Lífið

Eiki feiti slær í gegn í miðbænum

Nóg að gera Eiríkur segist hafa haft nóg fyrir stafni síðan hann opnaði veitingastaðinn Feita tómatinn í Iðuhúsinu. Hér er hann ásamt kokkunum Heiðmari og Sveini.fréttablaðið/valli
Nóg að gera Eiríkur segist hafa haft nóg fyrir stafni síðan hann opnaði veitingastaðinn Feita tómatinn í Iðuhúsinu. Hér er hann ásamt kokkunum Heiðmari og Sveini.fréttablaðið/valli

„Við bjóðum upp á stóran salatbar, súpur og brauð, kaffi, deserta, ávaxtabar, ýmsar tegundir pastasalata og heitan mat í hádeginu. Í sumar höfum við líka verið með sérstakt tilboð þar sem við bjóðum upp á svokallað „all you can eat“-hlaðborð fyrir þúsund krónur,“ segir kokkurinn Eiríkur Friðriksson, betur þekktur sem Eiki feiti, en hann opnaði veitingastaðinn Feita tómatinn í kjallara Iðuhússins í júlí.

Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá 11 til 21 og segist Eiríkur hafa haft meira en nóg að gera frá byrjun.

„Mér fannst vanta einmitt svona stað í miðbæinn og ég virðist hafa haft rétt fyrir mér því það er búið að vera brjálað að gera hjá okkur. Viðskiptavinir okkar eru mjög ánægðir með verðið hjá okkur og samkvæmt því sem ég hef heyrt þá erum við með þeim lægstu. Íslendingarnir eru duglegir að koma í hádeginu og ferðamennirnir koma svo seinni part dags,“ segir Eiríkur og tekur fram að allur matur sé eldaður á staðnum, „Ég stend sjálfur í eldhúsinu og kokka alla daga ásamt öðrum,“ segir Eiríkur að lokum. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.