Fleiri fréttir

Sjá ekki tilgang í að halda áfram að borga

Ísland í dag: „Við ætlum ekki að láta hlekkja okkur við íbúðina og bílinn,“ segir fjölskyldufaðir í Keflavík sem segir að þrátt fyrir að þau hjón geti enn borgað af skuldum sínum, sjái þau ekki fram á að eignast íbúð sína og bíl nokkurn tíma. Því sé kannski best að hætta að borga og flýja land. Við kynnum okkur mál fjölskyldunnar, fáum skoðun þingmanna og lögfræðinga á málinu. Ísland í dag hefst klukkan 18:55 í kvöld.

Buff leikur lög Magga Eiríks

Hljómsveitin Buff er þessa dagana að taka upp plötu með sínum útgáfum af vinsælustu lögum Magga Eiríks. Tilefnið er útgáfa nýrrar ævisögu um kappann.

Vill setja heimsmet á friðardeginum

„Mig langar að reyna að safna eins mörgum einstaklingum og ég mögulega get til að taka þátt í þessum gjörningi. Í heimsmetabók Guinness stendur að metið í öðrum eins gjörningi sé fjórtán hundrað manns og það væri gaman ef hægt væri að slá það met,“ segir Peter Andersson, dansari hjá Íslenska dansflokknum, sem skipuleggur sérstaka friðaröldu í tilefni alþjóðlegs friðardags.

Hörmungar hversdagsins

Hallur Ingólfsson og Halldóra Malín Pétursdóttir gefa út plötu 11. september sem heitir Disaster Songs. Hallur segist alltaf hafa langað til að gera plötu sem fjallar um ömurlegar aðstæður frá A til Ö.

Sólkrossinn gefinn út í Þýskalandi

„Loðinn um lófana? Tja, þetta er gott forlag og forlög borga eftir stærð. Þetta forlag er mjög stórt þótt þeir upplifi sig örugglega ekki eins og þeir séu einhverjir höfðingjar,“ segir Óttar Martin Norðfjörð en þýski útgefandinn Der Aufbau hefur tryggt sér útgáfuréttinn að skáldsögu Óttars, Sólkrossinum. Þjóðverjar hafa undanfarin ár verið ákaflega hrifnir af íslenskum rithöfundum, Arnaldur Indriðason er vinsæll spennusagnahöfundur þar og rithöfundar á borð við Auði Jónsdóttur og Guðrúnu Evu Mínervudóttur hafa fengið verk sín útgefin í Þýskalandi að undanförnu. Der Aufbau er virt forlag og gefur út marga af snjöllustu rithöfundum heims, þeirra á meðal Paul Auster. „Þetta er því mikill heiður fyrir mig og ég átti alls ekki von á þessu.“

Áherslan á hvernig en ekki hvað

„Ég er að fara að gera margt í ár, en það er fátt sem ég hlakka meira til en að vera viðstaddur þetta festival,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson um Rómeó og Júlíu á þremur sviðum, litla hátíð Borgarleikhússins í maí. Uppsetning St. Gallen og Þorleifs á verkinu fer þá á svið samhliða metaðsóknarsýningu Vesturports og margverðlaunaðri uppsetningu Oskaras Korsunovas.

Býður við sögusögnum

Nýlegar sögusagnir um að kærasti kynbombunnar Katie Price fari með hlutverk í klámmynd hafa farið mjög fyrir brjóstið á henni. Samkvæmt þessum sögusögnum á Alex Reid að hafa leikið í nokkuð grófu nauðgunaratri. Price á að hafa verið svo misboðið vegna þessara sögusagna að henni fannst hún ekki geta setið aðgerðarlaus mikið lengur og ákveðið að tjá sig um málið í fjölmiðlum.

Íslendingar í WIPEOUT

Ljóst er að margir vilja sæti í ævintýraferð Stöðvar 2 til Argentínu, en tökur á íslenskri útgáfu skemmtiþáttanna WIPEOUT fara þar fram í byrjun október. Mikill handagangur varð í öskjunni þegar opnað var fyrir skráningu í gær á Vísir.is, en alls hafa 1500 manns sótt um að keppa á stærstu þrautabraut heims, og talan fer ört vaxandi. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er um að ræða skemmtiþætti fyrir alla fjölskylduna þar sem þátttakendur taka þátt í eins konar þrautakóngi í kapphlaupi við klukkuna. Upptökur á þættium fara fram í Buenos Aires í Argentínu og greiðir Stöð 2 fyrir flug og gistingu fyrir þátttakendur sem fyrir vali verða. Skilyrði fyrir þátttöku eru að vera með gilt íslenskt vegabréf og hafa náð 18 ára aldri. Verið er að leita að allskonar fólki og ganga Vildaráskrifendur Stöðvar 2 fyrir. WIPEOUT Ísland verður á dagskrá Stöðvar 2 í byrjun næsta árs.

Jordan ríður Klæðskiptingi

Breska glamúrgellan Jordan er mikil hestamanneskja. Hún hefur nú fest kaup á nýjum hesti sem hún kallar Cross Dresser eða Klæðskiptingi og borgði hún 30 milljónir fyrir hrossið.

Kaninn kominn á koppinn

Útvarpsstöðin Kaninn, fór í loftið klukkan 8:00 í morgun og var það sjálfur Gulli Helga sem settist við hljóðnemann í morgun. Útvarpsstöðin sendir út frá Offiseraklúbbnum á Keflavíkurflugvelli á tíðninni 91,9. Starfsfólk stöðvarinnar var mætt eldsnemma í morgun til að prufa græjurnar og gæða sér á staðgóðum amerískum morgunverði.

Svanhildur Hólm ólétt

Logi Bergmann Eiðsson staðfesti í gær að eiginkona hans, Svanhildur Hólm, er gengin rúmar 14 vikur með annað barnið þeirra. Fyrir eiga þau saman stúlku, 3 ára. Svanhildur á son frá fyrra sambandi og Logi fjórar dætur.

Hellisbúi í lukkunærbuxum

„Ég er með lukkunærbuxur,“ viðurkennir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari. „Það byrjaði á Akureyri, þegar ég var að leika í Fló á skinni þar, en þá fékk ég svona Joe Boxer-nærbuxur með hjörtum á. Ég þurfti að vera í þeim í þeirri sýningu, því þær sáust, og var alltaf í þeim. Fló á skinni endaði í 144 sýningum. Það gekk vel, þannig að ég ákvað bara að slá til og vera í þeim líka í Hellisbúanum.“

Baggalútur vill Rúnars-styttu

„Okkur langar ógeðslega mikið í hana. Við ætlum að kanna fjárhagsstöðuna og sjá hvað kemur út úr ársskýrslunni, hvort það sé einhver rekstrarafgangur,“ segir Bragi Valdimar Skúlason.

Leikstjórar bjóða fólki í heimavídeó

Leikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson, Hilmar Oddsson og Ragnar Bragason ætla að bjóða áhugafólki um kvikmyndir heim til sín í vídeókvöld mánudaginn 21. september í tilefni af Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík.

Fjölgar í Réttunum

Hópur íslenskra flytjenda hefur bæst við tónleikaseríuna Réttir sem verður haldin í Reykjavík dagana 23. til 26. september. Ólafur Arnalds, Ólöf Arnalds, Dr. Spock, Megas og Senuþjófarnir og Ensími hafa öll bæst í hópinn, auk þess sem meðlimir múm ætla að kynna eitt tónleikakvöld og spila sem plötusnúðar. Áður höfðu boðað komu sína á hátíðina listamenn á borð við Mugison, Hjálma, Hjaltalín, FM Belfast, Dikta og Agent Fresco.

Verður að velja á milli

Katrín Jakobsdóttir, mennta-og menningamálaráðherra, stendur frammi fyrir erfiðu vali. Því á annan í jólum stendur mikið til í íslensku menningarlífi. Tvær íslenskar bíómyndir verða frumsýndar; Mamma Gó Gó eftir Friðrik Þór Friðriksson og Bjarnfreðarson í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Þá mun Þjóðleikhúsið frumsýna Gerplu en þar situr Baltasar Kormákur í leikstjórasætinu. „Ég ætla að velja á milli ef þetta verður allt á sama tíma,“ segir Katrín.

Barátta Oasis-bræðranna

Allt frá stofnun Oasis árið 1991 hafa bræðurnir Noel og Liam Gallagher rifist eins og hundur og köttur. Núna er mælirinn loksins fullur hjá Noel, sem er hættur í sveitinni. Fréttablaðið rifjar upp helstu slagsmálin.

Var 120 kíló þegar hún ákvað að fara í hjáveituaðgerð

Elísabet Stefánsdóttir var 120 kíló og innan við 1,60 á hæð þegar hún ákvað að fara í hjáveituaðgerð. Eftir aðgerðina og óteljandi daga í ræktinni er Elísabet nú helmingi léttari eða 60 kg. Rætt var við Elísabetu í Íslandi í dag í þætti kvöldsins.

Ísland í dag: Kona missti helming líkamsþyngdar sinnar

Í þætti kvöldsins kynnumst við ungri konu sem þjáðist af offitu en þrátt fyrir að vera undir 160 á hæð var hún 120 kg þegar hún ákvað að gera eitthvað í sínum málum. Hún byrjaði að æfa, fór í hjáveituaðgerð, hélt áfram að æfa og er í dag aðeins 60 kg. Við heyrum sögu hennar og tölum við Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni sem hleypti okkur jafnframt inn á skurðstofu til sín þar sem hún framkvæmdi svokallaða svuntuaðgerð á konu, en sú aðgerð er oft framkvæmd í framhaldi af hjáveituaðgerð. Fylgist því með Íslandi í dag hér eftir smá stund.

Barnastjarna barnsfaðir Michael Jackson

Talið er að raunverulegur faðir sonar Michael Jacksons, Blankett (e. teppi) sé barnastjarnan Macaulay Culkin. Þessu heldur The Sun fram og hefur eftir nafnlausum heimildarmanni. Þá á Jackson einnig dótturina Paris og svo soninn Michael.

Ásdís Rán meikar það með Apple

„Þetta er mitt stærsta verkefni hingað til og hefur verið í þróun síðustu mánuði, segir Ásdís Rán sem heldur nú úti sérstöku VIP bloggi í samvinnu við Apple. „Verkefnið er nú orðið að veruleika og er komið í loftið world wide," segir Ásdís og heldur áfram: „Ég vann þetta í samvinnu við Apps N' Ads í Danmörku og Apple Int. App-ið er dagatal með um 30 af mínum bestu myndum frá sirca síðustu 2 árum með því fylgir svo sérstakt VIP blog með daglegum færslum, þ.e.a.s í hvert skipti sem þú opnar dagatalið færðu nýja mynd og twitter blog færslu frá mér," útskýrir Ásdís. „The IceQueen Official app kostar 4.99 dollara og er hægt að downlóda úr ITune búðinni," segir Ásdís en hér er linkurinn. „Ég er semsagt fyrsta modelið sem nýti mér þessa tækni frá Apple og er reiknað með að þetta sé bara fyrsta IceQueen applicationið sem fer í loftið af mörgum. Það er bara vonandi að það gangi upp til enda og að fólk downlódi þessu! Þetta er rosalega stór dagur í lífi mínu og vonandi getið þið nú öll glaðst með mér," segir hún ánægð. „Það er að vísu einn galli í þessu og það er að íslendingar eiga erfitt með að versla þetta á netinu nema þá með erlendum kortum því að ITunes búðin er víst ekki kominn ennþá á Íslandi."

Sjónvarpskokkur stýrir þrautakóngi í Argentínu

„Mér líst vel á þetta, hef horft á þættina með öðru auganu en krakkarnir mínir hafa skemmt sér konunglega yfir þessu," segir Friðrika Hjördís Geirsdóttir sem verður kynnir í íslensku útgáfunni af Wipeout eða Þrautakóngi. Wipeout eru að verða eitt helsta æðið í sjónvarpsbransanum um allan heim en sjónvarpsstöðvar frá yfir tuttugu löndum hafa gert slíka þætti.

Fyrrverandi Iceland andlitið getur ekki hætt fíkniefnaneyslu

Kerry Katona, fyrrverandi andlit Iceland verslunarkeðjunnar, segist alls ekki geta hætt vímuefnanotkun þrátt fyrir að fíknin sé að gera út af við líf hennar. „Ég bara get ekki hætt,“ hefur News of the World eftir Kerry. Mikið hefur gengið á í lífi Katona að undanförnu en hún sást opinberlega neyta fíkniefna og var myndskeið birt af neyslunni. Þrátt fyrir þrýsting frá ástvinum sínum neitar hún að fara í meðferð.

Geta sturtað í sig ís í Hveragerði

Blómstrandi dagar fara fram í Hveragerði um helgina. Af því tilefni er árlegur Ísdagur Kjörís haldinn en fyrirtækið heldur upp á 40 ára afmæli sitt í ár og því hefur verið lagt enn meira í dagskrá Ísdagsins en venja hefur verið.

Föðurland vort hafið

Í gær var ný samsýning opnuð í Hafnarborg helguð hafinu í myndlist. Sýningin nýtur stuðnings Hafnarfjarðarhafnar sem nú fagnar 100 ára afmæli sínu.

Gordon hættir ekki að tala um lundann

Breski sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay virðist hafa orðið hugfanginn af dvöl sinni í Vestmanneyjum og ekkert síður af hinum íslenska lunda. Hann getur hreinlega ekki hætt að tala um fuglinn og eyjarnar í erlendum fjölmiðlum. Ramsay var þannig í viðtali við spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel og ræddi þar um hvernig hann hefði veitt lundann, rifið úr honum hjartað og borðað það hrátt. Fuglinn hefði síðan verið grillaður og borinn fram með fersku gúrkusalati.

Æfa Húmanimal á ensku

„Ég og vinir mínir sem settum upp sýninguna Húmanimal í Hafnafjarðarleikhúsinu síðasta vor stöndum nú í ströngu við að æfa sýninguna upp á ensku,“ segir Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikkona. Tilefni þess að hópurinn ræðst í að æfa sýninguna á ensku er þátttaka þeirra á LÓKAL-leiklistarhátíðinni sem fer fram dagana 3. til 6.september næstkomandi, en Húmanimal hlaut einróma lof gagnrýnenda og níu tilnefningar til Grímunnar 2009.

Afslappað par

Leikarinn Orlando Bloom og kærasta hans, ástralska fyrirsætan Miranda Kerr, skemmtu sér saman á tónleikum hljómsveitarinnar Kings of Leon á dögunum.

Áhöfnin á Halastjörnunni snýr aftur eftir 25 ára hlé

Áhöfnin á Halastjörnunni, sem er skipuð þeim Gylfa Ægissyni, Hemma Gunn og Ara Jónssyni, hélt sjaldgæfa tónleika á Kringlukránni í gærkvöldi og ætla þeir félagar að endurtaka leikinn í kvöld. Á efnisskránni eru slagarar á borð við Stolt siglir fleyið mitt og Ég hvísla yfir hafið.

Ljósið vekur mikla athygli

Nýtt myndband við lag tónlistarmannsins Ólafs Arnalds, Ljósið, hefur vakið gríðarlega athygli víða um heim, sérstaklega á meðal grafískra hönnuða.

Íslensk stelpa opnar Lomo-verslun í London

Hadda Hreiðarsdóttir mun opna sérstaka Lomography-verslun í miðborg London ásamt sambýlismanni sínum, Adam Scott. Verslunin, sem verður opnuð 10. september og heitir Lomography Gallery Store, London, verður fyrsta sérhæfða Lomography-verslunin í London.

Sonur Rúnars Júl spilar með GCD á Ljósanótt

„Þetta væri ekki hægt nema vegna þess að partur af Rúnari er með okkur,“ segir Bubbi Morthens. Rokksveitin GCD ætlar að koma saman á Ljósanótt í Keflavík 4. september til að heiðra minningu fyrrum félaga síns Rúnars Júlíussonar sem lést á síðasta ári. Yfirskrift viðburðarins verður „Óður til Rúnars“.

Loksins skilin

Leikarinn Eddie Cibrian er nú endanlega skilinn við eiginkonu sína til sjö ára, Brandi Glanville. Upp komst um ástarsamband Cibrians og mótleikkonu hans, söngkonunnar LeAnn Rimes, fyrir stuttu en þau léku saman í sjónvarpsmyndinni Northern Lights.

Hnefaleikar hjálpuðu til

Leikarinn Mickey Rourke kennir sjálfum sér um að hafa verið fjarri sviðsljósinu í rúman áratug. „Það er betra að vinna ekki heldur en að vinna og vera á sama tíma öllum gleymdur. Ég var núll og nix í tólf til þrettán ár.

Túnfiskís í boði

Árleg íshátíð á vegum Kjöríss í Hveragerði verður haldin í dag. Hátíðin er haldin í tengslum við Blómstrandi daga í Hveragerði en verður stærri í sniðum en venjulega vegna fjörutíu ára afmælis Kjöríss.

Sinfónískir áhugamenn

Þær eru ekki margar sinfóníuhljómsveitirnar sem starfa í landinu. Tvær þeirra eru skipaðar atvinnumönnum, tvær áhugafólki, önnur ungum hljóðfæraleikurum og hin fullnuma tónlistarfólki sem starfar sem áhugamenn. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð 1990 og hefur starfað óslitið síðan. Hljómsveitina skipa að jafnaði fjörutíu til sextíu manns. Hún starfar frá september og fram í maí ár hvert.

Menntamálaráðherra til Toronto

„Íslenskir skattgreiðendur borga ekki krónu heldur borgar Norræna ráðherranefndin brúsann,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra.

Hreinskilin á nýrri plötu

Næsta plata söngkonunnar Avril Lavigne, sem kemur út í nóvember, verður nokkuð öðruvísi en hennar síðustu verk. Lavigne leitaði inn á við til að finna rétta hljóminn, hrátt rokk verður í fyrir­rúmi, knúið áfram af kassa­gítarspili.

Thurman í Girl Soldier

Uma Thurman hefur tekið að sér aðalhlutverkið í myndinni Girl Soldier sem Will Raee mun leikstýra. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um alræmda uppreisnarmenn í Úganda sem námu á brott yfir eitt hundrað skólastúlkur.

Raquela tilnefnd

Kvikmyndin The Amazing Truth About Queen Raquela hefur hlotið tilnefningu í ár til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Leikstjóri og handritshöfundur er Ólafur Jóhannesson, meðhöfundur er Stefan Schaefer og framleiðendur eru þeir Ólafur og Stefan ásamt Helga Sverrissyni og Arleen Cuevas. Alls eru fimm myndir tilnefndar, ein frá hverju Norðurlandi, og eru sigurverðlaunin 350.000 danskar krónur (um 8,7 milljónir íslenskra króna), sem skiptast á milli leikstjóra, handritshöfunda og framleiðenda.

Eiki feiti slær í gegn í miðbænum

„Við bjóðum upp á stóran salatbar, súpur og brauð, kaffi, deserta, ávaxtabar, ýmsar tegundir pastasalata og heitan mat í hádeginu. Í sumar höfum við líka verið með sérstakt tilboð þar sem við bjóðum upp á svokallað „all you can eat“-hlaðborð fyrir þúsund krónur,“ segir kokkurinn Eiríkur Friðriksson, betur þekktur sem Eiki feiti, en hann opnaði veitingastaðinn Feita tómatinn í kjallara Iðuhússins í júlí.

Kirsten Dunst dottin í það

Tímaritið National Enquirer greindi nýlega frá því að sést hefði til leikkonunnar Kirsten Dunst ofurölvi á skemmtistaðnum Tropicana Bar í Los Angeles.

Sjá næstu 50 fréttir