Lífið

Elton John vill ættleiða HIV smitaðan drenghnokka

Óli Tynes skrifar

Sir Elton John hefur sett upp góðgerðarstofnun sem aðstoðar alnæmissjúklinga og haldið marga tónleika til þess að vekja fólk til vitundar um hættuna.

Tugþúsundir manna mættu á slíka frítónleika sem hann hélt í Úkraínu árið 2007.

Nú er sörinn aftur kominn til Úkraínu á vegum stofnunar sinnar og heimsótti meðal annars heimili fyrir munaðarlaus börn sem eru HIV smituð eða með alnæmi.

Með honum í för var sambýlismaður hans David Furnish. Skemmst er frá því að segja að bæði Sir Elton og David féllu gersamlega fyrir fjórtán mánaða gömlum strákhnokka sem heitir Lev.

Á fundi með fréttamönnum á heimilinu sagði söngvarinn að þeir David vildu gjarnan ættleiða lev og búa honum heimili. Hann hefði stolið hjörtum þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.