Lífið

Geta sturtað í sig ís í Hveragerði

Frá Ísdeginum i fyrra.
Frá Ísdeginum i fyrra.
Blómstrandi dagar fara fram í Hveragerði um helgina. Af því tilefni er árlegur Ísdagur Kjörís haldinn en fyrirtækið heldur upp á 40 ára afmæli sitt í ár og því hefur verið lagt enn meira í dagskrá Ísdagsins en venja hefur verið. Ísdagurinn hefst klukkan hálftvö þegar opnað verður fyrir ísinn. Sérstök ísleiðsla verður lögð beint frá verksmiðjunni og út á plan og mun fólk geta borðað eins mikinn ís og það getur í sig látið.

Dagskrá hefst svo klukkan tvö en kynnar eru hinir landsþekktu Gunni og Felix. Hljómsveitirnar Hitakútur, Húrrígúrrí og Harasystur, sem koma allar frá Hveragerði, verða með tónlistaratriði en lögð var áhersla á að fá heimamenn til að sjá um stóran hluta skemmtiatriðanna. Leikarar úr söngleiknum Söngvaseið munu svo syngja nokkur lög úr söngleiknum sem slegið hefur svo rækilega í gegn í Borgarleikhúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.