hafa yfirgefið salinn, sem líklega hafi verið það hárrétta í stöðunni: „Hann missti náttúrlega af endinum, sem er hryllilegastur af öllu.“ sfsf Ísleifur B. Þórhallsson hjá Græna ljósinu sýndi myndina í tilefni þess að hún er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. „Það er verið að blanda saman ofbeldi og kynlífi og það er alveg einstaklega sjokkerandi,“ segir Ísleifur. Antichrist, eða Andkristur, verður tekin til almennra sýninga 28. september og er eins og gefur að skilja stranglega bönnuð innan 18 ára. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
„Þetta var bara viðbjóður. Hann er greinilega ekki með réttu ráði höfundurinn,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem gekk út af Antichrist, nýjustu mynd Lars von Trier, í Háskólabíói um síðustu helgi. Antichrist var nýlega sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto og á einni sýningunni kastaði bíógestur upp á fólkið fyrir framan sig. Kemur það ekki á óvart því í myndinni tekur kona upp á því að merja kynfæri eiginmanns síns með viðardrumbi. Eftir það tekur hún upp verkfæri, borar holu í gegnum kálfann á honum og festir myllustein við legg hans. Skömmu síðar tekur konan upp skæri og framkvæmir umskurð á sjálfri sér. „Mér varð ekki bumbult. Ég er lífsreyndur maður en þetta er ekki mönnum bjóðandi,“ segir Jón Baldvin og viðurkennir að þetta sé ógeðslegasta mynd sem hann hafi séð. „Að búa til mynd þar sem söguefnið sýnir að konur séu illar og fabúlera um það út frá nornabrennuöld. Þetta væri efniviður sem maður með fullu viti gæti gert úr góða mynd en því miður, hann bara klúðraði þessu. Ég held að hann hafi dottið í það og að það sé ekki runnið af honum.“ jón og bryndís Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram voru ekki hrifin af Antichrist. Eiginkonan Jóns, Bryndís Schram, sat aftur á móti sem fastast í salnum og kláraði myndina þrátt fyrir að líða illa. „Ég varð nú að sjá hvernig myndin endaði. Ég hélt þetta út en var lengi að jafna mig. Við vorum búin að hugsa okkur að koma við einhvers staðar á leiðinni heim en maður varð að fara beint heim. Það var mjög erfið reynsla að fara í gegnum þessa mynd,“ segir Bryndís og bætir við að henni hafi verið illt, bæði andlega og líkamlega. „Ég hellti í mig brennivíni þegar ég kom heim, bara til að hrista upp í mér og fá doðann úr líkamanum.“ Hún láir manni sínum ekki að hafa yfirgefið salinn, sem líklega hafi verið það hárrétta í stöðunni: „Hann missti náttúrlega af endinum, sem er hryllilegastur af öllu.“ sfsf Ísleifur B. Þórhallsson hjá Græna ljósinu sýndi myndina í tilefni þess að hún er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. „Það er verið að blanda saman ofbeldi og kynlífi og það er alveg einstaklega sjokkerandi,“ segir Ísleifur. Antichrist, eða Andkristur, verður tekin til almennra sýninga 28. september og er eins og gefur að skilja stranglega bönnuð innan 18 ára.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira