Sjónvarpskokkur stýrir þrautakóngi í Argentínu 31. ágúst 2009 00:01 Friðrika Hjördís verður stjórnandi hinnar íslensku útgáfu af Wipeout en 120 Íslendingar fljúga út í þremur hollum og reyna fyrir sér í þessum þrautakóngi. Mynd/Arnþór „Mér líst vel á þetta, hef horft á þættina með öðru auganu en krakkarnir mínir hafa skemmt sér konunglega yfir þessu," segir Friðrika Hjördís Geirsdóttir sem verður kynnir í íslensku útgáfunni af Wipeout eða Þrautakóngi. Wipeout eru að verða eitt helsta æðið í sjónvarpsbransanum um allan heim en sjónvarpsstöðvar frá yfir tuttugu löndum hafa gert slíka þætti. Friðrika hefur hingað til verið þekktust fyrir matreiðslu sína á skjánum og í tímaritum en að þessu sinni fær hún það verðuga verkefni að kokka upp skondnar og skemmtilegar athugasemdir um gengi keppenda í brautinni hverju sinni. Henni til halds og traust verða síðan stórvinirnir Jói & Simmi sem hafa töluvert meiri reynslu af stjórnun stórra sjónvarpsþátta, samanber Idol-stjörnuleit. Friðriku líst vel á ferðalagið langa til Argentínu þótt henni sé ekkert sérstaklega vel við að vera svona lengi í burtu frá börnunum sínum. „Nei, en þeir eru í góðum höndum. Það verður bara gaman að koma til þeirra aftur þegar þetta er búið," segir Friðrika og bætir því að ferðalagið verði kannski til þess að hreinsa hugann af öllu krepputalinu sem hefur svifið yfir vötnum hér á landi í tæpt ár. „Það fæðist voðalega lítið fallegt í svona neikvæðu umhverfi, þetta hefur vonandi líka góð áhrif á þá sem taka þátt. Þeir komi til baka fullir eldmóðs til að takast á við veturinn." Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir undirbúning fyrir þættina vera í fullum gangi. „Við erum að fljúga út 120 manns í þremur hollum, borga fyrir þau fæði, gistingu og flug, þetta verður bara alveg rosalegt," segir Pálmi en skráning hefst klukkan þrjú í dag. Að sögn Pálma verður fyllsta öryggis gætt af heimamönnum, læknir er á svæðinu og svona mætti lengi telja. „Þegar menn eru búnir að vera lengi í brautinni verða þeir stundum þreyttir í fótunum og geta snúið sig," segir Pálmi en bendir jafnframt á að ekki hafa átt sér stað nein alvarlega slys. Keppendum gefst ekki kostur á að fara í generalprufu í brautinni heldur verður þeim bara ýtt beint út í ævintýrið. Verðlaun fyrir sigur verða síðan ekki aðalatriðið, segir Pálmi. „Nei, við ætlum ekkert að leggja neitt sérstaklega upp úr þeim, auðvitað verður eitthvað fyrir sigurvegarann en þetta snýst aðallega um þetta ævintýri, að taka þátt í þrautakóngi í Argentínu." Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Sjá meira
„Mér líst vel á þetta, hef horft á þættina með öðru auganu en krakkarnir mínir hafa skemmt sér konunglega yfir þessu," segir Friðrika Hjördís Geirsdóttir sem verður kynnir í íslensku útgáfunni af Wipeout eða Þrautakóngi. Wipeout eru að verða eitt helsta æðið í sjónvarpsbransanum um allan heim en sjónvarpsstöðvar frá yfir tuttugu löndum hafa gert slíka þætti. Friðrika hefur hingað til verið þekktust fyrir matreiðslu sína á skjánum og í tímaritum en að þessu sinni fær hún það verðuga verkefni að kokka upp skondnar og skemmtilegar athugasemdir um gengi keppenda í brautinni hverju sinni. Henni til halds og traust verða síðan stórvinirnir Jói & Simmi sem hafa töluvert meiri reynslu af stjórnun stórra sjónvarpsþátta, samanber Idol-stjörnuleit. Friðriku líst vel á ferðalagið langa til Argentínu þótt henni sé ekkert sérstaklega vel við að vera svona lengi í burtu frá börnunum sínum. „Nei, en þeir eru í góðum höndum. Það verður bara gaman að koma til þeirra aftur þegar þetta er búið," segir Friðrika og bætir því að ferðalagið verði kannski til þess að hreinsa hugann af öllu krepputalinu sem hefur svifið yfir vötnum hér á landi í tæpt ár. „Það fæðist voðalega lítið fallegt í svona neikvæðu umhverfi, þetta hefur vonandi líka góð áhrif á þá sem taka þátt. Þeir komi til baka fullir eldmóðs til að takast á við veturinn." Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir undirbúning fyrir þættina vera í fullum gangi. „Við erum að fljúga út 120 manns í þremur hollum, borga fyrir þau fæði, gistingu og flug, þetta verður bara alveg rosalegt," segir Pálmi en skráning hefst klukkan þrjú í dag. Að sögn Pálma verður fyllsta öryggis gætt af heimamönnum, læknir er á svæðinu og svona mætti lengi telja. „Þegar menn eru búnir að vera lengi í brautinni verða þeir stundum þreyttir í fótunum og geta snúið sig," segir Pálmi en bendir jafnframt á að ekki hafa átt sér stað nein alvarlega slys. Keppendum gefst ekki kostur á að fara í generalprufu í brautinni heldur verður þeim bara ýtt beint út í ævintýrið. Verðlaun fyrir sigur verða síðan ekki aðalatriðið, segir Pálmi. „Nei, við ætlum ekkert að leggja neitt sérstaklega upp úr þeim, auðvitað verður eitthvað fyrir sigurvegarann en þetta snýst aðallega um þetta ævintýri, að taka þátt í þrautakóngi í Argentínu."
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Sjá meira