Lífið

Túnfiskís í boði

Ísdagurinn mikli Á Ísdeginum gefst fólki kostur á að bragða ís með óvenjulegu innihaldi líkt og túnfiskís.
Ísdagurinn mikli Á Ísdeginum gefst fólki kostur á að bragða ís með óvenjulegu innihaldi líkt og túnfiskís.

Árleg íshátíð á vegum Kjöríss í Hveragerði verður haldin í dag. Hátíðin er haldin í tengslum við Blómstrandi daga í Hveragerði en verður stærri í sniðum en venjulega vegna fjörutíu ára afmælis Kjöríss.

Hápunktur Ísdagsins er Ólíkindabragðið svokallaða þar sem fólki gefst kostur á að bragða ís með heldur óvenjulegu innihaldi og má þar nefna túnfiskís, bjórís og kókosbolluís. Gestum verður einnig boðið að taka þátt í smökkunarleik þar sem vegleg verðlaun eru í boði.

„Einum starfsmanni Kjöríss datt þetta í hug í fyrsta sinn sem við héldum Ísdaginn hátíðlega. Þetta er í raun þungamiðja hátíðarinnar. Ég hef smakkað allar þessar bragðtegundir sjálf og finnst túnfiskísinn persónulega mjög góður, en mér þykir líka túnfiskur góður á bragðið. Hingað geta menn komið og borðað eins mikinn ís og þeir geta í sig látið þannig að ég vona að sem flestir komi og njóti dagsins með okkur,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss.

Hátíðin hefst klukkan 13.30 í dag og stendur til klukkan 18.00. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.