EYBORG OG OP-LIST Á ÍSLANDI 12. september 2009 06:00 Myndlist Eyborg Guðmundsdóttir listmálari. Myndin var tekin 1959 af Andrési Kolbeinssyni ljósmyndara. Mynd/ljósmyndasafn reykjavíkur Verk Eyborgar Guðmundsdóttur (1924-1977) eru í fyrirrúmi og nánast tilefni sýningarinnar Blik, sem er þýðing á hinu alþjóðlega heiti OP, sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum í dag. Þar er varpað ljósi á op–listina og þau áhrif sem hún hefur haft á íslenska listamenn frá miðjum sjöunda áratug síðustu aldar til dagsins í dag. Fjölmargir listamenn hafa skírskotað til op-listarinnar í verkum sínum en á sýningunni eru sýnd verk eftir átta íslenska listamenn sem á einn eða annan máta beita sjónhverfingum eða leika sér með upplifun áhorfandans í verkum sínum. Op-listin á rætur að rekja til miðrar síðustu aldar, en orðið op er dregið úr optical sem þýðir blik. Í op-listinni er áhersla lögð á samband áhorfandans og listaverksins og gerð er tilraun til að breyta skynjun áhorfandans með framsetningu lita, forma og ljóss. Verkið myndar þannig hreyfingu út frá ólíku sjónarhorni áhorfandans. Sýningin hverfist um myndlistarkonuna Eyborgu Guðmundsdóttur, sem lítið hefur borið á í íslensku listalífi en er kunn í þröngum hópum þeirra sem skoðað hafa hvernig alþjóðlegar bylgjur bárust hingað. Eyborg aðhylltist geómetríska abstraksjón en margir gætu kannast við glerverk hennar í glugga Mokka, sem hefur hangið á sama stað í rúma fjóra áratugi, eða frá því að Eyborg hélt þar sýningu árið 1966. Hún nam myndlist í París og sýndi víða um Evrópu í hópi áhrifamikilla listamanna sem kölluðust Group Mesure. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1965, en síðasta sýning hennar var tíu árum síðar í Norræna húsinu. Hún er ótvírætt sá íslenskur listamaður sem gekk lengst fram í að tileinka sér hugmyndir og tækni op-listarinnar. Þetta er fyrsta sinn sem verk hennar og lífstarf eru sett í innlent samhengi, þótt stök verk hennar hafi ratað í samsýningar. Raunar gegnir furðu að framlag hennar til íslenskrar myndlistar skuli ekki hafa fengið meiri athygli. Auk verka Eyborgar eru sýnd ný og eldri verk Arnars Herbertssonar, verk Jóns Gunnars Árnasonar, Gravity sem hann sýndi á Feneyjatvíæringnum árið 1982, Colour Spectrum og teikningar eftir Ólaf Elíasson og ný og eldri verk Helga Þorgils Friðjónssonar. Einnig eru til sýnis verk eftir Hrein Friðfinnsson, Hörð Ágústsson og pop-op verk eftir JBK Ransu. Sýningarstjóri er Helgi Már Kristinsson, en hann verður með leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 13. september kl. 15. Bliksmiðja verður opnuð í norðursal á sama tíma en um er að ræða fjölskylduvæna og fræðandi listsmiðju. Þar er hægt að spreyta sig á skemmtilegum verkefnum, sem tengjast blik-list, sjónblekkingum og vísindum. Hópar eru velkomnir en þurfa að bóka tíma hjá safninu. pbb@frettablaðið.is Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Verk Eyborgar Guðmundsdóttur (1924-1977) eru í fyrirrúmi og nánast tilefni sýningarinnar Blik, sem er þýðing á hinu alþjóðlega heiti OP, sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum í dag. Þar er varpað ljósi á op–listina og þau áhrif sem hún hefur haft á íslenska listamenn frá miðjum sjöunda áratug síðustu aldar til dagsins í dag. Fjölmargir listamenn hafa skírskotað til op-listarinnar í verkum sínum en á sýningunni eru sýnd verk eftir átta íslenska listamenn sem á einn eða annan máta beita sjónhverfingum eða leika sér með upplifun áhorfandans í verkum sínum. Op-listin á rætur að rekja til miðrar síðustu aldar, en orðið op er dregið úr optical sem þýðir blik. Í op-listinni er áhersla lögð á samband áhorfandans og listaverksins og gerð er tilraun til að breyta skynjun áhorfandans með framsetningu lita, forma og ljóss. Verkið myndar þannig hreyfingu út frá ólíku sjónarhorni áhorfandans. Sýningin hverfist um myndlistarkonuna Eyborgu Guðmundsdóttur, sem lítið hefur borið á í íslensku listalífi en er kunn í þröngum hópum þeirra sem skoðað hafa hvernig alþjóðlegar bylgjur bárust hingað. Eyborg aðhylltist geómetríska abstraksjón en margir gætu kannast við glerverk hennar í glugga Mokka, sem hefur hangið á sama stað í rúma fjóra áratugi, eða frá því að Eyborg hélt þar sýningu árið 1966. Hún nam myndlist í París og sýndi víða um Evrópu í hópi áhrifamikilla listamanna sem kölluðust Group Mesure. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1965, en síðasta sýning hennar var tíu árum síðar í Norræna húsinu. Hún er ótvírætt sá íslenskur listamaður sem gekk lengst fram í að tileinka sér hugmyndir og tækni op-listarinnar. Þetta er fyrsta sinn sem verk hennar og lífstarf eru sett í innlent samhengi, þótt stök verk hennar hafi ratað í samsýningar. Raunar gegnir furðu að framlag hennar til íslenskrar myndlistar skuli ekki hafa fengið meiri athygli. Auk verka Eyborgar eru sýnd ný og eldri verk Arnars Herbertssonar, verk Jóns Gunnars Árnasonar, Gravity sem hann sýndi á Feneyjatvíæringnum árið 1982, Colour Spectrum og teikningar eftir Ólaf Elíasson og ný og eldri verk Helga Þorgils Friðjónssonar. Einnig eru til sýnis verk eftir Hrein Friðfinnsson, Hörð Ágústsson og pop-op verk eftir JBK Ransu. Sýningarstjóri er Helgi Már Kristinsson, en hann verður með leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 13. september kl. 15. Bliksmiðja verður opnuð í norðursal á sama tíma en um er að ræða fjölskylduvæna og fræðandi listsmiðju. Þar er hægt að spreyta sig á skemmtilegum verkefnum, sem tengjast blik-list, sjónblekkingum og vísindum. Hópar eru velkomnir en þurfa að bóka tíma hjá safninu. pbb@frettablaðið.is
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög