Netþrjótur í gervi Unnar Birnu 14. september 2009 06:00 Unnur Birna Hún segir fúlt að einhver noti nafn hennar á Facebook. „Það er frekar fúlt að það sé hægt að nota nafn manns og mynd svona auðveldlega – og í rauninni ferðast um Netið undir mínu nafni. Það er mjög óþægilegt,“ segir alheimsfegurðardrottningin og lögfræðingurinn Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Netþrjótur opnaði Facebook-síðu undir hennar nafni í sumar og hefur síðan verið mjög duglegur að sanka að sér vinum. Svo virðist sem fólk átti sig ekki á að um netþrjót sé að ræða, jafnvel þótt eftirfarandi „status“-uppfærsla hafi birst í byrjun september: „Við munum vera hamingjusamur, ekki misrétti:D“ Unnur hefur reynt að tilkynna þrjótinn til forsvarsmanna Facebook með því að smella á „report“-takkann, en án árangurs. „Enda bjóst ég ekki við viðbrögðum. Maður er hálfvarnarlaus,“ segir hún. „Ég hef ekki látið þetta hafa áhrif á mig hingað til, en þegar maður heyrir að viðkomandi sé að bæta hálfri þjóðinni við sem vinum, þá er þetta orðið hálfkjánalegt,“ segir Unnur. „Ég verð bara að treysta á það að þeir sem þekkja mig raunverulega séu vinir mínir á réttri síðu.“ Netþrjóturinn virðist ekki gera sér grein fyrir því að sú sem hann þykist vera er í mastersnámi í lögfræði. Heimatökin eru því hæg fyrir Unni vilji hún fara lengra með málið. „Þetta gæti klárlega orðið mál,“ segir hún, en bætir við að það gæti reynst erfitt að bregðast við málum á jafn stóru vefsvæði og Facebook er. „Mér datt helst í hug að henda nafninu mínu út af Facebook og opna síðu undir dulnefni,“ segir Unnur í léttum dúr. - afb Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
„Það er frekar fúlt að það sé hægt að nota nafn manns og mynd svona auðveldlega – og í rauninni ferðast um Netið undir mínu nafni. Það er mjög óþægilegt,“ segir alheimsfegurðardrottningin og lögfræðingurinn Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Netþrjótur opnaði Facebook-síðu undir hennar nafni í sumar og hefur síðan verið mjög duglegur að sanka að sér vinum. Svo virðist sem fólk átti sig ekki á að um netþrjót sé að ræða, jafnvel þótt eftirfarandi „status“-uppfærsla hafi birst í byrjun september: „Við munum vera hamingjusamur, ekki misrétti:D“ Unnur hefur reynt að tilkynna þrjótinn til forsvarsmanna Facebook með því að smella á „report“-takkann, en án árangurs. „Enda bjóst ég ekki við viðbrögðum. Maður er hálfvarnarlaus,“ segir hún. „Ég hef ekki látið þetta hafa áhrif á mig hingað til, en þegar maður heyrir að viðkomandi sé að bæta hálfri þjóðinni við sem vinum, þá er þetta orðið hálfkjánalegt,“ segir Unnur. „Ég verð bara að treysta á það að þeir sem þekkja mig raunverulega séu vinir mínir á réttri síðu.“ Netþrjóturinn virðist ekki gera sér grein fyrir því að sú sem hann þykist vera er í mastersnámi í lögfræði. Heimatökin eru því hæg fyrir Unni vilji hún fara lengra með málið. „Þetta gæti klárlega orðið mál,“ segir hún, en bætir við að það gæti reynst erfitt að bregðast við málum á jafn stóru vefsvæði og Facebook er. „Mér datt helst í hug að henda nafninu mínu út af Facebook og opna síðu undir dulnefni,“ segir Unnur í léttum dúr. - afb
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög