Lífið

Simmi og Jói heiðra minningu mótmælenda Íslands

Útvarpsmennirnir Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson, eða Simmi og Jói eins og þeir eru kallaðir, ákváðu að heiðra minningu Helga Hóseassonar og gerðu um lag um hann sem var frumflutt í þætti þeirra á Bylgjunni í morgun.

Helgi lést síðastliðinn sunnudag og sama dag var stofnaður hópur á samskiptavefnum Facebook sem vill reisa Helga minnisvarða á horni Langholtsvegar og Holtavegar, þar sem Helgi stóð gjarnan með skilti sín og mótmælti. Meðlimum í hópnum hefur fjölgað ört undanfarna daga og er núna yfir 26.200 talsins.

„Helgi Hóseasson var merkilegur maður. Hann var samkvæmur sjálfur sér alla tíð. Það eru mannkostir sem fleiri mættu tileinka sér," segir á bloggsíðu Simma og Jóa.

Lagið er hægt að nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.